Vísir - 22.06.1962, Blaðsíða 8
8
VISIR
Föstudagur 22. júní 1962.
Otgefandi ölaðaútgafan VlSiK
Ritstiórar: Hersteim Pálsson Gunnar G. Schram
Aðstoðarritstjóri Axe) rhorsteínsson
Fréttastjóri Þorsteinn 0 Thorarensen
Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178
Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3
Áskriftargjald er 45 króiui 4 mánuði.
I lausasölu 3 kr. eint - Sfm; 1166( (5 línur)
Prentsmiðja Vísis. - Edda h.l
Reynt oð tefja hitaveituna
Þjóðviljinn gerir mikið veður út af því í morgun
að Vísir hafi í gær heimtað afnám verkfallsréttarins
og ástæðan sé auðvitað sú að arðræna eigi alþýðuna.
Slíkar fullyrðingar eru gjörsamlega úr lausu lofti
gripnar, eins og þeir vita sem forystugrein Vísis lásu.
Gerð var grein fyrir því að það sjónarmið heyrði til
liðinni tíð að vinnudeilur ætti að leysa með langvar-
andi verkföllum. Á það var bent hver þjóðfélagsleg
nauðsyn það væri að fundið yrði annað form á lausn
kjaradeilna sem kæmi í veg fyrir mikla sóun verð-
mæta og var bent á reynslu annarra þjóða í þeim efn-
um, svo sem HoIIendinga. Það var sérstaklega tekið
fram að slíkt fyrirkomulag hefði ekki í för með sér
að hlutur launþega væri fyrir borð borinn. Hagsmunir
þeirra eru tryggðir með lýðræðislegum kjaradómum,
og á margvíslegan annan hátt.
Auðvitað er kommúnistum sem öðrum Ijóst að
langvarandi verkföll hafa i för með sér kjararýrnun
fyrir launþega. Það er því þeirra hagur ekki síður en
þjóðarinnar allrar, að því samningakerfi verði komið
á er tryggi launþegum kjarabætur án þess að þeir
þurfi að beita verkfallsvopninu.
Hver hagnast á verkföllum?
Það vakti athygli á borgarstjórnarfundi í gær að
kommúnistar gerðu sitt til þess að tefja fyrir því að
unnt sé að byrja á hitaveituáætluninni. Guðmundur
Vigfússon hélt uppi málþófi á fundinum og lagðist
gegn því að lán til framkvæmdanna yrði tekið hjá
sjö lánastofnunum í borginni nema með allmiklu lægri
vöxtum en almennt gerist. Það lá í augum uppi, og
kommúnistar vita það fullvel, að lán er útilokað
að fá nema með þeim almennu vöxtum sem gilda á
hverjum tíma. Hitaveitan er þar enginn undan-
tekning.
Krajfa um vaxtalækkun á.láni hennar jafngildir
því kröfu um að framkvæmdir séu stöðvaðar.
Það má gjarnan bera þessa afstöðu kommúnista
saman við þá fyrirhyggju sem borgarstjórnin hefir
sýnt um lánsútvegun til hitaveitulagningarinnar. 86
milljónir króna eru þegar fengnar að láni hjá Alþjóða-
bankanum. Hitaveitan sjálf leggur fram 70—80 milljón-
ir og lánsstofnanirnar sjö hafa lofað að lána um 50
milljónir. 24 milljónir verða lánaðar úr Atvinnuleysis-
tryggingasjóði. Þanníg er þegar tryggt fjármagn til
þess að hitaveita komi í hvert hús Reykjavíkur á
næstu fjórum árum.
Háríð
Pétur Guðjónsson,
rakari á Skólavörðu-
stígnum, er fjörugur
maður. Hann hefur lagt
gjörva hönd á margt í
lífinu, verið trommuleik
ari, atvinnudansari, auk
þess sem hann hefur
verið . umboðsmaður
hljómsveita hér í bæn-
um, svo sem Kristjáns
Kristjánss. og Björns
R. Einarssonar. Hann er
borinn og barnfæddur
Reykvíkingur.
— Er ekki fremur erfið vinna
að vera rakari?
— Það sem reynir hvað mest
á eru fætumar, þar sem maður
er alltaf standandi. Það reynir
líka mikið á taugarnar að vera
alltaf að rýna. Þetta hvílist þó
Ur á klukkutíma og þá er mér
alveg sama, þó að ég vinni
eitthvað annað. Annars er
það svo ef maður hefur
ákveðið að hætta á vissum
tíma er mjög erfitt að halda
áfram. Mér er til dæmis mjög
illa við að opna fyrir fólki eftir
lokun. Ef menn aftur á móti
Pétur að klippa eina dömuna.
þarf að vera hreint
hringja og spyrja hvort þeir
megi koma milli sex og sjö, er
þetta miklu auðveldara.
— Hvað hefur þú verið rak-
ari lengi?
