Vísir - 28.05.1962, Blaðsíða 15

Vísir - 28.05.1962, Blaðsíða 15
Mánudagur 28. maí 1962. V'lSIR 75 --CECIL SAINl-LAUREN7 _ KARÓLÍNA (CAROLINE CHÉRIE) 44 ana, - þér eruð ljómandi fal- lega vaxin, en það hafa elsk- hugar yðar vafalaust sagt yð- ur? — Elskhugar mínir? — Hamingjan góða, verið nú ekki ergilegar yfir þessu hjali mínu, — hve gömul eruð þér annars? — Nítján og háifs! — Aðdáanlegt — þér eruð svo ungar, að þér eruð stoltar af að geta bætt við: og hálfs. Ég, fyr- ir mitt leyti er komin á þann aldur, er konur segja, að þær séu 25 ára — og segja það nokk- ur næstu ár. En hvar voruð þér í nótt sem leið, þar sem það gerðist, er varð þess valdandi að þér urðuð að fara óvænt án þess að hafa tíma til að klæðast nærfötunum? Karólína var dálítið gröm yf- ir þráa hennar, en var skemmt undir niðri. — Hún næstum gleymdi sér í endurminningunni um það, sem gerzt hafði um nóttina, og hlakkaði í henni, er hún sá fyrir hugskotsaugum sín- um svipinn á konu húsvarðar í broddi ‘fylkingar handtöku- manna, er komið var að tómum kofanum. --- Er það eitthvert leynd- armál hvar þér voruð í nótt sem leið? Ég veit — þarf ekki að geta mér til um með hverjum þér vorúð. — Vesalings Gaston, hann var dasaður í morgun og með bauga undir augunum. — Frú, — það er ekki satt! Hvernig getur yður dottið ann- að eins í hug, herra de Salane- ches er góður vinur mannsins míns ... — Verið nú ekki með þessi látalæti, væna mín — þér kunn- ið ekki að ljúga trúlega. Komið upp í til mín, annars verður yður kalt. Gaston sagði mér þetta líka sjálfur. Það sjást líka merki eftir varir hans á brjóst- um yðar, ég hef jafnan orðið fyrir óþægindum af þessu eftir á, hann er svo tillitslaus hvað þetta snertir ... Karólína kúrði undir teppinu og frú de Coigny gerði slíkt hið sama. Karolína hugleiddi hvort það væri ekki uppspuni, að Gaston hefði sagt, að þau hefðu verið saman um nóttina. En hvað sem Ieið hættunum af af- brýði frúa'rinnar var Karólína undir niðri ánægð, að hún vissi hvað gerst hafði. Hún svaraði engu og frúin hélt áfram: — Óttist nú ekki, að ég reið- ist yður, af því að þér eruð ástfangin af Gaston. Ef ég færi að vera afbrýðisöm út af honum fengi ég ærnu að sinna. Afstaða hans til mín er jafn frjáls og mín til hans. Furðið þér yður á þesu? Ég elska Gaston — á minn hátt er víst réttast að bæta við. Mér þykir vænt um, að hann kemur og heimsækir mig við og við. Hann er að- dáanlegur elskhugi, en það skiptir engu fyrir mig þótt hann eigi vingott við aðrar kon- ur, og sjálf er ég ekkert að draga mig í hlé, ef ég hitti ungan mann, sem mér geðjast að. Það er mikill misskilningur hjá mörgum konum, að mínu áli;«, að gæta þess ekki að láta ekki stjórnast af tilfinninga- semi, þar sem hún á ekki heima. Ef ég girnist mann reyni ég að fanga hann, án þess að verða ofurseld ástartilfinningum. Þér getið lagt aftur augun og sofn- að rólega. Og þér þurfið ekki að óttast að vakna við að glamri í sverðshjöltum, með orðunum: Svikakvendi, stund hefndarinn- ar er upp runnin, og nú skaltu láta lífið! Að vissu leyti dáðist Karólína að frúnni fyrir afstöðu hennar og yfirburðalega framkomu hennar, en samtímis var hún hissa á henni og dálítið gröm. Annars fór ágætlega um hana. Rúmið var hlýtt og gott að finna mjúkt silkið næst hörund- inu. Þær lágu um stund án þess að ræða saman. — Sofið þér?, hvíslaði frú de Coigny. — Um hvað eruð þér að hugsa? — O, hitt og þetta .... — Litli kjáni, auðvitað eruð þér að hugsa um Gaston. Þér getið fráleitt gleymt því, að hann hefur líka verið elskhugi pinn; Ég gæti ímyndað mér, að þér Væruð hræðilega afbrýði- söm. — Já. — Ég er nú kannske óþarf- lega forvitin, en þér þurfið engar áhyggjur af því að hafa, þótt Sigga systir, þá t'áum við ekki lengur að hafa dýragarðinn okkar í friði. - þér trúið mér fyrir öllu, — Hvor ug okkar getur sofnað og því skyldum við þá ekki masa sam- an í skjóli þessarar furðulegu nætur? Hvað er langt síðan af- brýðisemin vaknaði vegna Gast- ons? Karolína fanst allt í einu, að