Vísir - 22.06.1962, Blaðsíða 2
VISIR
Föstudagur 22. júnf 1962.
j^-
V//ÆMmK2M!Z7////A
| J Li—^ r~q t~ r* T1
Vandræðabam
\
hnefaleikanna
í haust eða nánar tiltekið þann 25. september n. k. fer fram í Chicago í Banda-
ríkjunum ein mesta hnefaleikakeppni síðan þeir Gene Tunney og Jack Demprey
börðust tvisvar á árunum 1926 og 1928. Kapparnir sem þarna mætast eru núver-
andi heimsmeistari, blökkumaðurinn Floyd Patterson og kynbróðir hans Sonny
Liston, sem til þessa hefur verið „vandræðabarn hnefaleikaheimsins nr. 1“.
Sonny Liston sá fyrst dagsins
ljós fyrir 29 árum f borginni Little
Rock f Arkansas, sem síðar varð
frœg fyrir kynþáttaerjur eins og
kunnugt er. Sonny ólst upp við
hin mestu sultarkjör hjá móður
sinni og var elztur og erfiðastur
25 barna hennar!
Sonny komst snemma á skýrsl-
ur, — ekki hnefaleika heldur
lögregluskýrslur, — og var hann
til skamms tíma í slagtogi með
glæpamönnum, ,sem annað hvort
eru nú í fangelsum eða standa í
málaferlum. Þessi slæma fortíð
hans í einkalífi hefur líka orðið
honum fjötur um fót og talið er
að hann hefði líklega keppt um
heimsmeistaratitilinn fyrir a. m. k.
tveimur árum ef hann hefði verið
sá „engill“, sem hann nú er orð-
inn.
Æfingar hafnar í
Catskills-fjöllum.
í þvf augnamiði að „komast úr
sollinum" hefur Liston komið sér
upp æfingastöð í Catskills-fjöllum
um 100 mílur frá Manhattan, dá-
samlega fallegum stað.
Blaðamaðurinn Frank Butler frá
News of the World í Englandi átti
viðtal við kappann í þessum búð-
um hans og segist Butler hafa
hitt allt annan mann en þann sem
fyrrum átti í útistöðum við 'lög-
regluna. j
Þreyttur á hlutverki .slæma
stráksins“ hallar hann sér nú að
því að betrumbæta sig og keppir
að því marki að verða viðurkennd-
ur eins góður borgari og hver
annar....... og auk þess að því
að verða heimsmeistari, og milljón-
ari í dollurum.
„Slow Thinker“.
Sonny er að dómi Butlers ein-
feldningur og enda stutt síðan að
hann lærði að lesa og skrifa nú
fyrir skemmstu, enda voru ekki
mörg tækifæri fyrir hann í
æsku að læra slíkt í þeirri fátækt
sem hann og hinn 'stóri systkina-
hópur ólst upp við. Einnig er hann
fullur varúðar nú orðið er hann
svarar spurningum og gefur sér
gjarnan langan umhugsunasfrest.
Ellefti leikur Islandsmótsins,
milli KR og ísafjarðar.
KR vann fyrir vestan með 2:0
í vor eins og kunnugt er. Isfirð-
ingar eru nú neðstri í keppninni
með ekkert stig.
Hann vill ekki tala eins og fávfs
kona. |l
Viðtalið.
Butler spurði strax stórrar
spurningar: ,ý
„Rotarðu Patterson?"
Eftir umhugsun svarar Liston:
„Ég get ekki svarað því ná-
kvæmlega."
Þá fór blaðamaðurinn aðra leið:
„Verður þetta langur bardagi?"
Eins og elding kom svar Listons
að þessu sinni:
„Maður minn, þetta verður ör-
stuttur bardagi."
Og það var greinilegt hver aðil-
anna það var sem átti að svífa inn
í draumalandið.
