Vísir - 22.06.1962, Blaðsíða 16

Vísir - 22.06.1962, Blaðsíða 16
Rannsóknarlögrcglan hefur ný- lega upplýst sjö innbrot og þjófn- aði hér í Reykjavík sem þrír ungir piltar stóðu að. Samanlagt verðmæti þýfisins nam tæpum 20 þúsund krónum. Yngsti pilturinn af þeim þremenn- ingunum átti hlut af öllum 7 inn- brotunum, Annar félaga hans stóð að tveim innbrotum 'ög einni inn- brotstilraun og hinn að þremur innbrotum, sem öll voru framin í sama húsi. Kommúnistinn vildi hœkka aðstöðugjaldið á iðnaði Á FUNDI borgarstjórnar Reykja- víkur í gær var lögð fram tillaga | niðurjöfnunarnefndar um gjald-1 skrá um aðstöðugjald, sem á að j koma í stað veltuskattsins. Er j gjaldskráin við það miðuð, að að- stöugjaldið komi jafnt niður á at-1 vinnutækin og veltuskatturinn gerði áður Lagði niðurjöfnunarnefnd sam- hljóða til að1 gjaldskráin yrði þann ið að tekið yrði af rekstrarútgjöld um sem hér segir: 0,5% af rekstri fiskiskipa og flugvéla, nýlenduvöruverzlana, kjöt- og fiskinaði, kjöt- og fisk- vcrzlun. 0,7% verzlun. 0,8% bóka- og ritfangaverzlanir og útgáfustarfsemi. 0,9 iðnaður, ritfangaverzlanir, matsala, landbúnaður. 1% rekstur farþega og farm- skipa, sérleyfisbifreiðir, lyfja- og hreinlætisvöruverzlanir og smjör- líkisgerðir. 1,5% verzlun með gleraugu, fortvörur, skartgripi, hljóðfæri, tooak og sælgæti, kvikmyndahús, sælgætis- og efnagerðir, öl og gos drykkjagerðir, gull og Silfursmíði, söluturnar og verzlanir opnar á kvöldin. 2% Undir það falla ýmsar grein ir, svo sem listmunagerð, blóma- verzlun, umboðsverzlun, fornverzl un, ljósmyndun, nattasaumastof- ur, rakara og hárgreiðslustofur o. fl. Á borgarstjórnarfundinum gerði fulltrúi kommúnista nokkrar breyt ingartijlögur og var aðalatriðið það að hann lagði til að aðstöðu- gjaldið á iðnaði væri væri hækk- að úr 0.9% í 1,5%. Sagði hann að hagur iðnaðarins væri svo góður að hann gæti vel borið þetta og með því yrði tryggt að telqurn- ar af aðstöðugjaldinu yrðu ekki minni en voru af veltuskattinum Fulltrúar allra hinna flokkanna mæltu gegn þessari tillögu Guð- mundar. Borgarstjóri, Geir Hall- grírnsson, benti á það að yfir 40% af borgarbúum hefðu atvinnu af íðnaði. Þá benti hann og á það hve fjárþörf iðnaðarins væri mikil vegna sífelldra nýjunga og vegna þarfar á endurnýjunum. Voru tillögur niðurjöfnunar- nefndar síðan samþykktar óbreytt- ar. t fótspor Nansens yfir Græníand Einkaskeyti til yísis. Khöfn i gær. Tveir ungir og bjartsýnir Oslo- búar eru lagðir af stað héðan sjó- leiðis til Angmagssaiiks á Græn- landi, og er ætlunin að ganga þvert yfir Grænlandsjökul. Þeir ætla að feta í fótspor landa síns, Friðþjófs Nansens, sem lék það árið 1888 að ganga þvert yfir jökulinn frá austri tii vesturs. — j Þessir ungu menn , sem heita Björn Staib og Björn Reese, ætla ! að kaupa hunda og sleða til ferð- arinnar í Angmagssalik, en síðan inunu þeir láta flytja sig til Uni- vik, sem er fyrir botni Gylden- löves-fjarðar, en það var einmitt á þeim stað sem\ Nansen hóf för sína. Þeir félagar gera ráð fyrir, að þeir muni verða heldur fljótari Stofnað fulltrúaráð í •. v- ' ‘ n / V,—Húnavatnssýslu ÞANN 15. júní sl. var haidinn stofnfundur Fulltrúaráðs Sjálf- j stæðisfélaganna í Vestur-Húna-' vatnssýslu. Fundurinn var hald- inn á Hvammstanga Fundarstjóri , var Benedikt Guðmundsson, Stað j arbakka, og fundarritari Guðjón! Jósefsson, Ásbjarnarstöðum. Þorvaldur Garðar Kristjánsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðis- fiokksins, ræddi um skipulagsmál flokksins