Vísir - 13.06.1962, Blaðsíða 9

Vísir - 13.06.1962, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 13. júní 1962. VISIR Skin og skúrir. í sögu íslenzku þjóðarinn- ar hafa skipzt á skin og skúr- ir, góðæri og hallæri. í hin- um erfiðu árum hefur þjóðin orðið að þola þungar búsifj- ar, örbirgð og atvinnuleysi, sult og seyru. Þegar aftur hefur birt upp. náttúran orðið mild og örlát á ný, hafa hin erfiðu ár oft verið furðu fljót að gleymast. í góðærum hefur því verið of lítill gaumur gefinn að safna til mögru áranna, til þess að létta þjóðinni þær þrautir, sem yfir hana dynja, þegar harðnar í ári. Miklum hörm- ungum hefði mátt forða, á undangengnum -öldum, hindra hungursneyð, létta byrðar, hefðu hin góðu árin verið notuð til þess að safna í komhlöður. Langt er nú liðið síðan haf- ís og hamfarir náttúrunnar hafa valdið hungri og mann- felli á íslandi. Vonandi verð- ur þess langt að bíða, að slík- ar hörmungar heimsæki þjóð- ina á nýjan leik, enda er að- staða öll önnur og betri nú en fyrr til þess að afstýra eða draga úr þeim. ★ Góðæri vara ekki eilíflega. En íslendingar mega ekki gleyma því, að góðæri vara ekki eilíflega. Það verður að reikna með því, að góð ár og erfið skiptist á. Aflaleysi, ó- Gunnar Thoroddsen, fjármálaráðherra: /goðærí á að sahta til erfiðu árama gæftir, óþurrka, náttúru- hamfarir, verðfall afurða og fjölmarga aðra uggvænlega atburði getur að höndum bor- Gunnar Thoroddsen. ið, og þjóðin þarf að vera við- búin að mæta þeim. Umræður fyrir fyrir þrjátiu árum. Fyrir þrjátíu árum var sú hugsun ofarlega á baugi, að rfkissjóður ætti í góðæri að hafa nokkurn tekjuafgang, leggja hann til hliðar, safna til mögru áranna. Þegar harðna kynni 1 ári og at- vinnulíf að dragast saman, átti ríkissjóður að ráðast í meiri verklegar framkvæmd- ir og skapa aukna atvinnu. Lög um jöfnunarsjóð. Þessar umræður leiddu til þess, að á árinu 1932 voru sett Iög um Jöfnunarsjóð. (Ekki má blanda honum sam- an við Jöfnunarsjóð sveitar- félaga, sem veitir viðtöku hluta af söluskatti og lands- útsvörum og jafnar þessum tekjum milli sveitarfélag- anna). Lögin frá 1932 um Jöfnun- arsjóð mæla svo fyrir, að þegar tekjur ríkissjóðs fara fram úr lögboðnum og óhjá- kvæmilegum greiðslum, og handbært fé ríkissjóðs fer fram úr tiltekinni upphæð, skuli leggja tekjuafganginn í Jöfnunarsjóð. Fé hans má að- eins nota til þess 1) að greiða tekjuhalla, sem verða kann hjá ríkissjóði, 2) að veita fé til fram- kvæmda, er áætlaðar tekj- ur í fjárlögum nægja ekki til framkvæmda, sem svara að minnsta kosti meðaltali 5 síðustu árin. 3) að greiða auka-afborganir af skuldum ríkissjóðs. Orð Jóns Þorlákssonar. Um þetta merka mál fór- ust Jóni Þorlákssyni svo orð á Alþingi 1931: „Ég álít, að frumvarpið ... feli að talsverðu leyti í sér þær grundvallarreglur, sem þarf að fylgja til þess að fjármálastjómin verði heil- brigð hér í okkar landi, þar sem afkoma atvinnuveganna og ríkissjóðs er svo mismun- andi frá ári til árs.