Vísir - 13.06.1962, Blaðsíða 4

Vísir - 13.06.1962, Blaðsíða 4
VISIR Miðvikudagur 13. júní 1962. ■\7"ísindalegar framfarir í heim- ~ inum hafa aldrei verið eins örar og nú. Þessi mikla útþensla er á öllum sviðum vísinda og tækni og það er einmitt sérlega eftirtektarvert, hve skjótlega nú tekst að koma hinum visinda- legu uppgötvunum í raunhæfa notkun til þess að auðvelda alls kyns störf og bæta kjör almenn- ings. Þessar miklu framfarir eru að verulegu leyti því að þakka að ný tækni hefur verið tekin í notkun við útreikning og úr- lausnir viðfangsefnanna Það eru hin furðulegu töfratæki, er kallast á ensku „computers", sem valda því að vísindamenn geta nú fengið niðurstöðu rann- sókna sinna á örskömmum tíma, sem áður tók þá marga mánuði, jafnvel ár að vinna úr. „Computers" sem stundum hafa verið kallaðir vélheilar, en hafa nú fengið tækniheitið „raf- reiknar" koma víðar að gagni en við vísindarannsókir, þeir eru notaðir í sífellt vaxandi mæli við alls kyns skýrslugerðir, bók- hald, innheimtu og yfirleitt við niðurröðun og geymslu á hvers kyns upplýsingum, sem annars þyrfti stór og oft óaðgengileg skjalasöfn fyrir. Séu þessar upp- lýsingar geymdar í rafreikni fer minna fyrir þeim og þar verða þær mjög aðgengilegar. Nú er jafnvel svo komið að það er oft farið að meta menn- ingarstig þjóða eftir þvf, hve margir rafreiknar eru í notkun f hverju landi. Vfsindastofnanir, háskólar, opinberar skrifstofur, verzlunarfyrirtæki og verksmiðj ur f helztu menningarlöndunum keppast nú um að fá sér raf- reikna. Með þessum nýju tækj- um opnast nýjar leiðir, já oft algerlega ný viðhorf, því við stöndum við upphaf rafeinda- aldar. Tpyrir nokkru komst Vísir á snoðir um það, að nú liði. ekki á löngu þar til fyrsti Com- puterinn eða rafreiknirinn kæmi hingað til lands. Er það hið heimskunna bandaríska fyrir- tæki IBM, sem mun leigja ís- lendingum hann fyrir sama verð og skýrsluvélarnar sem hér hafa verið í notkun nokkur ár. Fréttamaður Vísis fór til Otto Michelsen forstjóra IBM-umboðs insins hér á landi og ræddi um stund við hann og tvo starfs- menn hans, Helga Sigvaldason og Ingólf Sigurðsson, sem hafa sérstaklega sett sig inn í þessa nýju tækni. — Er mikill munur á þéssum væntanlega rafreikni og þeim IBM-skýrsluvélum, sem hafa ver ið notaðar hér á landi síðustu ár? — Já, það er geysilegur mun ur á þeim, svarar Otto. Skýrslu vélarnar eru það sem kallað er elektromekanískar. Þær ganga fyrir rafmagni, en starfa eins og venjulegar reiknivélar með fjölda tannhjóla og er hjólunum skipt niður eftir tugakerfinu. Þær eru auðvitað miklu meiri tæki og fullkomnari en venju- legar reiknivélar og byggist það einkum á því að hægt er að mata þær á viðfangsefnum, skýrsluefni eða reikningsdæm- um með svokölluðum gataspjöld um. Úr slíkum viðfangsefnum geta þær unnið á tiltölulega skömmum tíma og marka þvf m. a. mikla framför f skýrslugerð frá því sem áður var. En þær hafa lítið sem ekkert hæfi til að geyma eða muna upplýsingar. Öllum þeirra aðgerðum þarf að stjórna að utanverðu frá hnöpp- um eðagataspjöldum. Þegar þær ' hafa lokið einum lið f re'iknings dæminu þarf að hafa millifærslu og mata þær aftur á niðurstöð- unni á þessum lið, til þess að þær geti haldið útreikningnum áfram. Ts,omputer eða rafreiknir vinn- ur með allt öðrum hætti segir Helgi Sigvaldason. í hon- um eru ekki notuð tannhjól með sama hætti og í reiknivélum og hann byggir ekki á tugakerfi, heldur á tvítölukerfi. Talna- geymslur hans eru örlitlir seg- ulkjarnar, sem breyta stöðugt um segulstefnu eftir því hvort þeir geyma jafna eða staka tölu, en skila stækkun síðan yfir í næsta segulkjarna. En hraðinn sem þessir segulkjarnar vinna Hér sést hinn nýi rafreiknir, sem innan skamms kemur hingað til lands af tegundinni IBM-1401. með er gífurlegur eða allt að milljón breytinga á sekúndu. Meðan skýrsluvélarnar eru oft allengi að hjakka á því dæmi, sem þeim er fengið til úrlausn- ar, getur rafreiknirinn gefið nið- urstöðu svo að segja á svip- stundu. Hann getur unnið þús- und sinnum hraðar en elektro- mekanísk skýrsluvél. Þá er það einkenni rafreiknis, að hann getur geymt skipanir í talnageymslum sínum um það — Tpr þó ekki nokkur sam- líking á starfi manns heilans og rafreiknisins? — Jú, það er margt lfkt með þeim. En í