Vísir - 22.06.1962, Blaðsíða 7

Vísir - 22.06.1962, Blaðsíða 7
Föstudagur 22. júní 1962. VISIR T TPPI á efsta Iofti í skrifstofu- húsi Kassagerðar Reykja- víkur, að Laugavegi 178, standa á gólfi 15 listaverk eftir mynd- höggvarann Nínu Sæmundson og bíða þess að þeim verði fund inn framtíðarstaður. Saga þeirra síðustu misserin er sagan um hvemig þeim var bjargað frá skemmdum og eyðileggingum úti í New York fyrir framtak íslenzks atháfnamanns, er sá þau þar og flutti þau heim til íslands. Meðal listaverkanna er frummyndin af einhverri feg- urstu höggmynd,' sem íslenzkar hendur hafa mótað, Móðurást, sem allir Reykvíkingar þekkja og stendur steypt í eir í Thor- valdsensgarðinunt. ★ T ISTAKONAN sjálf, Nína „ , ... ... Sæmundsson, bjo um þrja- tíu ár í Bandaríkjunum, en er nú komin heim og vinnur að list sinni hér í Reykjavík. Hún hafði sjálf ekki bolmagn til þess að annazt heimflutning lista- verkanna. Sú aðstoð, sem var veitt í því efni, hefir orðið til þess að myndirnar eru ekki glat aðar islandi og íslenzkri list- mennt, heldur inunu þær nú verða varðveittar hér og er það vel farið. Nína hefur lengi not- ið mikils og verðskuldaðs álits sem listakona, og þó hefur hróð ur hennar verið meiri erlendis en hér heima, enda hefur hún lengi dvalizt utan. Verk hennar hafa verið sýnd á listsýningum bæði í Evrópu og Bandaríkjun- um, í Grand Palais í París, í Róm, New York og Los Angeles svo aðeins nokkrir staðir séu nefndir. Og maður þarf ekki annað en blaða í úrklippubók hennar til þess að sjá hve1 iof- samlega Iistgagnrýnendur hafa ritað um höggmyndir hennar. Frægasta verk hennar er tví- mælaiaust styttan „Achieve- ment“, sern stendur yfir aðal- dyrum Waldorf-Astoria gisti- hússins í New York. Sú mynd er tvímælalaust víðkunnust allra íslenzkra lisíaverka. ■fc — IV/TÉR blöskraði að sjá 1 listaverkin liggja und- ir skemmdum úti í New York, sagði Kristján Jóhann, þegar við inntum hann eftir því hvers vegna hann hefði flutt verkln heim. Listakonuna skorti fé til heimflutnings og mér fannst sjálfsagt að láta flytja mynd- irnar heim. Við höfum ekki efni á því að láta slík verk hverfa. Mér finnst þau mjög falieg og mín skoðun er sú, að koma eigi þeim einhvers staðar þar sem almenningur fær notið Nína Sæmundson og Kristján Jóhann Kristjánsson hjá listaverkunum. Höggmyndin heitir Bedúinastúlka á bæn. Þetta eru frummyndirnar, sem fluttar voru heim frá Bandaríkjunum og bíða nú eftir framtíðarstað. þeirra. Auk Móðurástar má þarna sjá myndina Bedúinastúlka á bæn, sem fyrir skömmu var á Vorsýningunni. Þá eru þama myndirnar Huggun, Þrá, Vatns- b'erinn, sem Nína gerði eftir dvöl sína í Túnis, auk margra andlitsmynda. Þar er heim- skautakempan Freuchen með sitt mikla slœgg, Ibsen og hin kunna leikkona Greta Nissen, svo að nokkrir séu nefndir. — Hvað verður um myndirn- ar, spyrjum við Nínu. — Ég veit það ekki, segir hún. Hér standa þær og bíða þess að þeim verði fundinn framtiðar- staður. Sjálf hefi ég ekki rúm fyrir þær í vinnustofu minni á Þórsgötu 21. TW'ÍNA hefir ekki unnið að höggmyndum sínum í nær- fellt ár vegna veikinda, en er nú aftur byrjuð að móta og höggva í vinnustofu sinni. Síð- ustu tvö verk hennar eru