Vísir - 09.05.1962, Side 8
8
Miðvikudagur 9. maí 1962.
Útgefandi Blaðaútgáfan VISIR
Ritstjórar: Hersteinn Pálsson Gunnar G. Schram.
Aðstoðarritstjóri Axel Thorsteinsson.
Fréttastjóri Þorsteinn Ó. Thorarensen
Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178.
Augiýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3.
Áskriftargjald er 45 krónur á mánuði.
1 lausasölu 3 kr. eint. — Sími 11660 (5 linur).
Prentsmiðja VIsis. — Edda h.f.
Glæsilegur kosningafundur
Fyrsti almenni kjósendafundurinn, sem Sjálfstæð-
isflokkurinn efnir til hér í borg, var haldinn í fyrra-
kvöld, og það dylst engum, sem þann fund sat, að
flokkurinn er einhuga í baráttunni og getur hrundið
öllum atlögum andstæðinganna, ef enginn sefur á
verðinum. Hættan mesta er vitanlega fólgin í því, að
menn segi við sjálfa sig, að ekki muni um þeirra at-
kvæði, sigur flokksins sé öruggur samt, og menn gæti
því setið heima, án þess að skaði verði.
Fundarsókn í fyrrakvöld sýndi, að menn gera sér
einmitt grein fyrir því, að þegar fjandmaðurinn sækir
fastar á og beitir fleiri brögðum, verður að snúast
gegn honum af aukinni einingu og einbeitni. Enginn
vinnur sigur án þess að reyna nokkuð á sig, og því
meira sem flokksmenn leggja sig fram, þeim mun
glæsilegri getur sigurinn orðið. Og það er nauðsyn-
legt að sýna andstæðingum Sjálfstæðisflokksins, sem
jafnframt eru andstæðingar Reykjavíkur, að þeir
sækja ekki gull í greipar hins samstillta meirihluta,
sem stjórnað hefir bænum um undanfarna áratugi.
Enginn þeirra flokka, sem fram býður við bæjar-
stjórnarkosningamar hér að þessu sinni, hefir eins
miklu mannvali á að skipa og Sjálfstæðisflokkurinn.
Á sumum listunum er tætingslið úr ýmsum áttum,
menn, sem skjótast milli flokka af litlu tilefni, eins
og umrenningar röltu milli bæja í umkomuleysi sínu
endur fyrir löngu. Af slíkum umrenningum stjóm-
málanna getur enginn vænzt neins góðs, og sízt borg
eins og Reykjavík, sem hefir verið stjómað af festu
um langt árabil og nýtur nú forustu ungs og glæsilegs
dugnaðarmanns, sem á væntanlega eftir að marka
spor í sögu bæjarins á komandi tímum.
Hatrömmustu andstæðingar Sjálfstæðisflokksins
hafa ekki getað annað en viðurkennt, að Reykjavík
sé orðin að nýtízkuborg undir stjóm hans. Það er líka
alveg rétt. En menn geta líka reynt að gera sér í hug-
arlund, hvernig hér væri ástatt, ef tætingsliðið hefði
komizt í meirihlutaaðstöðu í bænum. Reykjavík er
það, sem hún er, af því að henni hefir stjómað sam-
stilltur meirihluti. Hann verður að fá að stjórna áfram.
Það er skilyrðið fyrir áframhaldandi framfömm.
Eins og eftir loftárásir
Bæjarfulltrúi Framsóknar, sem nú er að kveðja,
hefir sagt, að Reykjavík sé svo illa komin, að hún sé
eins og borgir meginlandsins, sem urðu fyrir loftár-
ásum á stríðsárunum. Efsti maður á Framsóknarlist-
anum talar hins vegar um nýtízku höfuðborg. Hér
stangast því nokkuð á, en hitt mega menn vita, að ef
tætingsliðið hefði ráðið undanfarið, t. d. með Fram-
sókn í broddi fylkingar, þá væri hér útlits eins og
eftir loftárásir, jafnvel atómsprengjur.
VISIR
J. F. K. skrifar undir frumvarp. Fyrir framan hann sést
grindin með pennunum.
20
EINA
Ekki er talið ólíklegt að
Kennedy forseti reynist verða
sá forseti sem flesta penna gef-
ur sem minjagripi. Til dæmis
má taka er hann skrifaði undir
frumvarp um stofnun sérstakrar
afvopnunarstofnunar. .ithöfnin
fór fram í New York og tókst
Kennedy að nota tuttugu og tvo
penna til að skrifa eftirfarandi
orð: „Approved, 12:45 p.m., New
York City — New York, John
Fitzgerald Kennedy, (Carlyle
Hotel)“. Til þess að þetta væri
mögulegt gat hann aðeins skrif-
að nokkra stafi með hverjum
penna. Að undanskildum komm
um og punktum eru I setning-
unni 66 stafir, sem leyfir hon-
um nákvæmlega þrjá stafi á
hvern penna.
Hver þessara penna er svo
gefinn einhverjum viðstöddum.
