Vísir - 28.05.1962, Blaðsíða 11

Vísir - 28.05.1962, Blaðsíða 11
Mánudagur 28. maí 1962. VISíR 11 147. dagur ársins. \æturiæknu ei ' slvsavarftstof- jnni slrm 15030 Næturvórður lyfjabúða er þessa viku i Ingólfs Apóteki, Aðalstræti 4, gengið inn frá Fischerssundi, sími 11330 • ••••••••••••«• •••♦••, •istiKA.v' f'KVVPw • •••••••••• • • r# • « lítvarpio Fastir liðir eins og venjulega. | 18.30 Lög úr kvikmyndamyndum. 20.00 Daglegt mál (Bjarni Einars- son cand. mag.) 20.05 Tvísöngur Jóhann Konráðsson og Kristinn Þorsteinsson syngja Islenzk tvl- söngslög. Við píanóið Guðrún Kristinsdóttir. 20.45 Upplestur: Kafli úr ævisögu Hannesar Þor- steinssonar þjóðskjalavarðar (Ósk- ar Halldórsson cand. mag.). 21.10 Tónleikar. Hljómsveitarkonsert eftir Kodály (Filharmoníuhljóm- sveitin I Dresden leikur. Heinz Bongartz stjórnar). 21.30 Ofviðrið mikla 27. maí 1952, frásöguþáttur eftir Steinþór Þórðarson bónda á Hala I Suðursveit (Haukur Isfeld flytur). 22.00 Fréttir og veður- fregnir. 22.10 Búnaðarþáttur: Um sauðburðinn (Hjalti Gestsson ráðu- nautur). 22.20 Hljómplötusafnið (Guðmundur Guðmundsson). 23.15 Dagskrárlok. Ýmsslegt HEIÐMÖRK. - Gróðursetning I Heiðmörk er nú byrjuð af fullum krafti, og félögin sem þar hafa svæði til gróðursetningar, tekin að hugsa til hreyfings og sum byrj- uð. Vísir hefur verið beðinn að koma þeim skilaboðum á framfæri að þeim sé heimilt að gróðursetja I Heiðmörk hvaða dag sem er, en hins vegar vinsamlegast beðin að tilkynna það áður I sírna, 13013. Ennfremur skal athygli vakin á því að úr því sem komið er, er æskilegt að plöntunum sé komið niður sem fyrst og að það dragist ekki úr hófi fram. Nú er flestum barnaskólum borgarinnar lokið. Börnin hóp- ast jiú. í sveit og ýmiskonar. vinnu, Sum fara í Vjnnuskóla Reykjavíkur, önnur í skóla- garða borgarinnar. Mikill spenn ingur er nú hjá mörgum barn- anna því að einkunnir eru að jþn ndk.sia, i; . , , jMni^JfVIynd, þessi er af tveim stúlkúm á leið heim úr skólan- Aðulfundur Slóturfélags Suðurlands Fulltrúafundur fyrir allar fé- lagsdeildir Sláturfélags Suður- lands var haldinn að Hlégarði I Mosfelissveit 16. maí. Voru þar mættir 65 af 68 kjörnum fulltrú- um félagsdeildanna. Á fundinum voru kosnir fulltrúar á aðalfund S.S., sem haldinn var I Reykjavík 17. maí. Fundarstjóri á báðum fundunum, var kjörinn Pétur Ottesen, fyrrv. alþm., formaður félagsins, en fundarritarar voru Þorsteinn Sigurðsson, form. Bún- aðarfélags Islands og Páll Björg- vinsson, oddviti, Efra-Hvoli. For- stjóri félagsins, Jón H. Bergs, hdl., flutti skýrslur félagsstjórnarinnar um starfsemi félagsins árið 1961. Haustið 1961 var alls slátrað hjá félaginu 139.254 kindum, og er það 17.813 fjár fleira en árið áð- ur. Slátrað var I sláturhúsum fé- lagsins I Reykjavík, við Laxárbrú I Borgarfjarðarsýslu, Selfossi, Hellu, Djúpadal, Vík og Kirkju- bæjarklaustri. Nautgripa og svína- slátrun var einnig mikil á síðast- liðnu ári, sérstaklega fer fram- leiðsla og sala svínakjöts mjög vaxandi. Seint á síðastliðnu ári, var tekin upp sú nýbreytni, að hafa sérstaka flutningabifreið I förum um sveitir félagssvæðisins, safna þar saman sláturgripum og aka þeim til slátrunar, án sérstaks kostnaðar fyrir innleggjendur. Vörusala verzlana félagsins jókst á s.l ári um 25 af hundraði og var 31 millj. króna, en heildar- vörusala allra starfsgreina nam kr. 133 milljónum, og afurðabirgðir voru, vegna aukinnar framleiðslu, um s.l. áramót 12 millj. krónum meiri en um áramótin 1960 — 1961. Fjárfesting var lítil á s.l. ári, enda hefur á seinni árum verið varið miklum fjármunum til end- urbóta á fasteignum og nýrra véla. Á aðalfundi átti að ganga úr stjórn félagsins Helgi Haraldsson, | bóndi á Hrafnkelsstöðum, og var j ] hann endurkjörinn. Stjórn félags- ; ins skipa nú Pétur Ottesen, fyrrv. j j alþm., formaður, Siggeir Lárusson, j I Kirkjubæjarklaustri, Sigurður j ' Tómasson, Barkastöðum, Helgi Haraldsson, Hrafnkelsstöðum og Ellert Eggertsson, Meðalfelii. Söfnðn lYIinjasarn Reykjavíkurbæjar, Skúlatúni 2. opið daglega frá kl. 2 ti) 4 e. h nema mánudaga Þjóðminjasafni& ei opið sunnu dag þriðjud., fimmtud., og taug- ardag kl. 1.30—4 e. h. Ameriska Bókasafnið, Laugavegi 13 er opið 9 — 12 og 12— 18 þriðju- dagr og fimmtudaga Listasafn Einars Jónssonar er op ið á sunnudögum og miðvikudög- um frá kl. 1,30-3,30. Tæknibókasafn