Tölvumál - 01.05.1989, Blaðsíða 9

Tölvumál - 01.05.1989, Blaðsíða 9
Tölvumál maí1989 Áhrif OSF á tölvuvinnslu í náinni framtíö Helsti ávinningur tölvunotenda með tilkomu OSF er auðvitað að um er að ræða opið kerfi. Kerfi sem ekki getur læst notendur í þeirri stöðu að verða að kaupa allan búnað frá einum tölvusala. Þetta mun spara tölvukaupendum verulegar upp- hæðir. Fjárfesting í hugbúnaði verður varðveitt, jafnvel þó skipt verði um tölvusala. Tölvukerfin verða sveigjanlegri og í dreifðri vinnslu verður hægt að hafa mis- munandi stærðir af tölvum á mismunandi stöðum, sem þó geta allar keyrt sama hugbúnaðinn. Tölvuffamleiðendur sjálfir munu spara, því með starfi OSF verða leyst mörg af þeim málum tengdum stýrikerfi, grafík ofl. sem tölvu- framleiðendumir eru nú að glíma við, hver í sínu homi. Þennan spamað munu tölvufyrirtækin að hluta til nota í nýsköpun á notenda- hugbúnaði. Nýjungar á því sviði munu komast hraðar á markað og kosta minna því spamaði verður líka veitt áfram til viðskiptavina fyrir- tækjanna. Sjálfstæðir framleiðendur hugbún- aðar munu fá verulega stóran markað, á mismunandi vélbúnaði. Samhæfing tölvuumhverfisins mun Halldór Kristjánsson verkfræð- ingur skrifar grein í aprfl-hefti Tölvumála um áhald sem hann kallar ýmist modem eða módem og beygir á íslenska vísu (sbr. „almennir eiginleikar modema“). Það er svo sem engin nýlunda að spara þessum framleiðendum dýran flutning á milli kerfa. Þetta mun tryggja notendum OSF kerfa mikið hugbúnaðarframboð, á lægra verði en sams konar hugbúnaður fékkst á áður. Þekking á OSF kerfinu verður miklu almennari en á lokuðu kerfunum, kennsla mun væntanlega verða í almennum skólum, t.d. í Háskóla íslands. Því verður auðveldara að fá hæfan mannskap til starfa við tölvukerfin. Notendur sem nú eru með lokað kerfi þurfa einhvemtíma að taka þá stóm ákvörðun að rífa sig út úr því og fara yfir í opið kerfi. Búast má við því að sú ákvörðun verði fljót að borga sig. OSF kerfið mun ganga á flestar stærðir af tölvum, þær minnstu verða væntanlega byggðar á ‘386 örgjörvanum frá Intel. Þær stærstu verða með megintölvu (mainframe) afköst. Á þessu afkastabili er öll fjölnotenda tölvuvinnsla á íslandi og má því ímynda sér að við íslendingar gætum orðið þjóða fyrstir til að hafa aðeins eitt fjöl- notendastýrikerfi í gangi. Þetta mundi spara okkur miklar fjárhæðir, og bæta alla upplýsingameðferð innanlands. H menn taki erlend orð fram yfir íslensk nýyrði sem auðvitað eru misjafnlega vel heppnuð. Hvorki ég né aðrir nefndarmenn í Orðanefnd Skýrslutæknifélagsins taka það illa upp þótt menn séu ekki sáttir við öll þau orð sem við höfum verið að berja saman af ótakmörkuðum áhuga en takmarkaðri getu. Eitt af þessum nýyrðum er einmitt orðið mótald sem er þýðing okkar á orðinu modem. Satt að segja vorum við tiltölulega ánægð með þessa þýðingu, og hún hefur þegar náð Einn kosturinn við OSF er að í dreifðri vinnslu verður hœgt að hafa mismunandi stœrðir af tölvum sem geta allar keyrt sama hugbúnaðinn. Um modem 09 mótald Þorsteinn Sæmundsson, stjarnfræðingur 9

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.