Þeir eru venjulega þingmenn
sem hjálpað hafa til að koma
frumvarpi í gegn um þingið.
Auk þess eru þarna ýmsir sem
málið stendur nærri. í þessu til-
felli t. d. William C. Foster,
sem verður yfirmaður hinnar
nýju stofnunar.
★
Kennedy hefur þegar tekið
þátt I allmörgum slíkuiji athöfn-
um og hafði að vori 1961 gefið
um 200 penna. Það þýðir, að ef
hann heldur sama hraða, mun
hafa gefa um þúsund penna áð-
ur en kjörtímabili hans lýkur
árið 1965.
Nákvæmar tölur eru ekki til
yfir gjafir þessar, en yfirmaður
bókhaldsskrifstifu Hvíta húss-
ins segir að Harry S. Truman
eigi metið. Hann notaði 26
penna til að skrifa undir lögin
um lán til Breta, árið 1946, og
það án þess að hafa nokkurt
millinafn til að teygja úr skrift-
unum.
Ekki e'r heldur vitað hver
hefur fengið flesta penna að
gjöf. Sumir þingmenn, sem
lengi hafa verið á þingi, eiga
orðið marga. Láta þeir gjarnan
ramma þá inn og hengja upp á
vegg, með dagsetningu og til-
efni skráð við hliðina
★
Fyrsti forseti sem gerði þetta
að meiri háttar athöfnum var
Franklin Roosevelt. Hann hafði
mjög gott lag á því að gera ein-
földustu hluti gagnlega frá póli-
tísku sjónarmiði. Flestir stjórn-
málamenn eru til í að skríða á
hnjánum til að fá tækifæri til
að vera myndaðir með forsetan-
um. Þess vegna er það sem
þeim er raðað upp fyrir aftan
forsetann, brosandi, meðan
hann skrifar nokkra stafi með
einum penna og tekur síðan
annan. Allt er þetta ljósmyndað
vel og vandlega. Nú er jafnvel
farið að sjónvarpa þessu.
Stærsta vandamálið er að
finna nægilega mörg orð til að
skrifa, til að hægt sé að nota
yfir tuttugu penna. Þegar
Kennedy skrifaði undir frum-
varpið um afvopnunarstofnun-
ina stóð hann sig svo vel að
hann var búinn að nota alla
pennana áður en kom að því
að skrifa dagsetninguna. Hún
var því stimpluð á seinna.
★
Ei^enhower forseti hafði
mjög góða aðstöðu til þessara
hluta. Hann skrifaði alltaf 1 at-
kvæðum, með bili á milli þeirra
og átti því ha»gt með að skipta
um penna í miðju orði, án þess
að sæist á rithöndinni. Aldrei
fékkst hann þó til að skrifa
seinna nafn sitt, David. Hann
skrifaði alltaf „Dwight D.“.
Kennedy skrifar nafn sitt yfir-
leitt John F. Kennedy. En þar
sem hægt er að nota þrjá til
fjóra penna við að skrifa Fitz-
gerald, notar hann það þegar
þörf krefur.
Einu sinni kom það fyrir
Kennedy að hann var búinn að
skrifa illt og einn penni var
eftir, og það sem verra var,
einn þingmaður var eftir. Hann
bjargaði þá málinu með því að
setja stóra skrautlega lykkju
undir nafn sitt
Fyrsta þekkta dæmið um að
pennar væru gefnir sem minja-
gripir, má rekja til Tyler for-
seta. Kona hans skrifar vinkonu
sinni að hún hafi 1 bandi um
hálsinn, penna sem forsetinn
notaði til að undirskrifa lögin
um innlimun Texas f Bandarík-
in. Fá önnur dæmi eru kunn um
slíkar athafnir. Til dæmis er það
vitað að Abraham Lincoln gaf
enga fjöðurstafi við það merki-
lega tækifæri þegar hann
undirskrifaði lögin um afnám
þrælahaldsins.
★
Þegar kom fram á daga Tru-
mans var orðið svo mikið um
þessar athafnir, að tekið var
að panta pennana 1 hundraða-
tali. Var þá tekið að nota skrif-
borðspenna, sem keyptir voru
á dollara stykkið. Þá var einn-
ig tekið að gylla á þá áritunina
„Forsetinn, Hvíta húsinu".
Nú er þetta orðinn svo fastur
liður f störfum forsetans, að
smíðuð hefur verið sérstök
grind, sem tekur milli 30 og 40
penna, sem hægt er að stilla upp
fyrir framan forsetann, þegar
skrifa þarf undir. Forsetinn
dýfir hverjum penna í opna
blekbyttu og skrifar nokkra
stafi. Síðan réttir hann pennann
í útrétta hönd, og heldur á-
fram.
Mönnum kann að þykja þetta
furðulegar aðfarir, en þetta
gegnir sínum tilgangi. Þetta er
fyrirhafnarlftil aðferð til að
koma sér vel við menn sem mik-
il áhrif hafa. Þrátt fyrir sín
miklu völd hefur forsetinn allta'
þörf fyrir það.