samanburði við vél- ina skilur maður fyrst hve feiki lega nákvæmt og margbrotið tæki mannsheilinn er. Hversu fullkomin sem rafeindatæknin verður getur hún aldrei fram- leitt slíkt undrakerfi sem minn- isstöðvar mannsheilans eru. Og vélar munu ekki geta öðlast þann uppruna viljans og hugsun hvernig hann á að meðhöndla dæmið og einmitt þess vegna getur hann notað sjálfa skipan- irnar sem forsendu í dæmi og umreiknað upprunalegar skipan ir sínar og fengið nýja skipun sem niðurstöðu, og getur haldið áfram að framkvæma hana. Þess vegna hafa sumir kallað þessar vélar vélheila af þvf að þær stjórna sér sjálfar, en ekki teljum við það heppilegt heiti, því að auðvitað er vélin búin að fá sín fyrirmæli áður, hvað hún eigi að gera. Helgi Sigvaldason, Ottó Michelsen forstjóri og Ingólfur Sigurðsson. arinnar sem mannsheilinn keym ir. En einkenni rafreiknis er þó að hann hefur stórar geymsl- ur eða eins konar minni fyrir upplýsingar. Fyrir einhliða upp- lýsingar geta þessar geymslur jafnvel verið miklu meiri en í mannsheilanum, svo sem fyrir talnaraðir og formúlur. Annars er þetta náttúrlega mjög mis- jafnt eftir tegund og stærð raf- reiknisins. En jafnvel , sá raf- reiknir sem hingað kemur, getur þótt hann verði af minnstu gerð geymt þúsundir upplýsinga. — Fjar sem rafreiknirinn á að koma í staðinn fyr- ir skýrsluvélarnar, sem notaðar hafa verið hér, getið þið útskýrt til hvers skýrsluvélarnar hafa verið notaðar hér á landi? — Það er fyrirtækið Skýrslu- vélar ríkisins og Reykjavíkur- borgar, sem reka þær, segir Ing ólfur Sigurðsson. Þar geta svo ýmsir aðiljar notfært sér þær. Oftast er því hagað svo, að hver sá aðili sem vill notfæra sér vélarnar fær sér svokallaðargöt unarvélar, þar sem upplýsingarn ar er vinna á úr eru „gataðar“ á pappaspjöld. Geta gatavélarn- ar bæði merkt stafrófið og talna röðina. fíðan eru gataspjöldin send til skýrsluvélanna, sem reikna úr þeim og skrá upp- Iýsingarnar og niðurstöðu á pappír. — Rafreiknir sá sem hingað kemur getur einnig unnið úr gataspjöldum, en er miklu fljót- virkari við það en skýrsluvél- ■irnar. — Hverjir hafa helzt notað skýrsluvélarnar? — Það tru fyrst og fremst þrír aðiljar: Hagstofan, Raf- magnsveita Reykjavíkur og Landssíminn. Hagstofan hefur notað þær við skýrslugerð, fyrst og fremst við þjóðskrána. Er það skemmti leg tilviljun, að Þorsteinn Þor- steinsson fyrrum hagstofustjóri varð fyrstur til að flytja inn handreikna (kalkulatora), — og það var einnig hann sem beitti sér fyrir þvi að skýrsluvélamar voru fluttar inn. /1 llt reikningshald og inn- heimta Rafmagnsv. Reykja- víkur er gert með skýrsluvél- unurh og sama er að segja um Landssímann. Vélarnar hafa flýtt feikilega fyrir innheimtu og sparað vinnukraft hjá þess- um stofnunum. Áður unnu t.d. 20 stúlkur stöðugt við að reikna út og skrá símareikningana. Síð- an hefur símnotendum fjölgað stórlega, en nú getur einn mað- ur unnið verkið. En þess ber að geta að jafnframt hefur verið tekin upp ný aðferð við mæla- lestur hjá símanum, sem spar- ar mjög vinnukraftinn, þar sem sá er les á mælana færir álest- urinn beint inn á gataspjöld. Áð ur sátu stúlkurnar í hóp og skrifuðu niður endalausar raðir af tölum I bókhaldsbækur og á reikninga. Nú vinna gataspjöld in og skýrsluvélarnar það verk. IBM-gataspjöld er ennfremur farið að nota við Landsbankann, Útvegsbankann, Verzlunarbank- ann og hjá SÍS við reiknings- hald og stefnir hvarvetna að aukinni notkun þessara tækja. — Eru slíkar skýrsluvélar eða rafreiknar notaðir við manntal víðar um lönd eins og hér á ís- landi? — Já, auðvitað, svarar Otto Michelsen. Rafreiknar hafa t.d. komið að góðum notum við manntalsskýrslur í Bandaríkjun um. Þar er það siður að taka allsherjarmanntal á 10 ára fresti. Árið 1880 voru 50 millj. ibúar f Bandaríkjunum og tók þá 7 ár að vinna úr manntal- inu. Nýjar skýrsluaðferðir voru fundnar upp og þegar manntal var tekið 1890 voru íbúarnir komnir upp í 62 milljónir og tók þá 2 y2 ár að vinna úr manntal- inu. Nú er íbúatala Bandaríkjanna komin upp í um 180 milljónir og myndi taka mörg ár að fá niðurstöðutölur ef rafreiknar væru ekki notaðir og ljúka þeir verkinu á 7 mánuðum. TTafa skýrsluvélarnar A verið notaðar nokk- Framh. á 10. síðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.