Vísir - 09.05.1962, Síða 2

Vísir - 09.05.1962, Síða 2
VISIR Miðvikudagur 9. maí 1962. ÍSÍ-þingið næst / / sept. Fundur var haldinn í sambands- ráði Iþróttasambands íslands (ISÍ), laugardaginn 28. apríl 1962, í fund- arsal ÍSl að Grundarstíg 2A, Rvík. Benedikt G. Waage forseti ISÍ setti fundinn og stjórnaði honum. Fundarritari var Hannes Þ. Sigurðs- son, ritari ÍSÍ. 1 upphafi fundarins minntist for- seti ÍSl íþróttamanna, er iátizt höfðu frá síðasta sambandsráðs- fundi ÍSl, Það voru þeir: Andreas J. Bertelsen, heildsali, er lézt hér 5. marz sl. og Magnús J. Kjaran, stórkaupmaður, sem lézt 17. apríl sl. Rakti forseti æviferil þeirra og íþróttastörf, og bað fundarmenn að lokum að minnast hinna látnu, og risu fundarmenn úr sætum í virð- ingarskyni. Þá var samþykkt að senda UMS- Borgarfjarðar heillakveðju i tilefni 50 ára afmælis þess, sem haldið var hátfðlegt um kvöldið. Á fundinum voru fluttar skýrslur framkvæmdastjórnar ÍSÍ og sérsam bandanna (HSÍ, KKÍ, KSl, SKl, SSÍ). Auk skýrslanna var lagt fram prentað „Ágrip af þinggerð íþrótta- þings ISÍ 1961. Að öðru leyti voru helztu gjörð- ir fundarins þessar: Ráðstefnan í Strassborg Þorsteinn Einarsson íþróttafull- trúi flutti skýrslu um ferð sína á ráðstefnu, sem haldin var í Strass- borg, á vegum Evrópuráðsins, og fjallaði meðal annars um íþrótta- mál. Var Þorsteini þökkuð skýrslan. F’ármál íþróttahreyfingarinnar Stefán G. Björnsson, formaður milliþinganefndar ISl um fjármál, flutti skýrslu um störf nefndarinnar Eftirfarandi tillaga var samþykkt: Fundur haldinn í sambandsráði ISl 28. apríl 1962, þakkar milliþinga- nefnd ISl um fjármál, fyrir grein- argerð hennar. Jafnframt óskar fundurinn eftir því, að nefndin haldi áfram störfum sínum í samráði við framkvæmdastjórn ÍSl. Þá var sam þykkt að fjölga í nefndinni um tvo menn, og voru kjörnir þeir Gísli Halldórsson og Þorsteinn Einars- son. Kennlustyrkir Eftirfarandi tillaga var samþykkt: Sambandsráðsfundur ISl, haldinn 28. apríl 1962 samþykkir, að fé því, er íþróttanefnd ríkisins úthlutar úr íþróttasjóði 1962 til ISl (kennslu- styrkir), verið skipt á milli aðila á sama hátt nú og verið hefir að undanförnu, þ, e. í réttu hlutfalli við útreiknaðan kennslukostnað, gerðan eftir kennsluskýrslum, og fjáruppræð þá, er íþróttanefnd veit- ir í þessu skyni. Skipting á V3 hluta skatttekna ÍSl milli sérsambandanna Samþykkt var eftirfarandi: Sam- bandsráðsfundur ÍSÍ, haldinn 28. apríl 1962, samþykkir að skipta ya af skatttekjum ISl árið 1961 á eftir farandi hátt milli sérsambandanna: Knattspyrnusamband Isiands.............kr. 1.700,00 Frjálsíþróttasamband Islands......... . >- 4.200,00 Skíðasamband íslands — 2.400.00 Sundsamband Llands — 1.900,00 Handknattleikssamband íslands............. — 2.400,00 Golfsamband íslands — 1.700,00 Körfuknattleikssamb. íslands............. — 1.700,00 Ú- Samtals kr. 16.000,00 Framh. á bls. 13 Þróttur keppir við Dundee á Dens Park Þróttur fer með 2. deildarlið sitt utan í haust og er ferðinni heitlð tll Skotlands, þar sem Þróttur mun heimsækja DUNDEE, en Dundee vann einmitt slcozku dcildakeppn- ina nýlega eftir harða baráttu við Glasgow Rangers. Dundee kom hingað til Reykjavíkur fyrir ári í boði Þróttar og vann hér alla sína leiki, þar á meðai Iandsliðið. Til Skotlands munu Þróttararnir ! VINSÆLIR Portúgalska liðið Bcnfica getur ekki kvartað undan þvi að fá ckki ferðalög. Siðan liðið vann Evrópu- bikarkcppnina i úrslitalciknum í Amsterdam i fyrri viku gegn Real f.ladrid hafa tilboðin flætt inn á ikrifstofu þeirra. Ekki færri en 32 tilboð um leiki