Vísir - 13.06.1962, Blaðsíða 8

Vísir - 13.06.1962, Blaðsíða 8
8 VISIR Miðvikudagur 13. júní 1962. Otgefandi Blaðaútgáfan VISIR Ritstjórar: Herstein, Pálsson Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri Axel Thorsteinsson Fréttastjóri Þorsteinn ö. Thorarensen Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3. Áskriftargjald er 45 krónur á mánuði. 1 lausasölu 3 kr. eint. — Sím: 1166C (5 línur). Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f. -------——/ Hagur borgarinnar Hin nýkjörna borgarstjórn Reykjavíkur hélt fyrsta fund sinn í síðustu viku, og voru meðal annars lagðir fram reikingar borgarstjórnar fyrir síðasta ár. Sýndu þeir, eins og menn raunar vissu, að hagur borg- arinnar stendur með miklum blóma, og hefir málefn- um hennar verið stjómað af festu, fyrirhyggju og framsýni að undanförnu. Eru það engar ýkjur, að málefnum höfuðborgarinnar er betur stjórnað en nokkurs bæjarfélags á landinu. Allir vita, að Reykjavíkurborg heldur uppi mikl- um framkvæmdum allan ársins hring, enda margt sem kallar að í borg, sem er í miklum og örum uppgangi, fólkið streymir til úr ýmsum áttum og verkefni verða til svo að segja á degi hverjum. En þrátt fyrir þær miklu kröfur, sem allar þessar margvíslegu fram- kvæmdir hljóta að gera til útgjalda úr sameiginlegum sjóði borgaranna, hefir tekizt að halda rekstrarútgjöld- unum innan þess ramma, sem þeir var settur með f jár- hagsáætlun síðasta árs. Þau urðu raunar um 7,3 millj. króna undir áætlun eða 2,66 af hundraði. Jafnframt var svo hægt að grynna á skuldum borgarsjóðs, svo að nam næstum fjórum milljónum króna, og loks juk- ust eignir borgarinnar á fjárhagsárinu um hvorki meira né minna en rúmlega 115 milljónir króna. Enginn maður, sem er ekki gersamlega blindaður af ofstæki og hatri á þeim, sem borginni stjórna, getur gengið þess dulinn, að vel er á málum haldið, þar sem þróunin er þannig. Og engum getur heldur dulizt, að slíka útkomu er ekki hægt að sýna nema þar sem haft er í huga í senn: Annars vegar að hafa nánar gætur á þörfum borgaranna í vaxandi borg, og jafn- framt að ganga ekki of nærri gjaldþoli þeirra. Og mönnum skilst líka í þessu sambandi, að ósamstæður meirhluti margra flokka mundi ekki geta sýnt þann árangur, sem samstilltur, ábyrgur meirihluti Sjálf- stæðisflokksins getur sýnt fram á. Fylkingar i borgarstjórn En fleira kom fram á þeim borgarstjórnarfundi, sem haldinn var í síðustu viku, því að þar skipuðu framsóknarfulltrúarnir sér í fylkingu með kommúnist- um. Kusu þeir saman í allar nefndir og trúnaðarstörf, og var þjónkun framsóknarmanna við hina rauðu vini söm við sig. Þeir, sem hafa ef til vill gert ráð fyrir, að fram- sóknarmenn mundu ætla að breyta eitthvað stefnu sinni og láta þjóðfylkingarbænir kommúnista sem vind um eyrun þjóta, mega nú vita, að allt er sem fyrr. Framsóknarflokkurinn er í þjónustu kommúnista þegar hentugt þykir. ■ ■ ■ ■ ■ I !_■ ■ _■ ■ U_■_■ I nei, hér er aðeins um vináttu að ræða, segir Macmillan þegar frú hans Diefenbaker kemur í herbergið þar, sem hann sængar með ungfrú Evrópu. Skopmynd úr Observer. Samveldislöndin fá ekki sérstöðn á FvrónummkaSi Samningarnir um aðild Breta að Efnahagsbandalaginu hafa nú hlaupið í baklás eftir að stjórn bandalagsins hefur hafn- að öllum tillögum Breta um að Samveldislöndin Kanada, Nýja Sjáland og Ástralía fái sérstaka aðstöðu varðandi innflutning landbúnaðarafurða til bandalags ríkjanna. Neitun sex-ríkjabandalagsins var afdráttarlaus og var beiðni Breta hafnað þar sem hún væri ósanngjöm. Ný tillaga Enn hafa verið boðaðir nýir fundir milli fulltrúa Breta og Efnahagsbandalagsins og verða kannaðir möguleikarnir á að semja nýja tillögu, sem fjallar um það, að sérstaða samveldis- ríkjanna skuli gilda til ársins 1970, en áður höfðu Bretar ósk- að þess, að sérstaða þeirra yrði um ótakmarkaðan tíma. En það er alls óvíst að sú tillaga komi að gagni m.a. vegna þess, að Samveldislöndin telja