Vísir - 22.06.1962, Blaðsíða 9

Vísir - 22.06.1962, Blaðsíða 9
Föstudagur 22. júní 1962. 9 V'SIR O • X •> bviðm • •• x jorö i Alsír Eftir Þorstein Thorarensen Alsír serkneskt. Ein óhugnanleg staðreynd verð ur lesin gegnum sprengimökk og eldsloga í borgum Alsír, gegn um ótta og fát íbúanna, sem flýja Alsír þúsundum saman á hverjum degi, gegnum mótsagn- arkenndar fréttir um frið eða áframhaldandi skemmdarverk. Þessi eina staðreynd, sem rís upp úr öllum hinum ruglings- legu atburðum síðustu daga er, að Alsír verður ekki lengur franskt land. Enginn máttur get- ur lengur komið i veg fyrir að þar rísi upp sjálfstætt serkneskt ríki. Nú er aðeins um það að ræða, hvernig breytingin gengur í garð. Enginn gat ætlazt til þess að það gerðist sársauka- laust þegar þrællinn verður skyndilega herra og húsbónd- inn sem var, verður að beygja sig og gerast þjónn og undir- sáti. Þó búast hefði mátt við mörgu illu hefði enginn þó ætl- að að landið allt yrði lagt í auðn eða að allir evrópskir íbú- ar stykkju á brott, en þetta eru einmitt þau ósköp sem leitog- ar OAS-samtakanna hafa hótað að framkvæma. Eftir um það bil viku, eða þann 1. júlí á þjóðaratkvæða- greiðsla að fara fram f öllu Al- sír, fyrsta atkvæðagreiðslan þar sem allir fbúar landsins, serkn- eskir jafnt og evrópskir fá að láta vilja sinn frjálslega í ljósi um stjórnarskipun þess. Enginn er í vafa um, hver úrslit hennar verða. Yfirgnæfandi meirihluti kjósendanna mun fylgjandi Ev- ian-samkomulaginu um að Alsír verði frjálst serkneskt ríki með nánum tengslum og samstarfi við Frakkland. Um mánuði eft- ir að úrslit atkvæðagreislunnar eru kunn, er gert ráð fyrir því, að Serkir taki við stjórn lands- ins, þótt franskt herlið verði á- fram í landinu um nokkurt skeið til að halda uppi röð og reglu. Breytt viðhorf. Það var fyrst þegar fór að nálgast þessa þjóðaratkvæða- greiðsl sem félagar OAS-sam- takanna fóru að gera sér það ljóst, að slagorð þeirra um „Al- gerie Francaise“ var einskisvirði og þróunin yrði ekki stöðvuð. Þessi veðrabrigði urðu fyrir um tveim mánuðum, um það leyti, sem þeir forsprakkarnir Jouh- aud og Salan voru handteknir. Fram að þeim tíma virðist sem OAS-menn ímynduðu sér, að þeir gætu komið í veg fyrir valdatöku Serkja. Þeir hugðu að þeir gætu það með ögnunum og stöðugum morðárásum. Þeir þóttust geta haldið Serkjum á- fram í skefjum o gsumir vonuð- ust jafnvel til þess, að uppreisn brytist í.t í Frakklandi, þar sem de Gaulle væri velt frá völdum. Eftir að OAS-menn fóru að gera sér ljóst, að þeir myndu ekki fá að gert fóru viðhorf þeirra og aðgerðir að breytast. evrópsku landnemanna á bak við sig, — reynir hins vegar að klóra í bakkann, — sætta sig við orðinn hlut. Þeir hugsa sér nú að byrja nýtt líí og hefja samstarf við nýju valdhafana. En þeim er þá fyrir öllu, að Serkir veiti þeim algera sakar- uppgjöf og gefi þeim einhverja iryggingar fyrir því, að ekki komi til ofsókna gegn evrópsk- um mönnum, svo sem það að evrópskir menn verði teknirupp i lögreglulið landsins samhliða serkneskum. Forustumaður þessa sáttfúsa arms