Eftirfarandi orðaskipti fóru fram
undir lokin:
„Hefur nokkur hnefaleikari
nokkurn tfman slegið þið niður?“
„Nei, herra.“
„Hefur nokkur þeirra veitt þér
áverka með einu höggi?“
„Énginn hefur meitt mig,“ svar-
aði Liston.
.Heldurðu að Patterson meiði
þig?“
„Ég hef barizt við menn sem
hafa slegið tvöfalt fastar en Patt-
erson."
„Menn segja vinstri hönd þína
þá beztu í jieimi. Hvað um þá
hægri?“
„Ég hef slegið marga niður méð
þeirri hægri.“
„En hvert er uppáhaldshögg
þitt?“
„Vinstra högg fyrir þá sem
hörfa, en hægra fyrir þá sem sækja,
— og þeir eru nú orðið ekki
margir."
„Finnast þér æfingarnar tilbreyt-
ingarlitlar?“
„Lífið getur verið tilbreytingar-
lítið, en það er mikill léttir að fá
borgað fyrir þetta.“
„Hvað hefurðu um stíl Patter-
sons að segja?“
„Ég legg ekkert upp úr „stíln-
um“, — ég legg upp úr að vinna.“
Jesúítaprestur sneri hnefaleik-
aranum af villu síns vegar.
Liston segir að það sé Jesúíta-
presti að þakka að hann hefur nú
snúið baki við glæpaklíkunum,
sem hqnn lagði lag sitt við áður
Prestur þessi séra Murphy, frá
Denver í Colorado hringdi meðan
á samtalinu stóð og þegar Lliston
setti símann aftur á, sagði hann:
„Já hann er það sem er hægt að
kalla maður.“
Patterson er um
margt líkur Liston.
Patterson er líka búinn að slá
uþp æfingabúðum og eru þær á
svipuðum slóðum og búðir List-
ons, en nær New York. Sagt er
að Patterson vilji aldrei heyra
styggðaryrði um Liston.
„Sjálfum var mér skipað með
vandræðabörnum og var sendur á
skóla fyrir slík börn. Það er ekki
auðvelt að þræða hinn vmjóa veg
réttvísinnar, þegar um er að ræða
anna hvort að svelta eða stela. Ég
held að Liston verði hér eftir góð-
ur og gegn borgari,“ segir hann.
Hvað segja sérfræðingarnir?
í borg skýjaklúfanna, New York,
sögðu sérfræðingar í fyrra að
Liston mundi hreint og beint „éta“
Patterson ef þeir berðust. Nú hef-
ur tónninn hins vegar breytzt og
þeir segja eitthvað sem svo:
„Liston er of seinn, Patterson fer
inn í hann og lætur þennan stóra
dreng líta út eins og górilluapa."
En hvað sem því líður, þá er bú-
izt við að hér verði „keppni ald-
arinnar“ í hnefaleikum og talið er
að tekjurnar verði yfir 5 milljónir
dala og sjónvarpsstöðvarnar hafa
boðið hæst 1.7 millj. dala fyrir
réttindin á sjónvarpi frá keppn-
inni, en það er mejra en helmingi
hærra en greitt var fyrir rétt til
sjónvarps frá keppni Ingemars og
Floyds í fyrra.
Stjórnunarfélaginu
Stjórnunarfélag Islands var stofn-
að 24. janúar 1961 og hélt nýlega
fyrsta aðalfund sinn. Félaginu er
ætlað að vinna að framförum í
hvers konar rekstri einstaklinga,
félaga og hins opinbera og vinna
að samvinnu þeirra, sem áhuga
hafa á stjómunar- og hagræðing-
armálum. Vill félagið með því
stuðla að bættum atvinnuháttum
og aukinni framleiðni með þróun
verklegrar menningar og aukna
velmegun þjóðarinnar fyrir aug-
um.
Skrásettir félagar eru nú á fyrsta
starfsári orðnir rúmlega hálft ann-
að hundrað einstaklingar og rúm-
lega 50 félög, fyrirtæki og stofn-
anir.