“ „Frumvarpið ætlar Jöfnun- arsjóði þrjú verkefni, sem mér finnst öll eðlileg verk- efni fyrir slíkan sjóð, svo að ekkert megi undan ganga.“ „Ég er þess vegna í aðal- atriðunum ánægður með frumvarpið eins og það er og er sannfærður um, að það verður okkur til hagnaðar, ef það verður að lögum og kom- andi stjórnir framfylgja því eins og það er.“ ★ Ef til vill hefur falizt í nið- urlagsorðum Jóns Þorláks- sonar hugboð um, að ríkis- stjórnir myndu verða tregar til þess að framfylgja lögun- um, — óska heldur að ráð- stafa tekjuafgangi eftir hent- ugleikum, án tillits til fyrir- mæla laganna. Reynslan segir sína sögu. í 30 ár, sem liðin eru síðan lögin voru sett, hefur engin ríkisstjórn framkvæmt þau. Væri það ekki viturlegt, að halda upp á 30 ára afmæli þessara merku laga, með því að hrinda nú í framkvæmd þeim hyggilegu og framsýnu hugmyndum, sem lögin um Jöfnunarsjóð hafa að geyma, að safna í sjóð til erfiðu ár- anna? Fjaðrapenninn á lofti allan daginn Mikil aðsókn hefur verið að sögulegu sýningunni i Miðbæjar- skólanum, sem var opnuð sl. föstu- dag, eins og getið var í síðasta laugardagsblaði. Má segja, að alla dagana hafi legið straumur fólks niður í Miðbæjarskóla. Var það sem að líkum lætur fólk á öllum aldri, og munu þar ekki hafa verið fæstir ungir nemendur og gamlir, jafnvel eldgamlir, og svo fólk á öllum aldri þar á milli. Mörgum þótti sérstaklega skemmti legt að skrifa nafnið sitt í gesta- bókina, en fjaðrapennar eru hafðir til reiðu í því skyni. Á fimmta þúsund manns hafa nú skoðað sýn inguna og á 8. hundrað skrifað nafn sitt £ gestafcúkina. Aðgangur að sýningunni, sem fær almannalof, er ókeypis, en merki sýningarinnar, mjög snoturt, er selt á 10 kr., og má fullyrða, að það verði eftirsóttur, kær minja- gripur mörgum, síðar meir. Sýningin er opin til 20. þ. m. — Menn ættu að skoða sýninguna fyrr en seinna nú £ góðviðrinu og forðast ös sem áreiðanlega verður mest seinustu dagana. Ekki voru tök á þvf í fréttum sl. laugardag, að geta þeirra sem innt hafa af höndum mikið og gott und- irbúningsstarf. Fræðsluráð undir- bjó sýninguna, en f þ"f eiga sæti: Helgi Hermann Eiríksson formað- ur, Auður Auðuns, Magnús Ást- marsson, Friðbjörn Benónýsson og Kristján J. Gunnarsson Fram- kvæmdastjóri sýningarinnar er Jónas B. Jónsson fræðsiustjóri. Framkvæmdastjóri sögulegu skóla- sýningarinnar er Gunnar M. Magn- úss, framkvæmdastjóri kennslu- tækjasýningarinnar Kristján Sig- tryggsson, en framkvæmdastjóri sýningar á rfkisútgáfu námsbóka Jón Emil Guðjónsson. Umsjón sýningarinnar annast Pálmi Jósefs- son, Jón Guðmannsson og Sigfús Sigmundsson. ► Nehru forsætisráðherra Ind- lands hefur Iýst yfir, að hann telji ekki yfirvofandi hættu á styrjöld miiii Indiands og Kína. Poznan-sýning Að undanfömu hefur verið unn- ið af kappi að