Vísir - 27.05.1962, Blaðsíða 16

Vísir - 27.05.1962, Blaðsíða 16
VÍSIR Sunnudagur 27. maj 1962. x-D SAGÐI FORSÆTISRÁÐHERRA í MORGUN Ólafur Thors forsætisráðherra og frú Ingibjörg koma á kjörstað Á myndinni er forsætisráðherra að heilsa Jóni sendiboða Þjóðleikhússins, en umhverfis eru margir góðir Reykvíkingar svo sem Birgir Kjaran, Guðmundur H. Guðmundsson og Sigurður Kristjánsson. Kjöríð í skólunum er túknrænt í morgun á slaginu níu ók bifreið borgarstjórans upp að Langholtsskóla. Út úr henni steig Geir Hall- grímsson og kona hans frú Erna Finnsdóttir. í skól anum var kjördeild þeirra, þar sem heimili þeirra er Gott kosningaveður VEÐRIÐ á kosningadaginn er all- gott og rættist betur úr því en j menn hugsuðu, því að niðaþoka var í nótt. í morgun létti þokunni og hefur verið skýjað loft en kyrrt j veðúr, aðeins suðvestan gola. Veð- urstofan taldi líklegt að enn myndi fremur létta til, þegar kæmi fram á daginn og jafnvel kæmu sól- skinskaflar. Það er fremur svalt í veðri, hiti 7 stig. Veðurstofan upplýsti að um Suður- og Vesturland væri yfir- leitt sunnan og suðvestan gola og skýjað loft en á Norður- og Aust- urlandi væri logn og léttskýjað og um 15 stiga hiti. Kosningaveðrið ætlar því að verða mjög bærilegt og sumstað- ar mjög gott. Er mikill munur á því og veðrinu í síðustu kosning- um, sem fóru fram í janúar 1958. Þá var stormur og snjókoma víða um land .jafnvel stórhríð í sum- um héruðum norðanlands. j að Dyngjuvegi. Blaðamaður Vfsis fylgdist með j borgarstjórahjónunum inn í skól , ann og inn í kjördeild. Ljós- | myndari Vísis var með í förinni < og tók mynd af þeim hjónum í kjördeildinni er þau höfðu greitt atkvæði og stungið seðlum sín- um í kistuna. i Vísir átti örstutt samtal við ■ borgarstjóra eftir að hann hafði [ kosið. Hann sagði: „Það er tákn rænt og vel við eigandi að kjós endur greiði atkvæði um fram- tíð borgarinnar í skólunum. Þar er æskan búin undir lífsstarfið“. Eftir að hafa kosiö ók borgar- stjóri niður f bæinn og heim- sótti kjörstaði, en kona hans fór heim á Dyngjuveg þar sem hinn hluti fjölskyldunnar, böm- in fjögur biðu hennar. — Ef allir, sem í raun og veru vilja að Sjálfstæðis- flokkurinn stjórni höfuðborginni, kjósa hann í dag, er sigurinn vís. Þetta sagði Ólafur Thors við Vísi í morg- un kl. 9, er hann kom til kjörfundar ásamt konu sinni, frú Ingibjörgu Thors. — Hlýðið kalli skyldunnar, sagði forsætisráðherra ennfremur. Kjósið sem allra fyrst. Nokkrum mínútum fýrir kl. 9 ■ í morgun ók bifreið forsætisráð- j herra upp að Miðbæjarskólanum. j Lögregluþjónar heilsuðu og for- | sætisráðherrahjónin gengu upp að i aðaldyrum skólans. Á ieiðinni [ heilsaði forsætisráðherra ýmsum gömlum vinum sínum og við dyrn ar stöldruðu þau hjónin við and- artak meðan beðið var eftir að dyravörður lyki upp hurðum skól- ans. Þar hitti forsætisráðherra m. a. Birgi Kjaran, form. Fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins og konu hans, Sigurð Kristjánsson, fyrrv. alþm., Guðmund H. Guðmundsson og fleiri Sjálfstæðismenn. Var margt spjallað í góða veðr- inu meðan beðið var þarna i barnaskólaportinu og skiptist for sætisráherra á gamanyrðum við vini sína og samherja. Forsætisráðherrahjónin gengu síðan til 4. kjördeildar (Garða- stræti). Þar bauð formaður kjör- deildarinnar Snorri G. Guðmunds- sön, verzlunarmaður, þau velkom- in og afhenti kjörseðla. Góðúr fyrirboði. Er þau gengu aftur út úr kjör- deildinni gleymdi forsætisráðherra hatti sínum á borði við hliðina á kjörklefanum. Blaðamaður Vísis rétti honum hattinn og sagði þá Ólafur: Þetta er góður fyrirboði, að hatturinn varð eftir í kjördeild- inni. Nú var allnokkur fólksstraumur tekinn að streyma að skólanum og mátti þar sjá ýmsa kunna borg ara úr Mið- og Vesturbænum, m. a. Óla í Bíó, Björgvin Hermanns- son smið, Óla Vestmann, prent- smstj., Svein Bjrnsson, stórkaup- mann og fleiri. ^vwwvwvwwwww IBorgarstjóri kýs i Geir Hallgrímsson borgar-1| stjóri greiðir atkvæði f Lang-j, holtsskóla í morgun. (Ljósm.: Vísis I.M.). <[ Sjalfstæðismenn! Kjósið snemmu!

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.