— Ég byrjaði 1941. Ég er nú
samt á bezta aldri. Ég verð 38
ára í ágúst. Ég er raunar svo
ungur að ég get alltaf frekar
um það árið, sem ég er að ná,
en raunverulega aldurinn.
— Gerið þið mikið af að
kiippa böm?
— Við fáumst talsvert við
það. Það er oft erfitt. Þau eru
hrædd og oft mjög ókyrr vegna
þess. Ég hef aldrei þurft að gef-
ast upp við neitt þeirra. Það er
mjög varasamt að gefast upp
við þau, því þá eru miklar líkur
til að þau verði hrædd við rak-
ara fram eftir öllum aldri. Mað-
ur lærir vissa tegund sálfræði
á því að fást við börnin. Þegar
þau eru mjög frek, þýðir ekki
annað en að vera enn frekari.
Það hefur jafnvel komið fyrir,
að ég hef öskrað á þau. Hitt er
þó miklu algengara að það þurfi
að vera góður við þau.
— Ég hef oft óskað þess að
það væru ekki allir hlutir svona
dýrir hér. Ég man eftir tveim
amerískum strákum sem spurðu
hvar blöðrutyggigúmmíið væri,
þegar ég var búinn að klippa
þá. Þeir voru vanir því að fá
það ef þeir voru þægir. Klipp-
ingin er svo ódýr hér, að það
er ekki hægt að gera neitt
svona lagað. Ekki svo að skilja
að hún sé ekki nógu dýr fyrir
stórar fjölskyldur.
— Er skemmtilegt að klippa
kvenfólk?
— Það er mjög skemmtilegt
frá faglegu sjónarmiði. Þæ’r eru
alltaf þakklátar á eftir, þó að
það taki þær stundum nokkra
daga að átta sig á breytingunni.
Eitt af því sem er mikilvægast
er að hárið sé hreint þegar þær
koma og má gjarna vera með
lagningu.
— Fylgizt þið mikið með
kventízkunni?
— Það er óhjákvæmilegt, ef
maður ætlar að klippa kven-'
fólk. Við kaupum útlend blöð
um þessi efni til að fylgjast
með því nýjasta.
— Er ekki fleira kvénfólk
klippt hjá hárgreiðsludömum en
rökurum?
— Því býst ég við. Ég hef
heyrt að hárgreiðsludömunum
sé ekkert vel við að við séum að
þessu. Annars koma þarna til
tvö algerlega ólík sjónarmið.
Við fáumst aðeins við að klippa
og reynum að gera það þannig,
að sem minnst fyrirhöfn sé að
fást við hárið. Hárgreiðsludöm-
urnar leggja aftur á móti oft-
ast hárið um leið, og oft getur
farið þannig, að hárið fari vel á
meðan lagning er í því, en sé
ill viðráðanlegt þegar húfi fer
úr.
— Ég' vildi að ég hefði feng-
ið áhuga á þessum hlutum fyrr.
Þá hefði ég lært hárgreiðslu.
Það er of seint að gera slíkt,
þegar maður er giftur og fjöl-
skyldan orðin stór.
— Meiri hlutinn af þeim, sem
þið klippið, eru karlmenn. —
Hvernig er að eiga við þá?
— Karlmenn eru ólíkir kven-
fólki að þvl leyti að þeir geta
verið vel eða illa klipptir án
þess að hafa hugmynd um það.
Það er einnig áberandi, hvað
fáir þeirra vita, hvernig^þeir eiga
að fara með hárið eftir klipp-
ingu. Mjög margir þeirra nota
feiti. Fæstir vita þó að það er
nauðsynlegt að bleyta hárið með
vatni, áður en feitin er sett I
það. Feitin ein heldur ekki hár-
inu niðri.
Það er einnig nauðsýnlegt fyr
ir karlmenn að eiga hárbursta.
Hárið verður miklu þægara,
þegar þeir eru notaðir.
— Eitt af meginatriðum við
hirðingu hársins er þó að þvo
það nógu oft. Það þarf að þvo
það alltaf þegar það er skítugt
og aldrei sjaldnar en einu sinni
í viku.
— Hvernig er herratízkan
núna?
— Hárið er haft stutt; en
ekki snöggt. Yfirleitt er það
greitt fram og mikið farið eftir
sveipum í hárinu. Ekki er það
þó greitt fram f topp, heldur
eru fremstu hárin tekin upp. Til
þess að fá það til að liggja vel,
þó að það sé stutt, er notaður
rakhnífur síðast. Það hefur það
Framh. á 10. slðu.
!■■■■■■■■
•VV.V.V.V.V.V.V.V.'.VAV.V.V.V.V.V.V.V
lA’.i'.l'l.l.u.l.M.UijJ!:.
!•! iiiíl líHjllliíítlllií'.l'l'óíiliííi'ÍÍIíHil
.ill l i 111 ii lii!iii ii ir