mynd af Forseta íslands og stór mynd af Nonna, sem Menntamálaráð fól henni að gera. Sú mynd er nú fullgerð fyrir nokkru og bíð- ur þess að verða send utan til afsteypu. Vel væri henni skip- að á Akureyri, þar sem Nonni ólst upp við leik og sögur. Námsbi um félagsmál „Við álítum að mikið megi lag- I Meðal efnis sem tekið verður fyr- færa og bæta félagsmál, og þó sér staklega æskulýðsmál. Það verður hins vegar ekki gert nema kryfja þau mál til mergjar, grafast fyrir unt gallána og undirbúa bætt fé- lagsstörf á raunhæfan hátt. Þvi er nú á vegum Landssambandsins gegn áfengisbölinu efnt til fræðslu námskeiðs um félagsmál, þar sem þau verða rædd til hlitar“. Þannig komst Vilhjálmur Ein- arsson, stjórnandi námskeiðsins að orði er hann jpplýsti frétta- menn um þetta merkilega fyrir- tæki Landssambandsins. Fræðslunámskeið þetta stendur yfir dagana 22.-26. júní n.k. og verður til húsa í Safnaðarheimili Langholtssafnaðar, Sólheimum 13. ir eru vandamál æskunnar, ung- templarastarfsemin, félagsmál al- mennt, áfengisvandamálið og reglusemi 'og íþróttir. Meðal fyrir lesara verða Helgi Þorláksson, skólastjóri, sr. Bragi Friðriksson, Gísli Halldórsson arkitekt, Ólafur Þ. Kristjánsson, skólastjóri, og sr. Árelíus Níelssoii. Allir eru menn þessir reyndir í félagsmálum og gjörkunnugir æskulýðsstarfinu. Öllum þeim sem áhuga hafa á uppeldismálum, æskunni og hvers konar félagssarfsemi, er frjálst að aækja námskeiðið. Þarna á í og með að þjálfa fólk til forystu í félagsmálum, fjölga sjónarmiðum þeirra og auka víðsýni þeirra. Skrifað hefur verið til félaga- samtaka viða út um land, og menn hvattir til þátttöku, og fyrir þá sem búsettir eru í Reykjavík eða nágrenni, er námskeiðinu þannig hagað, að það fellur ekki inn í vinnutíma fólks. Ef þessi merkilega og jákvæða tilraun heppnast mun næsta skref- ið verða að setja upp heimavistar- námskeið fyrir áhugasama menn um æskulýðs- og félagsmál. Þessi viðleitni stendur því og fellur með þátttökunni nú, og er full ástæða til að hvetja æskumenn að gefa námskeiði þessu gaum, og að sem flestir taki þátt í því. Þótt menn sitji ekki námskeiðið er öllum frjálst að hlusta á fyrir- lestra meðan húsrúm leyfir. Dag- skrá námskeiðsins verður birt síð- ar hér í blaðinu, en allar pánari upplýsingar munu verða veittar í síma 19405. Vænzt laxagöngu með Jónsmessustraumi Laxveiðin hefur verið með al- bezta móti, það sem af er júní- mánuði. Yfirleitt er veiðin lítil fyrri hluta þessara mánaðar, en þeir sem hafa farið til veiða að undanförnu hafa ekki orðið fyrir vonbrigðum. Veiðin hefur t. d. verið með betra móti í EHiðaánum. Hún byrjaði einnig snemma í Laxá í Þingeyjarsýslu. og í Norðurá hefur veiðzt vel. í dag er fullt tungl og þá stórstraumur á fimmtudaginn. Er það Jónsmessustraumurinn og er þá vænzt mikillar laxa- göngu þvi að yfirleitt gengur mikill lax i honum. Höfum kaupendur að Volks- wagen '58—’62 og Opel-bilum nýjum og nýlegum og flestum nýlegum bílategundum. Ef þér viljið kaupa bil, selja bíl eða hafa bíla- skipti, þá hafið samband við okkur. Gamlc bílosalaii Rauðará, Skúlagötu 55. Simi 15812. ______________!____________

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.