Af því helzta, er Stjórnunarfé-
lagið hefur gert eða gengizt fyrir
á fyrsta starfsári má nefna:
Vikunámskeið um kostnaðareft-
irlit og skipulagningu vinnuaðferða
undir leiðsögn bandaríkjamannsins
Donald F. Lane, forstjóra hjá Inter
national Management Company.
1 júní 1961 mætti formaður
Stjórnunarfélagsins á framkvæmda
ráðsfundi Alþjóðanefndar vísinda-
legra stjórnunarmála, Commité
International de 1’ Organisation
Scientfique, CIOS, í París og var
þá Stjórnunarfélag íslands form-
lega samþykkt sem meðlimur í
þeim alþjóðasamtökum.
Lokið er nú tveimur af þeim
þremur þriggja vikna námskeiðum
í vinnurannsóknum, sem Iðnaðar-
málastofnun íslands heldur £ sam-
ráði við • Stjórnunarfélag íslands.
Lokanámskeiðið verður haldið hú
í haust.
Stjórnunarfélagið efndi til ráð-
stefnu um mánaðamótin ágúst—•
september að Bifröst í Borgarfirði.
Ráðstefnuna sóttu um sjötíu
manns, forstjórar og fulltrúar frá
mörgum stærstu fyrirtækjum, at-
vinnusamtökum og stofnunum
landsins. Gestur félagsins á ráð-
stefnu þessari var dr. Harold
Whitehead frá British Institute of
Management og flutti hann erindi
um stjórnunarmál. Menntamálaráð
herra, dr. Gylfi Þ. Gíslason, flutti
og erindi um menntun í stjórnun-
armálum. Auk erindáflutnings
störfuðu á ráðstefnunni umræðu-
hópar, er hver tók fyrir sérstök
verkefni til umræðu. Á lokafundi
sínum samþ'ykkti ráðstefnan all
umfangsmiklar ályktanir um gagn-
legar og nauðsynlegar ráðstafanir,
er koma þyrfti £ framkvæmd.
Að lokinni ráðstefnunni gaf fé-
lagið út þingtíðindi ráðstefnunnar
í bókaformi undir nafninu „Stjóm-
un fyrirtækja". Bók þessi hefur
verið send öllum félögum SFl. í
júlf síðastliðnum hóf SFl útgáfu
fjölritaðs félagsbréfs og hafa nú
verið gefin út fjögur tölublðð af
því.
Þrjár fastanefndir eða vinnuhóp-
ar eru nú starfandi á vegum fé-
lagsins: Orðanefnd er fjallar um
nýyrði varðandi stjórnunar- og
hagræðingarmál, vinnuhópur, er
f.jallar um reikningalykil (standard
kontoplan), og vinnuhópur um
sjálfvirkni (automation). Þegar hef
ur verið gerður nokkur undirbún-
ingur að stofnun vinnuhóps eða
umræðuhóps um starfsmannamál
almennt.
Stjórnunarfélag íslands tekur
þátt í undirbúningi að ráðstefnu
Evrópudeildar CIOS, sem haldin
verður í Róm í október næstkom-
andi. Þegar er hafinn undirbúning-
ur að 13. alþjóðaráðstefnu CIOS,
sem halda á í New York 1963. í
tilefni þeirrar ráðstefnu er efnt til
alþjóðlegrar ritgerðarsamkeppni
um kjörorð ráðstefnunnar, sem er
„Human Progress Through Better
Management". Verðlaun eru 4.000
svissneskir frankar. Þátttaka í báð-
um þessum ráðstefnum er heimil
öllum félögum SFÍ.
Stjórn iélagsins var endurkosin
á aðalfundinum og er þannig skip-
uð:
Formaður: Jakob Gíslason, raf-
orkumálastjöri.
Meðstjórnendur:
Gunnar J. Friðriksson, forstjóri,
varaformaður Félags ísl. iðnrek-
enda.
Sveinn Björnsson, forstjóri Iðnað-
armálastofnunar íslands.
