Vísir - 28.05.1962, Blaðsíða 9

Vísir - 28.05.1962, Blaðsíða 9
Mánudagur 28. maí 1962. V'lSIR I Falleg bók um Rússland A lmenna bókafélagið hóf s.l. vetur útgáfu á bókaflokkn- um „Lönd og lýðir“. Verður þetta löng röð fallegra mynda- bóka um einstök ríki og innan- um myndirnar langar og fróð- legar lýsingar á landi og þjóð- háttum. Fyrsta bókin kom út fyrir jól og fjallaði um Frakkland, önnur er nýlega komin út um Rússland, sú þriðja væntanleg um Ítalíu og svo verður haldið . áfram. Bókaflokkurinn er gefinn út í samstarfi við bandaríska tímaritið Life og hina kunnu ítölsku Mondadori útgáfu, sem prentar myndirnar, en hinn ís- lenzki texti er síðan prentaður £ prentsmiðjunni Odda. Birtast bækurnar þannig á mörgum tungumálum og njóta hvar- vetna vinsælda. Frágangur þeirra er svo til fyrirmyndar að þær eru ásamt listaverkabók- um Ragnars i Smára merkilegur áfangi í íslenzkri bókaútgáfu. Sérstaklega er myndaprentun góð bæði 1 itprent og svart- prent og bækurnar tilvaldar tækifærisgjafir næstum fyrir hvern sem er. Rússlandsbókin er sérléga vel þegin, því að Sovétríkin eru lít- ið þekkt sökum einangrunar og sáralítið að græða á þeim á- róðurslegu kynningarritum, sem Rússar sjálfir dreifa út. Höfundur textans er Banda- ríkjamaður að nafni Charles W. Thayer, sem upplýst er að hafi dvalizt lengi í Rússlandi og hafi sérþekkingu á því sviði. Oókin skiptist niður í nokkra kafla, sá fyrsti gefur yfir- sýn yfir landið, höfuðborgina og sögu þjóðarinnar, annar fjallar um byltinguna, þá kem- ur kafli um stjórnarfarið, þá er lýst verksmiðjuiðnaðinum, land búnaðinum, síðan vikið að dag- legu lífi almennings, hinni nýju stéttaskiptingu, uppeldismálum og skemmtanalifi. Lýsingin er í heild greinargóð og létt yfir henni. Hún er frem- ur ætluðu til skemmtilestrar og tæmir því hvergi neitt efni, heldur gefur einskonar svip- myndir úr þjóðlífinu, — sam- blandi af frásögn ferðamanns, viðtölum við fólkið og ýmsum fróðleiksmolum. Frásögnin er hleypidómalaus, ræðir skyn- samlega Hin margvíslegu vanda mál og opinskátt um þá kúgun og hryðjuverk, sem viðgengizt hafa undir ráðstjórn, án þess þó að fá á sig áróðursblæ. Höf- undurinn leiðir lesandann hvorki inn í austrænar né vest- rænar áróðursstöðvar heldur beint til fundar við rússneska alþýðu Thayer tekst býsna vel upp í mörgum þessara þátta og verð- ur ekki um það villzt, að hann er góður hugsandi rithöfundur. Væri það þeim íslendingum sem aðhyllast kenningar komm- únismans sannarlega til góðs að lesa þessa frásögn vandlega, ekki endilega til þess að snúa þeim, heldur til þess að þeir fái einu sinni sannlega lýsingu á ástandini í þessu höfuðríki kommúnismans í stað þeirra á- róðursglansmynda, sem þeir hafa látið blekkjast af á undan- förnum árum sjálfum sér til sálartjóns. ^il þess að telja upp nokkra beztu þættina sem innsýn veita í málin vildi ég nefna t. d. inngangskafla þar sem lýst er hvernig umhverfið og útsýn- ið út úr gluggum járnbrautar- lestar breytist eftir því sem austar dregur í Evrópu. Lýs- ingin á vandamálum landbún- aðarins er hófsamleg en mjög sláándi og einnig kaflinn er skýrir hina undarlegu verð- myndun í Sovétríkjunum þar sem yfirvöldin selja vissar vör- ur á margföldu framleiðslu- verði, draga þannig úr eftir- spurn eftir þeim vörum, sem hörgull er á og nota hinn geysi- mikla ágóða til fjárfestingar. Lýsingin á lífi rússneskra fjölskyldna er ágæt, þar er sýnd hin nýja stéttaskipun, rætt um hin sálrænu vandamál og upplausn fjölskyldna sem fylgir húsnæðisþrengslunum og loks er komið að þjóðfélags- vandamái, sem nú er að verða erfitt viðureignar, uppkomu nýrar auðstéttar, er lifir í óhófi og svalli m. a. I skemmtibænum Karlsbad í Tékkóslóvakíu. í