með sérstöku tilliti til flokksstarfseminnar í Norður- landskjördæminu vestra. Nokkrar umræður urðu um skipulagsmálin og tóku eftirtaidir fundarmenn til máls: Guðjón jþsefsson, Ásbjarn- arstöðum, Benedikt Guðmundsson Staðarbakka, Sigurður Tryggva- son, Hvammstanga og séra Gunn- ar Gíslason, alþingismaður. Á fund inum fór fram kosning í kjördæma ráð Sjálfstæðisflokksins i Norður- landskjördæminu vestra en Nansen, sem var 42 daga á jökli. „Nansen hafði enga hunda,“ sögðu þeir félagar við brottförina frá Kaupmannahöfn, „og þess vegna miðaði honum vel áfram i upphafi. Við verðum fyrst að þjáifa og æfa hundana og gerum þess vegna ráð fyrir, að hraðinn verði ekki mikill fyrst, en þann ætti að aukast síðar, þegar hund- arnir verða komnir í þjálfun." Staib og Reese hafa alls 500 kg flutnings, m.a. fjölda skíða og tjald, sem hægt er að nota sem segl, þegar byr er' hagstæður. Enn fundur í kvöld Sáttafundurinn, s^ni« hófst í gærkvöldi í Al-J þingishúsinu, stóð til J klukkan 7 í morgun, ánj þess samkomulag næðj ist. Sáttasemjari heldur á-! fram tilraunum sínum! til sátta og hefur boðað! nýjan fund kl. 20,30 í; kvöld. Stólu 20 þús. kr. Það munaði litlu að stórslys yrði á Akureyri í gær, þegar bifreið hentist stjórnlaus til hliðar út af Eyrarlandsvegi. Var maður á gangi þar á gangstéttinni og munaði minnstu að hann yrði fyrir bifreið- . inhi. Pilturinn sem ók bílnum hefur áður verið kærður fyrir of hraðan akstur. Hann slapp ómeiddur. Á gangstéttinni rétt fyrir ofan þann stað, sem bíllinn hentist út af, var skagfirzkur gestur á Akureyri á gangi og mátti mjög litlu muna að Ungur piltur, 19 ára, sem vinn- ur við byggingavinnu í Brekku- götu á Akureyri hafði gleymt peysu sinni heima hjá sér. Fékk j hann leyfi til að fara á bíl sínum heim til að sækja hana. Flýtti hann , sér svo mikið,' að í bakaldteiðinni ; niður hinn bratta Eyrarlandsveg j missti hann stjórn á bílnum, sem ; ei gamall Citroen af árgerð 1947. ! Gerðist þetta móts við barna- j skólann. Þar mætti hann strætis- i vagni og vék úr vegi fyrir hon- . um. Lenti hann þá á ljósastaur og braut vinstra framhjól undan bíln- um. Við höggið brotnaði kúpillinn af ljósastaurnum. Þá hentist bíll- inn yfir steypta gangstétt vinstra inegin við veginn og upp í gras- bakka. Fyrstu framkvæmdir við hina nýju gatnagerðáráætlun, er nú hafin fyrir nokkru og er nú ver- ið að vinna að undirbúningi mal bikunar á þrem götum á melun um, Víðimel, Espimel og Reyni- einnig verður innan skamms farið að maibika hluta af Lönguhlíð, því að undirbúning ur er langt kominn. Innan tíðar verður ráðizt í malbikun á fleiri götum á melunum og einnig í hlíðunum. — Auk fyrrnefndra framkvæmda er unnið mikið að hellulagningu gangstétta víðs vegar um bæinn. Myndirnar hér að ofan eru teknar í morgun og sýna menn við gangstéttarhellu- lagningu á horni Stýrimanna- stígs og Ránargötu, en hin er tekin vestur á Reynimel, þar sem unnið er að undirbúningi malbikunar. Við bæði þessi verk eru notaðar stórvirkar og hent- ugar vinnuvélar, sem að sögn verkamannanna sem voru þar við vinnu spara 10 menn við gangstéttarlagningu og flýta ó- hemju fyrir undirbúningi malbik unarinnar. VISIR Föstudagur 22. júní 1962. Kjörræðismaciur Þann 11. júní var Pétur Biöndal skipaður kjörræðismaður Þýzka- lands á Seyðisfirði. Fór sendi- herra Þjóðverja Hans-Richard Hirschfeld austur á Seyðisfjörð og setti Pétur inn £ embættið. Stjórnlaus bill í brattri brekku i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.