Gísli V. Einarsson, skrifstofustjóri
Kassagerðar Reykjavíkur.
Eyjólfur Jónsson, skrifstofustjóri,
framkvæmdastjóri Bandalags
starfsmanna ríkis og bæja.
Aðrir framkvæmdaráðsmenn eru:
Björn Halldórsson framkvæmda-
stjóri Sölumiðstöðvar hraðfrysti-
húsanna.
Einar Bjarnasorr, rikisendurskoð-
andi.
Erlendur Einarsson, forstjóri SÍS.
Guðmundur Ólafsson, skrifstofustj.
Framkvæmdabanka Islands.
Hjálmar Blöndal, hagsýslustjóri
Reykjavíkurbæjar.
Jón H. Bergs, forstjóri, meðlimur
í stjórn Vinnuveitendasambands
íslands.
Snorri Jónsson, framkvæmdastjóri
Alþýðusambands Islands.
Forráðamenn Almenna bókaféiags-
ins ræddu við fréttamenn i gær
um bækur mánaðarins fyrir mai og
júni, sem nú eru út komnar. Maí-
bókin er myndum skreytt bók um
Italíu, en júníbókin er Fuglabók
AB í þýðingu og umsjá dr. Finns
Guðmundssonar
Fuglabók AB eða Fuglar íslands
og Evrópu er eftir 3 heimsfræga
fuglafræðinga, Ameríkumanninn
Roger Peterson og Englendingana
Guy Mountfort og P A. Hollon,
en inngang ritar Julian Huxley
Er þetta viðurkennd einhver allra
merkasta fuglabók, sem út hefur
komið Hún sameinar vel alla meg-
inkosti, sem góð fuglabók þarf að
hafa: Et handhæg að stærð, þægi-
leg meðferðis í ferðalögum, búin
miklum og ágætum myndakosti.
sem miðar fyrst og fremst að því
að gera mönnum kleift að greina
hinar nýju fuglategundir, sem á
vegi þeirra vérða, er fróðleg um
útbreiðslu fuglanna og tekur til
allra fugla, sem sést hafa í á Is-
landi og annars staðar í Evrópu
og er síðast en ekki síst nákvæm
og skilrnerkileg að fr'amsetningu
og byggð á nýjustu vísindalegri
þekkingu Hún fjallar um 573
fuglategundir og í henni eru yfir
1200 myndir, 380 útbreiðslukort, er
gefa til kynna á hvaða einkennum
er auðveldast áð greina eina teg-
■tnd frá öðrum skyldum tegundum.
Dr. Finnur hefir þýtt og staðfært
bókina og hefur raunar átt þátt
i henni frá upphafi að því er Is-
land varðar eins og fram kemur í
Timálsorðum höfundanna.
Dr Finnui hefur iagt feikna
vinnu i þetta verk og er það álit
sérfróðra manna, að útgáfa bókar-
innar marki tímamót, eins og út-
koma Flóru íslands á sínum tíma.
ÍTALÍUBÓKIN.
Höfundur hennar er Herbert
Kubley, sem dvalið hefur Iang-
| dvölum á Ítalíu. Bókin er með
sama sniði og þær tvær bækur,
sem áður hafa komið í þessum
flokki. Myndir eru hátt á annað
hundrað og margar þeirra litmynd-
ir. Bókin er þýdd af Einari Páls-
j syni. — I þessum flokki koma síð-
ar samskonar bækur um Bretland,
Japan, Mexikó og Indland.
, Almenna bókafélagið á miklar
þakkir skilið fyrir útgáfu slíkra
bóka ..em þer. ara Með slíkri út-
j gáfustarfsemi er innt af höndum
hjð merkasta menningarhlutverk.
Bandaríkjamenn hafa skotið á
loft gervihnettinum Tirosi V, sem
Í£kur ljósmyndir af skýjurn og
borgarís. Hann er hinn fullkomn-
asti Tirosgervihnattanna fimm,
sem skotið hefur verið á loft, veg-
ur 128 kg.
/