OAS er Jean Susini sem komið hefur mikið við sögu að undanfömu í samningaumleitun um við Serki um frið í Alsír. Strikað yfir afbrotin. Forustumenn Serkja greinir einnig á um það, hvort þeir eiga að veita algera sakaruppgjöf. Þeir eru eins og Frakkarnir full ir af tortryggni og hatri og finnst t. d. fráleitt að gefa upp sakir, mönnum, sem hafa á sam vizkunni miskunnarlaus morð á konum og börnum. Um þetta allt hefur verið deilt og þráttað. Þó maður sjái það að hermdarverk OAS-manna frá áramótum hafa verið ofboðsleg, þar sem ráðizt hefur verið misk- unnarlaust á alsaklaust fólk og það murkað niður svo þúsund- um skiptir, þá finnst manni, sem stendur utan við þetta allt sam- faldlega þessi: — Evrópskir land nemar hafa frá því 1830 er þeir tóku að fiytjast til landsins byggt og framkvæmt allt sem framkvæmt- hefur verið í Alsír. Allar þessar fögru borgir, glæsi- legu stjórnarhús, skóla, sjúkra- hús, samgöngutæki, brýr, raf- magnsstíflur höfum við byggt. Og það erum við sem höfum lagt í óhemju kostnað við að leita uppi og finna hinar dýr- mætu olíulindir í Sahara. Launin fyrir störf okkar eru svo, að við erum reknir öfugir burt úr land- inu — Jú, við skulum fara, en þá tökum við aftur allt sem okkur tilheyrir, máum út spor okkar, jöfnum við jörðu allar framkvæmdir. Þið Serkir getið þá tekið við landinu eins og það var í ykkar höndum fyrir 130 árum. Hver sem efaðist um að OAS- mennirnir meintu þetta hefðu getað sannfærzt um að þeim var full alvara, þegar virðulegasta menntastofnun Alsír, háskólinn í Algeirsborg var brenndur til ösku með benzínsprengjum, eða með því að standa í rústum sjálfs ráðhúss Algeirsborgar. Hvert stórhýsið af öðru hefur verið lagt í rústir, sjúkrahús og verksmiðjur og kveikt hefur ver ið í olíulindum í Sahara. Þessi skemmdarverk hafa ver- ið mjög áberandi vegna þess að frægar byggingar voru gereyði lagðar. Þrátt fyrir það efast menn um að OAS-menn hefðu farið að þeir flýðu allir burt á svo sem sex mánuðum með þessu framhaldi. Brottflutningur þessara manna af evrópsku kyni myndi skapa mjög mikla og flókna erfiðleika og verður að ætla að báðir að- iljar Frakkar og Serkir vilji allt til vinna, að stöðva hann og gera þessu fólki kleift að lifa og starfa áfram í landinu. Skortur sérfræðinga. Frakkar skilja við Alsír að nokkru leyti í sama ástandi og Belgíumenn skildu við Kongó. Serkneskur almenningur hefur ekki notið almennra upp- fræðslu og yrði gífurlegur skort ur á sérfræðingum og stjórnend um í öllum greinum ef Frakkar yfirgefa landið með öllu. 1 Al- geirsborg eru t. d. 1500 evrópsk ir læknar en aðeins 150 serkn eskri. Nú þegar hefur svo mikill fjöldi evrópskra lækna yfirgefið borgina, að loka varð aðalsjúkra húsinu. Evrópskir iðnrekendur af ýmsu tagi töldust 5 þúsund en serkneskir 1500. í hópi stjórn enda fyrirtækja voru 17 þúsund evrópskir forstjórar og fram- kvæmdastjórar en 1300 serkn- eskir. Tæknimenntaðir menn voru 40 þúsund evrópskir en 8 þús- und serkneskir. Verkfræðingar eru 360 evrópskir en aðeins 3 serkneskir. I öllu Alsír eru 27 * :: :i « >: Ú.S