Vísir


Vísir - 18.05.1962, Qupperneq 3

Vísir - 18.05.1962, Qupperneq 3
Föstudagur 18. maí 1962. VISIR 3 f Cíðustu árin hefir Reykjavík ^ tekið miklum stakkaskipt- um. Borgin hefir verið í mjög örri uppbyggingu að undan- fömu, svo eðlilega hafa úthverf in borið þess svip. En ötullega hefir verið að því unnið að fegra borgina, opna nýja skrúð garða og almenningssvæði og þess hefir verið kostur. Öli kunnum við að meta starf garð yrkjumanna borgarinnar. Þeir hafa sett annan og fríðari svip á hin opnu svæði og er fram líða stundir mun Reykjavík ekki standa að baki öðrum borg um á þessu sviði. TC’f við lítum til baka þrjú fjögur ár þá minnumst við þess að Tjarnargarðurinn hefur verið endurskipulagður og tek- ið miklum stakkaskiptum. Trjá garðurinn £ Laugardal hefir ver ið opnaður ahnenningi og þar hafin ræktun jurtasafngarðs. Þvottalaugasvæðið hefir verið girt af og þar komið fyrir „Þvottakonu“ Ásmundar Sveins sonar. Laugarnar gömlu hafa verið hlaðnar upp og þar geta unglingar borgarinnar séð hvemig þvottahúsið hennar ömmu og langömmu leit út. Við Tjömina hafa bakkarnir verið hlaðnir upp meðfram Tjamar- götunni og þeir klæddir gróðri. Og nýr garður, 4,500 fermetrar að stærð, hefir verið tekinn f notkun f Bústaðahverfi og nefn ist hann „Garðaflöt“. Tjetta eru aðeins nokkur dæmi af mörgum um hið mark- vissa starf við fegrun Reykja- víkur. Eftir því sem görðum og útivistarsvæðum fjölgar verður borgin iíka heilnæmari og unnendur jurta og gróðurs geta nú gengið á hnotskóg inn- an endimarka borgarinnar sjálfrar. Á næstu ámm er nauð Mikið átak hefur verið unnið á sviði byggingarmála í Reykjavík. Háar kröfur um gæði bygginga og fegrandi skipulag hafa ætíð verið gerðar. Þar leggjast allir á eitt, borgaramir og húsameistaramir. í gær birtum við mynd af æskunni að leik í Hljómskálagarð- inum. Hér er önnur úr þeim vaxandi garði, sem sýnir bömin að leika sér í garðinum. Öllum, sem þykir vænt um borg- ina, þykir hún gerð fyrir æskuna, og því ekki gleymt, þegar skrúðgarðar borgarinnar em skipulagðir af færustu mönnum. í Reykjavík hefur mikið verið gert til að prýða borgina með fögrum grasreitum og trjá- og blómagróðri. Þessi mynd var tekin í einum af nýrri gróðurreitum borgarinnar við Snorrabraut. Fegurrí horg synlegt að halda því áfram að byggja garða og rækta blóm á opnum svæðum. Listaverkum hefir þegar ver ið komið fyrir á ýmsum stöð- um í borginr.i og munu borgar- amir kunna vel að meta það, þótt ekki séu allir á einu máli um listfengi þeirra, eins og gengur. En skoðanaágreiningur er ekki nema heilbrigður og þvf mun stefnt að því að bæta við fleiri Iistaverkum á al- mannafæri á næstu árum.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.