kaflanum um menntun er rætt um það á eftirtektarverðan hátt hvað bilið milli mennta- manna og almúgans sé miklu meira en tíðkast á Vesturlönd- um, engin leið sé til önnur en menntun, að komast áfram, — þegar unglingur verður að hætta námi í miðjum klíðum er framavonum hans þar með lokið. Dókin er hvorki landfræðileg né staðháttaleg lýsing og ekki um það að sakast. Það er þó galli á henni að ekkert skuli vera vikið að Leningrad, en hún er mikil menningarmiðstöð og vestrænust borga Rússlands. Eigi er heldur lýst hinum gamla söguríka Kænugarði, ekki Donetz-héruðunum, sem eru Ruhr Sovétríkjanna né heldur að neinu ráði nýja iðn- aðarhéraðinu kringum Novosi- birsk, sem er einskonar Kali- fornia Sovétríkjanna með mestri mannfjölgun. Engar upp-- lýsingar er að fá um íbúatölu Moskvu og það gleymdist að lýsa grafhýsi Lenins á Rauða- torginu. Frá sjónarmiði ís- lenzks lesei.da vantar stuttan kafla um Murmansk og hinar miklu fiskveiðar Rússa. Ýmislegt er að athuga við hið sögulega yfirlit. Stofnun Kænugarðs er auðvitað ekkert upphaf rússneskrar sögu Is- lenzkum lesanda þykir undar- legt að ekkert er minnzt á Væringja og menningarsam- skipti Norðurlanda og Rússa sem af þeim Ieiddi. Ekkert er minnzt á Rapallo-samninginn og það hernaðarsamstarf sem síðan tókst milli Rússa og Þjóðverja „áður“ en Hitler komst til valda. Hitt að Stalin hafi skipað þýzkum kommún- istum að ganga £ lið með naz- istum 1930 er vafasamt og á Miinchen-samningnum kemur fram allt að þvi kommúnfsk söguskoðun. I sambandi við kirkjuna er þess ekki gætt að hún hefur aldrei verið pólitiskt afl i Rúss- landi, hvorki á timum keiara né kommúnista. Og ekki er vikið að þeirri hreyfingu andatrúar eða guðspeki, sem nú gengur yfir landið, einkum meðal menntafólksins. Þá held ég að það sé rangt, að skammstöfunarheiti bílaverk smiðjunnar í Moskvu ZIL séu upphafsstafir fyrrverandi for- stjóra hennar. Verksmiðjan hét til slf^p^s tíma ZIS. Það var skammstöfun fyrir Stalins-bíla- verksmiðjumar. Þykir mér ekki ólíklegt að breyting síðasta stafsins úr S í L tákni það ein- faldlega að þær eru nú kallaðar Lenin-verksmiðjurnar, en ekki vissi ég fyrr af þeirri breytingu. IJókin er þýdd af Gunnari Ragnarssyni og Thorolf Smith, en þeir hafa ekki leyst verk sitt nógu vel af hendi. Víða rekst maður á villur eins og að „pillar" sé þýtt pílári eða að nyt úr kúm sé skrifað nit. I einum kafla er notað til skiptis Pétursborg og Pedrograd. Hitt er þó verra að setningaskipun er víða stirð og óíslenzkuleg, oft eins og vanti nógu næma tilfinningu fyrir málinu. Þýð- endurnir hafa bundið sig um of við orðaröð hins enska frum texta. Lakast er þetta í mynda- textunum. Konur vinna algeng verkamannastörf í Rússlandi. Hér sést ein vinna með loftbor í gatnagerð. Mynd úr bókinni Rússland. Tjegar á allt er litið finnur maður hlýju höfundar þess- arar bókar til rússnesku þjóð- arinnar. Frásögn hans ásamt hinum mörgu vel gerðu mynd- um vekur skilning lesandans á því að Rússar eru þrátt fyrir alla pólitikina þekkileg þjóð, evrópsk að menningu en að vísu fátækari og skemmra á veg komin en Vestur-Evrópu- þjóðir. Maður finnur sárt til þess að henni skuli af pólitísk- um misgáningi ekki gefinn kostur á að taka þátt í þeirri efnahagslegu uppbyggingu sem nú á sér stað vestar i álfunni og gætu bætt lífskjör hennar stórlega á skömmum tíma. Þorsteinn Thorarensen. AHUGASÖM BÖRN Börn og unglingar hafa ekki síður áhuga fyrir kosningunum en fullorðna fólkið, ef dæma skal eftir þeim áhuga sem þau sýna við vinnu á kjördag. Mynd in sýnir nokkr. unga Reykvík- inga, sem voru við störf fyrir Sjálfstæðisflokkinn á kjördag. BÆKUR 0G HÍIFUNDARI

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.