Evrópskir landnemar hafa flúið Alsír tugþúsundum saman að undanfömu. Hér sést skip sigla með flóttafóik út úr höfn- inni í Algeirsborg. Er sérstaklega athyglisvert hvernig hernaðaraðgerðir þeirra breyttust. Ógnarherferð þeirra var þaðan í frá tilgangslaus og í stað þess urðu þeir nú á á- kveða hvérnig þeir skyldu bregð ast við hinu nýja viðhorfi, frjálsu Alsír. Viðbrögðin hafa auðvitað verið misjöfn og hefur þetta leitt til þess, að OAS- hreyfingin er klofin. Tveir flokkar. Annar hlutinn er svo fullur af hatri og heift að hann hótar því að leggja öll mannvirki í rústir sem evrópskir menn hafa reist í landinu. Hinn hlutinn, — og sá er lík- lega miklu stærri og hefur þorra an það skiljanlegt eins og allt er í pottinn búið, að reynt sé að strika yfir allt sem á undan er komið. Öðruvísi verði ekki hægt að byrja upp á nýtt. Hinn fyrrnefndi hluti OAS, sem hótar að leggja allt Iandið í rúst, virðist nú vera að tapa. Hann var sterkur í borginni Oran, en jafnvel þar virðist þeir nú ætla að bíða lægri hlut. Sviðin jörð. Stefna þeirra hefur verið .skýrð ýtarlega i ræðum og á- vörpum í leyniútvarpsstöðvum OAS-manna og skyldi enginn halda að þeim sé ekki full al- vara. Hugsunarháttur þeirra er ein- getað framkvæmt skipun þessa til enda. Margt er farið að benda til þess, að sprengjuefnabirgðir þeirra fari þverrandi og svo er það vitað, að ef skemmdarverk- in halda áfram munu herflokkar Serkja sjálfir taka í taumana eft ir þjóðaratkvæðagreiðsluna. Flóttin frá Alsír. Þessi síðasta alda sprengjutil- ræða hefur bitnað mest á evrópskum íbúunum sjálfum. meðan dregið hefur úr morðum á serkneskum mönnum, hafa evrópsku íbúarnir fundið mest fyrir áætlunum um að eyði- leggja mannvirkin. Hefur það nú vakið upp óstjórnlegan ugg og ótta í hjörtum hinna evr- ópsku manna svo að fólk flýr nú unnvörpum frá Alsír heim til Frakklands. Á einum mánuði hafa um 150 þúsund manns flúið Tand og flóttamannastraumurinn heldur stöðugt áfram. Eru all- ar horfur á að Alsír tæmist af evrópskum íbúum á skömmum tíma, því að tala þeirra var aldrei yfir eina millj. Gæti svo hafnarverkfræðingar allir evr- ópskir, enginn serkneskur. Af þessu stutta yfirliti má sjá hvílíkt vandamál brottfluttning- ur allra evrópskra landnema yrði fyrir þá nýju ríkisstjóm Serkja sem nú tekur við. Það er þvi engin furða þótt Serkir vilji ganga alllangt til samkomulags við evrópsku íbúana, jafnvel veita algera sakaruppgjöf. En brottflutningur allra evr- ópskra manna frá Alslr skapar ekki einungis vandamál fyrir framtíðarstjórn landsins, heldur fyrir Frakka og fýrir alla Vestur Evrópu. Slíkt myndi hafa f för með sér alger sambandsslit land anna og þá yrði ekki f annað hús að venda fyrir hið serkn- eska ríki en að leita eftir efna- hags- og sérfræðiaðstoð til kommúnistaríkjanna. — Slíkt myndi stefna öryggi allra Evrópu í hættu og gefa komm- únistum í fyrsta skipti örugga fótfestu í Afrfku. Meðal beggja aðilja er von- andi til nóg af vel þenkjandi mönnum til'að koma í veg fyrir að þau ósköp hendi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.