IMSI, Iðnskólan- um: Opið alla virka daga kl. 13 og 19 - Laugardaga kl. 13—15 LítiK athugasemd við úthlutun lista- mannalauna Nýkomið er fyrir almennings- sjónir plagg það, sem greinir frá úthlutun listamannalauna og mætti að vanda margt um það segja. Ekki er það tilgangur höfundar þessara lína að ætla sér að gagn- rýna úthlutunarnefndina, aðeins að benda á tvennt, sem honum virðist furðulegt. Þeir velvísu menn í úthlutunarnefndinni virð- ast ekki enn hafa komið auga á, eða skilið, hve miklu ofar Davíð Stefánsson stendur öllum núlifandi höfundum íslenzkum. Mætti taka svo til orða, að hann gnæfi yfir þá alla, eins og háfjall yfir flatneskju. Verðleika Davíðs virðist nefnd- in ekki skilja, eða vilja viður- kenna, meiri en það að skipa hon- um I flokk með Þórbergi Þórðar- syni og Jóhannesi úr Kötlum, sem fáir munu skilja af hverju munu settir I hæsta iaunaflokk, einkum Jóhannes, og Halldór Kiljan Lax- ness, sem flestir þjóðhollir Islend- ingar telja engrar viðurkenningar verðan af þeirri þjóð, sem hann hefur frá æskuárum svo að segja lifað á að níða. Það er næsta furðulegt að það skáldið, sem fremur öllum öðrum hefur fært þjóðinni hverja bók- menntaperluna annarri fegri, skuli ekki hljóta þá viðurkenningu, sem honum ber af hendi opinberra aðilja. Ekki virðist illa til fundið að listamannaiaun hans séu a. m. k. tvöföld á við þá sem nú eru gerðir honum jafnir. Þjóðin hefir með réttu viðu.- kennt Davíð Stefánsson sem sitt mesta skáld á þessari öld og sómi hennar krefst þess að hið opinbera heiðri hann svo sem vert er. Annað furðulegt fyrirbæri er að úthlutunarnefnd virðist ekki vita af einum okkar bezta snillingi, list- málaranum Ásgeiri Bjarnþórssyni, sem með réttu má setja á bekk með hinum hæstu meisturum s. s. Ásgrími heitnum Jónssyni, Kjar- val, Jóni Stefánssyni o. fl. Mun það og tvímælalaust viður- kennt að Ásgeir er okkar lang- fremsti „portrait“málari — það ©pib .TfrPmAGt* — Ég bjó til uppáhaldsmatinn þinn, — en svo var hann svo bragðgóður að ég kláraði hann sjálf. hljóta allir að viðurkenna, sem séð hafa mannamyndir hans og sem landslagsmálari er hann ekki Iiðléttingur heldur En hann hefir lítt eða ekki fengizt við afkáraskap þann, sem nefndur er „abstrakt- list“, og nú þykir víst fínt, ef dæma má eftir úthlutunarlistanum. Máske er þar að finna skýringu á því, að Ásgeir gleymdist og nefnd- in taldi hann ekki viðurkenningar verðan. Eins má það líka furðulegt. heita, hve nefndin veitir litla viðurkenn- ingu sumum ágætum höfundum t. d. Þorsteini Jónssyni (Þóri Bergs- syni), Jakob Thorarensen, Jakob Jóh. Smára o. fl., sem allur almenn ingur mun telja standa allmiklu framar sem rithöfundar en Moskvuþrílerih'.igarnir, sem áður eru nefndir. Nú virðist úthlutunarnefndin hafa betur en oft áður munað eftir alþýðuskáldunum og er það vel, því þau eiga fyllilega viðurkenn- ingu skilið fyrir sinn hlut í menn- ingu alþýðunnar, eða áttu, og eiga þar ekki minni hlut að en sumir „listamenn", sem virðast vera „justeraðir" af vissum ldíkum, án þess að nokkuj- meðalgreindur maður hafi komið auga á þeirra verðleika. Framh. á bls. 5 Þættirnir um daglegt mál I útvarpinu eru þarflegir. — Væri full þörf að gert yrði meira að því, að benda á málvillur og am- bögur. ■ ■■■■■ R i p K 1) — Rip segðu okkur, hvernig var útlits hér fyrir þúsund árum. 2) — Þeir höfðu miklar blysfarir I að næturlagi. Og síðan færðu þeir skurðgoðum mannfómir. Það er ekki nema hálf öld síðan Reykjavík var hálfdanskur bær og dönskuslettur algengar. Þær hurfa svo smá saman að mestu, en nú er kominn annar fjandi og ekki hinum fyrri betri, og það eru enskusletturnar, og allur almenningur virðist gersam- lega sinnulaus um, hvernig ensk orð hafa orðið algeng I notkun. Ég nefni sem dæmi enska orðið bacon. Kaupmenn auglýsa bacon og fólkið spyr um bacon I kjöt- verzlununum, og bacon er þessi matvörutegund kölluð á heimil- unum. Ég væri ekkert hissa á því, þótt svo væri komið, að fæstir viti að til er ágætt íslenzkt orð yfir þessa matvörutegund, sem er léttsaltað svinsflesk. Getum við ekki notast við orðið flesk? Það er gott og gilt. Hvimleitt er að heyra í útvarpi og sjá í blöðum hve algengt það er orðið, að segja eða skrifa skips- verji, í stað skipverji, sem er rctt málvenja. — Borgari.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.