í 17 löndum hafa borizt. Meðal Iandanna eru Eng- land, Skotland, Þýzkaiand, Egypta- 'and, Mexíkó og Svíþjóð, svo nokk- ur séu nefnd. halda 22. scptember, en þann 26. sept. verður keppt við unglinga- lið Dundec, en félagið hefur yfir 30 knattspyrnumenn 1 sinni þjón- ustu. Einnig mun Þróttur leika vlð Glasgow Celtic, sem teflir einnig fram unglingaliði sinu, mjög sterku, cn Þróttarar fá helming að- gangseyrisins i þessum Ieik upp i ferðina, en Dundee borgar uppi- hald ailt. Þróttur mun elnnig taka á móti liðum í sumar, þar sem eru knatt- spyrnulið Holbæk í Danmörku, en Þróttur hefur haft gott samstarf við íþróttafélög þar í borg. Koma tveir flokkar frá Hoibæk, 2. flokk- ur og 0. flokkur. Lokaæfingin fyrir Myndimar sýna eina af síðustu æfingum þýzka landsliðsins í knattspymu fyrir ferðina til Chile þar sem liðlð er eitt árenni legasta lið keppninnar. Þriggja dálka myndin sýnir Sepp Herberger á tali við hina snjöllu framlínumenn sína Briills, Olk, Geiger, Haller og Sturm. Sterkasta framlínumann inn vantar þó Uwe Seeler, sem á HM í Stokkhólmi 1958 var tal- inn sterkastur allra miðherja keppninnar. Kappamir á hinni myndinni eru markverðimir sem fara með liðinu til Chile, en þeir em frá hægri: Sawitzki, Fahrian, og Tilkowski. Sá síðastnefndi er tal inn öruggur um að verða aðal- markvörður. JAPANIR ÆTLA AÐ SLÁ ÖLL FYRRIMET Sundmót Ægis i SundhöII Reykjavíkur kl. 8.30. Sænski skautaleiðtoginn Loft- man er nýkominn til Stokkhólms frá Japan, þar sem hann skoðaði tþróttamannvirki í sambandi við HM á skautum 1963, sumarleika OL 1964 og vetrarleikana, sem e.t.v. verða haldnir f Japan. I Japan eru nú fjórar 400 metra skautabrautir mcð tilbúnu skauta- svclll, cn auk þess cin mcð 330 mctra braut. I Tokyo er nú verið að byggja skíðahöll mcð tilbúnum snjé, en bak við þetta nýstárlega fyrirtæki stendur auðjöfur nokkur, árnbrautarkóngurinn Tsutsumi. Ákveðið hefur verið að HM á næsta ári verði haldið í borginni Karuizawa, sem er alllangt fyrir norðan Tokyo. Borgin er í 1000 metra hæð yfir sjávarmáli en skautabrautin er jafnvel enn hærra, eða í 1200 metrum. Keppnin mun eiga að fara fram í 'lok febrúar. Keppendur á mótinu ,sem verða frá öllum heimshornum, munu mætast á þrem stöðum fyrir keppnina, í Stokkhólmi (eða Kaupmannahöfn), San Francisco og Hong Kong, en leggja síðan af stað til Japan 13. febrúar og halda til Hakone, smá- borgar nálægt Tokyo og þar fer fram eins konar „generalprufa" fyrir HM. Sumarleikarnir enn glæsilegri en í Róm. Það er þegar greinilegt að Jap- anir kosta kapps að gera sumar- leika OL enn glæsilegri en hinir glœsilegu leikar í Róm voru. Fram- kvæmdirnar eru geysilegar og reiknað er með að um 2 þúsund milljónir ísl. króna fari f fram- kvæmdir þessar. Ekki færri en 150 manns sitja sveittir við að útbúa dagskrá fyrir hinar ýmsu fram- kvæmdir. Stærsta vandamálið eins og f Róm er umferðarvandamálið í milljónaborginni og óttast menn eina allsherjar „kaos", er áhorf- endáskarinn fer að velli og frá, þegar leikarnir fara fram 9.-21. október 1964. Um það leyti er hit- inn í Tokyo oftast um 20 gróður. „Ég skal borga“. Um vetrarleikana 1968 er það að segja að ínilljónarinn Tsutsumu hefur hálfpartinn gefið loforð um að standast straum af kostnaði við framkvæmdir, sem eru mjög svip- aðar að vöxtum og þar sem Banda- ríkjamenn héldu OL ’60 f Squaw Valley. Verða leikarnir þá haldnir í Naeba-fjalli 15 mílur frá Tokyo. Þarna eru nú óbyggðir einar, en á stuttum tfma verður fjallinu breytt í sælustað fyrir ferðamenn. *

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.