undirbúningi 31. al- þjóða vörusýningarinnar í Poznan, en hún verður haldin 10. —20. júní. Reistur hefur verið nýr skáli á sýningarsvæðinu, 3350 ferm. að flatarmáli, og tvæ'r sýningarálmur hvor um sig 1000 fermetrar, en með þessari viðbót verður sýning- arsvæðið alls um 70.000 fermetrar. Til alþjóðasýningar var fyrst stofn að f Poznan fyrir 40 árum. Á síð- ari árum hefur komið æ gleggra í ljós, að Pólland er vaxandi iðn- aðarland, en erlendir afurða- og vörusýnendur ráða annars yfir hálfu sýningarsvæðinu og eru frá löndum í öllum heimsálfum. — Á 30. alþjóðasýningunni í Poznan voru sýnendur frá 57 löndum. * Norðmenn athuga fisk- veiðar við V.-Afríku NÝLEGA fór norsk fiskveiða- nefnd frá Bergen til Nigeríu til að athuga möguleika á túnfiskveiði þar, en einnig veiði annara fiski- tegunda, svo og að kynna sér fisk- sölu og hafnarskilyrði á ströndum Vestur-Afríku. Fararstjóri er dr. phil. Birger Rasmussen, en auk hans eru í nefndinni Johannes Hamre frá Haf rannsóknarstofnunni í Bergen, einn fremsti sérfræðingur Norðmanna f túnfiskveiðum, og bræðurnir Ras mus og Alf ErvÍK frá Sunnmæri, sem báðir stunda fiskveiðar sem atvinnugrein. Nefndin ætlar að athuga veiði- skilyrði við strendur Vestur-Afríku frá Lagos í Nígtríu til Casablanca, og mun ferðalagið taka nokkrar vikur. Meðlimir nefndarinnar hyggj- . ast taka sér far með japönskum í túnfiskbát til að kynnast af eigin raun aðferðum og tækni við veið- arnar. Þess er ekki að dyljast, að Japanir eru einhverjir beztu fiski menn heims og það er staðreynd, að þeir hafa staðið sig með mestu prýði við veiðiskapinn mcðfram ströndum Vestur-Afríku. i (Skv. Ægi.) r Vestur-íslendingarnir Hér á eftir fer listi yfir nöfn og heimili þeirra Vestur- íslendinga, sem eru hér staddir f hópferö. (Sjá frétt). Mrs. Sofia Fowler Mrs. Kristina Johnson . . Mr. John Dahl Mrs. John Dahl Miss Laufey Melsted . . . Mr. B. Janussen Mrs. Johanna Larusson . Mr. Albert Anderson . . Miss Gudrun Sigurdson . Mr. Helgi Olsen Mrs. Helgi Olsen Mrs. Anna Eyford .... Mrs. Gundy Seibel .... Mr. Th. J. Skagfjord . . . Mrs. Th. J. Skagfjord . . Mrs. Gudrun Hallson . . Mr. V. Anderson Mrs. V. Anderson Miss Elin Bildfell Miss Jonina Steffansson .... Winnipeg, Manitoba Mrs. A. Moldvan . Mrs. Aug. Eyolfson .... Mr. Helgi Hornford . . . Mrs. Helgi Hornford . . . Miss Anna R. Johnson . Mr. Gudjon Johnson . . . Mrs. Gudjon Johnson . . Mr. Karl Bjarnasson . . . Mrs. Karl Bjarnasson . . Mr. R. Arnason Mrs. R. Arnason Mr. S. Wopnford Mrs. S. Wopnford Mr. Eirikur Bjarnason . . Mr. John Bergdal . . . . Mr. Heimir Thorgrimson .... Winnipeg, Manitoba Mr. F. Thorgrimson . . . Mrs. Hilma Bjorklund . . Mrs. Gudrun S. Vidal . Mr. Gisli Gudjonsson . Mr. Arthur A. Anderson Mr. Alistair Stewart . . . Mr. Gisli Johnson .... .... Winnipeg, Manitoba Mr. Karl Hanson V. i y

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.