sig ekki geta fallizt á neina slíka tíma- takmörkun. Éftir þetta er allt í óvissu um aðild Breta að Efnahagsbanda- laginu. Menn spá því þó frekar að Macmillan muni halda áfram stefnu sinni að ganga í banda- lágið og það þótt Samveldislönd in verði ekki með, en sá róður getur orðið rnjög erfiður. Þegar eru sterk öfl í Bretlandi, sem vinna gegn þátttöku í Efnahags- bandalaginu og þar sem nú virð- ist loku fyrir það skotið að for- réttindi Samveldisríkjanna verði vernduð, mun andspyrnan auk- ast mjög mikið. Nýja Sjáland á erfitt uppdráttar í -viðræðum um aðstöðu Sam- veldislandanna hefur það komið fram að Nýja Sjáland hefur al- gera sérstöðu og er hugsanlegt að stjórnendur Efnahagsbanda- lagsins vi'ji veita Ný Sjálending um miklar ívilnanir. Vakti mál- flutningur Ný r'jálendinga mikla athygli. Þeir halda því fram að land þeirra verði gjaldþrota, ef tekin verði af því forréttindi þau sem það nýtur í Bretlandi. Framleiðsla Nýja Sjálands er mjög einhliða og byggist öll af- koma ismanna á viðskiptum við Breta. Nýsjálendingar sjá enga leið til að breyta svo efna- hagskerfi sínu og framleiðslu á átta árum að þeir geti staðizt þá f ikilegu breytingu sem myndi fylgja inngöngu Breta í Efnahagsbandalagið. ' Herma öruggar fréttir, að stjórn Efnahagsbandalagsins sé mjög hliðholl Nýsjálendingum og undirbúi sérstakar reglur fyrir þá. Þeir fást hins vegar ekki til að birta þessar sérregl- ur, því að þá sé hætt við að Ástralíu- og Kanadamenn hlaupi upp og heimti sömu reglur fyr- ir sig. En stjórn Efnahagsbandalags- ins lítur svo á, að allt annað gildi um Ástrálíu og Kanada, þar sem atvinnulíf þeirra er miklu fjölbreyttara og þessi lönd sterkari á svellinu. Engin sérstaða Það er skoðun stjórnar Efna- hagsbandalagsins, að vandamál Kanada og Ástralíu verði ekki leyst ein sér, heldur verði þau að leysast í sambandi við með- ferð á almennum viðskiptum við umheiminn Saman við það koma andamál um afstöðu Bandaríkjanna til Efnahags-. bandalagsins og einnig afstaðan til fyrrverandi nýlenda Frakka og Belgíumanna í Afríku, en ólíklegt þykir að Ástralía og Kanada fái betri aðstöðu en þær. Þess verður ennfremur að að geta, að vafasamt þykir að gefa þessum tveimur samveldis- löndum betri aðstöðu en ýmsum fátækum og vanþróuðum ríkjum í suðlægum álfum. Þegar allt kemur til alls benda þvi líkur gegn því, að Efnahags- bandalagið fáist til að veita brezku samveldisríkjunum sérstöðu vegna þess eins að þau hafa haft forréttindi í viðskipt- um við Breta. Því er hætt við að fjandskapur Ástralíu- og Kan- ada-manna við Efnahagsbanda- lagið aukizt og þessar þjóðir setji Bretum tvo kosti, þeir verði að velja annað hvort um Samveldið eða Efnahagsbanda- lagið. í Samnin~ar BSRB Á fundi sínum síðastl. fimmtu- dag valdi stjórn B.S.R.B. til trún- aðarstarfa þeirra, sem ákveðin eru í lögum um kjarasamninga opin- berra starfsmann;\ í kjararáð, er fer með samninga af hálfu banda- lagsins, voru valin: Kristján Thorlacius formaður B.S.R.B., Guðjón B. Baldvinsson gjaldkeri hjá Landsíma islands, Magnús Þ. Torfason prófessor, Teitur Þorleifsson kennari. Valdir voru jafnmargir vara- menn í Kjai'aráð og eru þeir: Jón Kárason aðalbókari, Anna Lofts- dóttir hjúkrunarkona, Páll Háfstað fulltrúi, Flosi Sigurðsson veður- fræðingur, Valdemar Ólafsson flug um'jrðarstjóri. Þá var skipaður fulltrúi B. S. R. B. í Kjaridóm til fjögurra ára: Að- almaður: Eyjólfur Jónsson skrif- stofustjóri. Varamaður: Magnús Eggertsson lögregluvarðstjóri.. í Kjaranefnd voru skipuð af bandalaginu: Aðalmaður: Kristján Thorlacius form. B.S.R.B. Vara- maður: Valborg Bentsdóttir skrif- stofustjóri og ákveður þing B. S. R. B. um lengd kjörtímabils kjara- nefndarmanna. Samkvæmt lögum um kjara- samninga, er ákveðið að samning- ar geti hafizt 1. ágúst n. k. Bandalagsstjórn hefir því fyrir nokkru hafið undirbúningsstarf, og ráðið í því skyni starfsmenn

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.