Vísir - 18.05.1962, Qupperneq 10
IU
VlSIR
Föstudagur 18. maí 1^857
Nú er gangurinn orðinn full-
ur af nemendum, úr andlitum
mátti sjá hvernig gengið hefði,
sumir vorú skælbrosandi og á-
nægðir aðrir voru súrir á svip
og mæðulegir. Það fyrsta sem
allir gerðu þegar fram kom var
að ná í dönskubókina og að-
gæta svörin. Ljóshærð stúlka
tyllti sér í gluggakistuna og
bölvaði einhverjum undantekn-
ingum í sand og ösku, einnig
mátti heyra upphrópanir svo
sem: Ji, hvað ég get verið
þunn. Fari það í sjóðandi helv...
Ó guð hvað þetta er allt hræði
legt o.s.frv. — p.sv.
— Alveg ljómandi, segir
Helga og brosir ánægð, ekkert
of vel bætir Katrín við.
— Eruð þið ekkert hræddar
um að falla?
— Blessaður vertu alveg skít
hræddar.
— Hafið þið lesið mikið und
anfarið?
— Já, þó nokkuð mikið, en
þetta er svo vitlaust skipulagt,
við fáum tuttugu og fimm daga
upplestrarfrí, og.svo skella próf
in öll yfir í einu, finnst okkur
að það mætti láta prófin byrja
fyrr og hafa fjóra daga til upp
lestrar fyrir hvert próf.
:
' ::: ý-;:
Flestir grúfðu sig niður í borðin og skrifuðu í gríð og eirg. (Ljósm. Bragi Guðmundsson).
Landspróf er hafið
Nú er um að gera að vanda
sig.
Landsprófið er hafið og þessa
dagana sitja um átta hundruð
unglingar um land allt með
sveittan skallann yfir námsbók
unum. Okkur fannst ekki vera
hægt að birta æskulýðssíðu að
vori til án þess að minnast
ekki á prófin, og skruppum því
s.l. mánudagsmorgunn niður í
Vonarstræti þar sem gagn-
fræðaskólinn er til húsa og báð
um skólastjórann um leyfi til
að fá að kíkja inn og smella af
nokkrum myndum, sem hann
veitti góðfúslega.
Það stóð yfir próf í dönsku
og mikil spenna virtist ríkja í
stofunni. Kennararnir gengu
um gólf og fylgdust með hverri
hreyfingu nemendanna, allir
voru þeir ,,uppdubbaðir“ og
þeir virðulegustu voru með
þverslaufu. — Nemendurnir
grúfðu sig flestir niður í borð-
in og skrifuðu í gríð og erg, en
þess á milli góndu þeir upp í
loftið, nöguðu blýantana eða
stungu puttunum upp í sig og
var ótrúlegt hvað sumir komu
mörgum fyrir I einu. Þegar líða
fór á tímann fór meiri óró að
færast yfir og kennararnir
voru farnir að ræskja sig og
sussa á nemendurna. Margir
voru hættir að skrifa og horfðu,
■ út í loftið og settu upp alls
kyns vísdómshrukkur og.grett-
ur. Brátt fór að líða að því, að
þeir fyrstu skiluðu úrlausnar-
blöðunum og fóru út.
Fyrstar voru tvær stúlkur,
Helga Ágústsdóttir og Katrín
Fjeldsted og við spurðum þær
hvernig þeim hafi gengið.
Katrín og Helga hafa lesið mikið fyrir prófið.
Tómstundahornið
Svindlað í prófi
Hvaða strák skyidi ekki
Ianga til að eignast fallegan
Kanó? Piltamir á myndinni
heita: Atli Smári ívarsson,
Magnús Helgason og Össur
Kristinsson hafa eytt frí-
stundum sínum að undan-
fömu í að smíða þennan
rennilega Kanó, og það á ekki
að nema staðar þegar þess-
um er lokið, heldur ráðast í
smíði á örðum. Kanónamir
eru mjög léttir, vega aðeins
um 40 kíló, svo það er auð-
veldlega hægt að flytja þá
milli staða án mikillar fyrir-
hafnar. Teikninguna fengu
þeir í danskri tómstundabók.
Hvernig er bezt að svindia
í prófi, er spurning sem marg-
ur nemandinn hefur velt fyrir
sér í upplestrarleyfinu, og
margir hafa eytt stórum hluta
þess í það eitt að gera svindl,
eins og það er venjulega kallað.
Öllum er það Ijóst að það er
enginn leikur að svindla f prófi,
þar sem augu kennarans fylgj-
ast með hverri hreyfingu, og
eí upp kemst þá má nemandinn
eiga það á hættu að vera vísað
út samstundis.
Nýlega skrapp ég inn í eihn
af gagnfræðaskólum bæjarins,
þeirra erinda einna að fá svar
við ofan greindri spurningu.
Svo heppilega vildi til að próf-
ið var langt komið og fyrstu
nemendurnir voru farnir að tín-
ast út.
Fyrst snéri ég mér að dökk-
hærðum myndarlegum strák og
spurði hann hvort honum hefði
tekist að svindla.
— Ha, svindla, nei, maður
leggur nú ekki út í svoleiðis fyr
irtæki, það tekur svo langan
tíma að útbúa svindl, en þú
ættir að tala við hann Kalla,
ef þig vantar uppskriftir, hann
stúderar þetta.
Ég þurfti ekki að bíða lengi
eftir Kalla og strax þegar ég
sá hann skýrði ég frá erindinu
og bað um uppskriftir.
— Blessaður vertu, þetta er
nú ekki mikill vandi, það er um
að gera að hafa það nógu ein-
falt, þá fatta kennararnir það
ekki, sjáðu, sagði hann og fór
úr jakkanum og stóð á hvítri
skyrtu með uppbrettar ermar.
Brjóttu upp skyrtuermarnar áð
ur en þú ferð í prófið og
stingdu inn í uppbrotið hvítum
svindlmiðum, farðu úr jakkan-
um í prófinu. svo geturðu þótzi
þurfa að laga uppbrotið og um
leið lesið af miðanum.
Framh. á 13. síðu.