Vísir - 13.06.1962, Blaðsíða 15

Vísir - 13.06.1962, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 13. júní 1962. V'lSIR 15 ) CECIL SAINT-LAURENT M (CAROLINE CHERIE) 55 að það vísaði ekki vegfarend- um á þau, og skrifuðu nöfn á vegabréfin. Karólína hlaut nafnið Charles Aimon og sök- um þess hve andlit hennar var unglegt og röddin björt var hún skráð 16 ára. Hún veifaði vegabréfinu svo að skriftin þornaði sem fyrst og stakk því svo á sig. Hún hafði tekið sína ákvörð- un, en lét ekkert uppi um hana, labbaði út í horn og lagðist þar fyrir, og þótt hún skylfi af kulda tókst henni að sofna, en hennar seinasta hugsun, áður en svefninn seig á augu hennar var þessi: — Ég verð að vakna á undan hinum, taka pyngju Georges og leggja af stað á eigin spýtur — og svo geta hin bjargað sér sjálf úr þeim vanda, sem þau eru komin í, vegna brjálæðislegra skoðana sinna og tiltekta. XVI. kapítuli. Albancet. Karólína framkvæmdi ákvörð- un sína. Hún hafði vaknað snemma og öll hin sváfu enn föstum svefni. Hún hikaði dá- lítið andartak, er hún sá Ge- orges liggja þarna sofandi og eiga sér einskis ills • von frá henni, en tók brátt hiklaust pyngju hans. Þó skildi hún eftir helming fjárins, sem í henni var. T A R Z A N Svo læddist hún út úr skúrnum. Þegar hún hafði gengið hálfa klukkustund eða svo fann hún til svengdar. Hún var enn í út- hverfi Bordeaux. Klukkan er orðin hálfsjö og menn voru að koma á stjá. Hún hugsaði um það eitt að komast frá Bordeaux því að henni fannst alltaf sem ótal augu mændu á sig. Og loks var Bordeaux að baki. Kippkom utan borgarinnar fór hún inn í •krá og bað um kjötrétt, brauð og vín. Húsfreyja var þarna sjálf við afgreiðslu og virtist \ allhnýsin og fór að ræða við ; hana um leið og hún lagði á borðið. — Ætlar þú til Libourne, drengur minn, eða hvað? spurði hún. — Já, jú .;. það er þangað, sem ég ætla. Húsfreyja horfði á hana — með grunsemd í augum, að því er Karólínu fannst. En svo mas- I aði konan um veðrið og Karó- I lfna varð rólegri. Hún sat þarna j alllengi, hlustaði á fuglana, sem sungu á greinum trjánna fyrir utan krána, og hlátur og köll barna, sem voru komin á Istjá og voru að leika sér. Og eins og oftast hugsaði hún um Gast- on. Mundi fundum þeirra bera saman aftur? Og nú fannst henni það eitt skyggja á ham- ingju sína, að hann var hvergi nálægur. | Þegar hún hafði matazt og greitt fyrir sig gekk hún út og kom þar auga á vagn með hesti l fyrir. Hún gat ekki stillt sig um j að ganga að hestinum og klappa honum. — Það þýðir nú lítið að vera að klappa þessari dróg, sagði ekillinn sem kom út í þessu, ung i ur, sólbrenndur, hraustlegur ná- i ungi og góðlegur. i -— Ég get sagt þér það, bætti hann við, að það er enginn leið, i hvorki með góðu eða illu til þess að fá hana til þess að fara greitt. Þau fóru að rabba saman. Hún komst að því, að hann átti heima í Bordeaux, og þar átti hann f akstri milli Bordeux og Limoges, þar sem hann legði | sér herbergi til að sofa í. i — Ég átti annars ágætis hest, sagði hann, en áhangendur Marats stálu honum, og nú verð ég að notast við merarskratt- ann. Og veiztu hvað, þeir bara fóru inn í hesthús — og tóku hestinn. Ég fór á eftir þeim og sagði kerskinn, að þeir gætu tekið merina og þyrftu ekki einu sinni að þakka fyrir, og svo tók ég sófl og ætlaði að reka þessa náunga út, en þeir drógu þá upp skammbyssu, bölv aðir, og kölluðu mig samsæris- mann, og hótuðu að varpa mér í dyflissu í Trompette-kastala. Og svo létu þeir mig fá plagg upp á það, að þeir hefðu tekið hestinn í þágu lýðveldisins. — Karólína gladdist yfir beiskju hans. Hún ályktaði, að vegna hennar mundi hann ekki svíkja hana, þótt hann kæmist að því hver hún væri. Hún sagði hon- um, að hún væri á leið til Par- ísar, hún væri yngsti sonur, for- eldra sinna, og þau væru mörg systkinin, samlyndið ekki gott og því hefði hún farið að heim- an upp á eigin spýtur. Þegar hún hafði sagt honum þessa skröksögu svaraði hann. I — Heyrðu, þú þarft ekki að labba. Þú getur fengið að sitja f hjá mér til Limoges. Mér þykir gaman að hafa einhvern að spjalla við og mér fellur bara vel við þig. Karólína fékk sér sæti á kassa fyrir aftan hann og hugsaði sem svo, að slíkt tækifæri hefði hún I aldrei fengið, ef hún hefði ekki laumast frá Georges og hinum i — og var mjög fjarri því, að hún sæi eftir því. Ekillinn hafði raulað vísu og sagði svo allt í einu: — Ég heiti Francois — hvað heitir þú? — Charles. — Ertu með vegabréf? j — Já. ) — Jæja, það