það yrði sér til hugarléttis að svara í fullri hreinskilni. — Ég hefi ekki gefið mig hon um á vald fyrr en í nótt, en ég fann til afbrýðisemi löngu áður. Og svo var þörfin, að segja frá öllu mikil, að hún sagði henni allt sem gerst hafði, alla sína ástarsögu, frá grímudans- leiknum, skógarferðinni, því sem gerðist í klaustrinu — og hún sagði einnig frá því, er hún kom að Gaston og konunni í svefnherbergi hans. — Æptuð þér? greip frú de Coigny fram í fyrir henni. — Já. — Og svo lögðuð þér á flótta, eins og fellibylur væri á hæl- um yðar. Þegar við horfðum á eftir yður út um gluggann sá- um við yður hverfa, — sáum í rauninni aðeins hvítt sjal og ljóst hárið yðar. — Voruð það þér, frú? Já! Þetta kom ónotalega við mig. Og Gaston var mjög undr- andi og gat ekki gert sér neina grein fyrir hver þessi djarfi gest ur mundi vera. Kannske þóttist hann bara vera undrandi, lyga- laupurinn. — Gaston er ekki lygalaupur. Frú de Coigny rak upp skelli hlátur. — Þér trúið mér ekki? Jæja, það er alkunna um alla París, hve sannleikselskur hann er og að ábyrgðarlausari maður í ásta málum er ekki til í allri París. — Nei, það getur ekki verið satt, sagði Karolína, þér haldið þó ekki, að hann kunni að gleyma mér? Frú de Coigny fylgdist af vax andi athygli með því hver áhrif orð hennar höfðu á Karólínu — sá í henni sjálfa sig nokkrum árum fyrr. Allt í einu heyrðist fótatak og barið var að dyrum. Frú de Coigny ýtti Karólínu alveg undir teppið og kallaði: Kom inn! Það var dyravörðurinn. Hann var með Ijósker og gekk næst- um að rúminu. APTEK FLACINIG THE 7IAK0N7 CASK.ET OM A 5tOC<, THE APE- MAN TUKNE7 TO HELP FIGHT THE SHA«! ,U « (W lill. RIM MmU, trt-.r,• ■ r.1 0*1 DUtr. by Unlttd Fntur* Syndlctte. In*i NOW IT ms A 5ATTLE OF SHAK.P SPEAKS AGAIMST A POWEPf UL, SNAPPIMG JAWÍ Þegar apamaðurinn hafði komið demantskörfunni fyrir á klettin- um sneri hann sér að hinu hættu- lega hlutverki, að ráða niðurlögum hákarlsins. Hann hafði oddhvasst spjót að vopni — en í gini hákarls ins voru líka hvassir oddar. Fram- undan var bardagi upp á líf og dauða. Barnasagan gCalli og eldurinn Brunaliðsmennirnir hurfu í skyndi l og Kalli var skilinn eftir undir' gæzlu lífvarðarins Þá sneri hinn æfareiði Ruffiano sér að honum og grenjaði: Næsta sinn. Einn góð- an veðurdag verður Slapzky settur stóliinn fyrir dyrnar. Aumingjans veslingur, sagði Kalli. Þér hafið þegar skaðað hann nóg. Það verð- ur að ríkja friður, svo lengi sem Slapzky er við stjórn, svaraði hirð- markskálkurinn. En hvers vegna voruð þér að sprauta vatni inn, úr því að enginn eldur var þar? spurði Kalli ruglaður. Það byggist á þjóðtrú, anzaði hirðmarkskálk- urinn hugsi, að friður ríki svo iengi j sem eldur logi í húsi Slapzky. Sé I hann slökktur, brennur landið. En leyfið mér að fara með yður til furstans. Hann vill þakka yður fyrir, að þér komuð í veg fyrir bylt/ngu. — Frú, þeir eru komnir frá hverfisstjórninni og vilja kom- ast inn. Ég hefi ekki opnað fyr- ir þeim enn. Ég sagðist vilja tala við húsfreyju fyrst, en þeir kváðust mundu komast inn sjálf ir leyfis- og hjálparlaust. Hvað get ég gert? Hann hafði varla sleppt orð- inu fyrr en málhmhjóð og fóta- glamur heyrðist í húsagarðin- um. — Þarna heyrið þér, þeir biðu ekki eftir að ég kæmi og opnaði fyrir þeim. Nú koma þeir. Nú heyrðist kliður af máli margra manna, sem þustu að dyrunum. — Ég verð að treysta á, að þér segið ekki eitt orð um, að gestur okkar kom aftur? — Ég sver. — Gott og vel, ég skal launa yður, þótt síðar verði. Hlaupið niður í stigann og reynið að stöðva þá. Þegar dyrnar höfðu lokast á eftir honum svifti hún teppinu ofan af Karólínu: — Heyrðuð þér hvað hann sagði? Þetta er skelfilegt! Ég vona, að þér grunið mig ekki um svikráð. Reynið að treysta mér og ég skal ráða fram úr þessu einhvernveginn. Komið og hjálpið mér! Hún greip í rúmdýnuna, sem þær höfðu hvílst á, en hún var þykk og allþung. Reyndi hún að kippa henni til og hjálpaði

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.