skiptir engu, en þú ert ekki einu sinni hálfmynd- ugur, það er ég viss um. Ef foreldrar þínir létu nú grennsl- ast eftir þér? — Við skulum annars ekki vera með neinar vangaveltur yfir því, ég segi bara að þú sért frændi minn, og mig þekkja allir. Og svo fór hann að raula sömu vísuna og áður. Þau neyttu hádegis í krá nokk urri og héldu svo áfram í áttina til Coutras. Varðmaður við borg arhliðið ætlaði að krefjast vega- bréfs, en hætti við það, þegar hann sá að það var Francois. — Hvað, eru búinn að fá þér aðstoðartnann? — Hann er frændi minn, pilt- urinn, og ég ætla að kenna hon- um .... — Kenna honum, ha ha . ,. , það verður víst eitthvað fallegt sem hann lærir af þér. Hvernig er það, eru skrúfur lausar í höfð um foreldra hans, að fela hann í umsjá slíks lærimeistara sem þú ert? Hann verður ekki lengi að læra sitt af hverju, piltur- inn .... Þegar til Coutras kom fóru þau í krá, þar sem hægt var að fá bæði mat og gistingu. Karó 'ANP NOWl' SHOUTEP THE CHIEP. "SO TO YOU£ TENTS- KEST WELL ANF STKENSTH—‘ FliK VanBuM4 „ CilAMO UHK6 Uppnumdir af sjóninni hlustuðu , ingja síns, Zatar Khan. „hgldið þið allir til tjalda ykkar í fyrramálið hefst baráttan“. nú Mongólarnir áfjáðir á orð for- I „Og nú“, hrópaði foringinn, I og safnjð kröftum, Þvl að snemma I Barnasagan Kalli og eldurinn „Þetta er handa j ór, þú ófyrirleitni þrjótur, hrópaði Kalli, „og mundu næst að þegja, því eldurinn er svo sannarlega ekki slokknaður". „En ég sá það sjálfur með mín- um eigin augurn", svaraði greifinn. r& ' " o „Húrra“, hrópaði mannfjöldinn. „Hvar er eldurinn?" Kalli kallaði á stýrimanninn og skipaði honum að ganga fram fyrir fólkið. „Hér er eldurinn" hrópaði Cappy og benti á pípu stýrimannsins. Mannfjöldinn hrópaði upp í gleði sinni, og bar stýrimanninn i gullstól . KRAK. En nú hafði hinn sífelldi pípu- reykur borið stýrimanninn ofur- liðið, honum svimaði, inijsti jafn- vægið og féll niður. Pípan datt úr munni hans, og eldurinn hvarf á svipstundu. Þegar stýrimaðurinn var hjálpað til að standa upp aftur, hafði hann ekki minnstu hugmynd, hvað orðið hafði af pípunni. lína heimtaði að fá að borga fyrir matinn, í þakklætis skyni i fyrir að fá að sitja í, og hreyfði ’ Francois engum mótmælum. Hann var líka farinn að daðra jvið aðra frammistöðustúlkuna í kránni og búinn að setja hana á kné sér og fór Karolína nú (að skiljast hvað varðmaðurinn ) hafði átt við, þegar hann ræddi i um lærimeistarahæfileika hans. Francois stakk því nú að „Charles“, að hann hefði „pant- að herbergi fyrir tvo, því að það væri billegra“. Karólínu varð ekki um sel, því að ekki mátti hann gruna neitt og þegar þau fóru í háttinn afklæddi hún sig í dimmasta skotinu á her- berginu og sneri sér frá honum — og ekki áræddi hún að fara úr milliskyrtunni. En eitthvað hafði hann verið að gefa henni gætur, því að allt í einu kleip hann hana í annað lærið. — Hver skyldi trúa, þú ert bjartur á hörund og lærin mjúk sem á ungri mey! En hann hafði ekki fleiri orð um og svo lögðust þau til hvíld- ar, hvort um sig í sínu rúmi. Daginn eftir risu þau árla úr rekkju til þess að komast til Périgueux fyrir kvöldið. Franco- is sagði henni, að þar yrði mikil hátíð þennan dag og þegar þau nálguðust bæinn óku þau fram á hvern hópinn af öðrum af ungu fólki, sem var á leið á skemmtunina. Þau voru komin þangað um sexleytið. Þarna var mikill fjöldi fólks úr nærsveitunum og ekki verið að fást við neina vega- bréfaskoðun. Karólína hjálpaði Francois að spenna frá. Hún varð þess vör af tali manna, að áhuginn var lifandi fyrir lýð- veldinu, og sumar ungu stúlk- urnar voru enda með stórar af- skræmislegar brúður, sem áttu að tákna fjendur lýðveldisins. Þau settust fyrir utan vínstofu nokkra er þau höfðu tryggt sér gistingu og báðu um vín, og þegar tvær ungar stúlkur gengu þar fram hjá ávarpaði Francois þær og bauð ’þeim upp á glas, og þáðu þær það. Hann virtist eldfljótt fá áhuga fyrir annarri, og hún fyrir sitt íeyti var ekk- ert að aftra því, að hann tæki utan um hana og kyssti hana. Og meðan sigurvegarinrt Francois gaf sig að stúlkunni, sem svo skyndilega hafði vakið hrifni hans, virti Karólína hina betur fyrir sér. Henni þótti gam- an að leika sitt hlutverk sem piltur og kyssti hana allt í einu á hálsinn. Og svo fóru þau öll brátt niður á bakka Isle, fundu þar matsölustað og neyttu kvöld verðar. Það var hlýtt í veðri, þótt komið væri fram í október,

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.