Vísir - 02.07.1962, Blaðsíða 8

Vísir - 02.07.1962, Blaðsíða 8
8 VISIR Otgefandi Biaðaútgáfan VISIB Ritst.jórar: Hersteinr Pálsson Ounnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri Axel rhorsteinsson. Fréttastjóri Þorsteinn 0 Thorarensen Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingai og afgreiðsla Ingólfsstræti 3. Áskriftargjald er 45 krónur 3 mánuði. I lausasöiu 3 kr. eint. — Sini; 1166C (5 línur). Prentsmiðja VIsis. — Edda h.f W, Mánudagur 2. júlí 1962. ,w.*, Frjálst framtak I Athygli vekja upplýsingar aðaifundar Loftleiða um ; hag félagsins. Hagnaður á árinu hefir orðið 7 milljónir ' króna, auk þess sem véla- og tækjakostur félagsins ; hefir verið afskrifaður um yfir 19 milljónir. Fjárhags- ' staða félagsins er því mjög blómleg. Þessi útkoma er ; þeim mun athyglisvej*ðari sem vitað er að langflest j félög, sem fljúga á flugléiðinni yfir Atlantshafið eru ; rekin með stórtapi og eru þó mörg þeirra styrkt stór- j lega af ríkisfé. En hver er ástæðan fyrir því að Loft- leiðir standa sig svo vel í harðri samkeppni við risana ! á Atlantshafsleiðinni? i Svarið sem forystumenn félagsins gefa er það að 1 sætanýting félagsins sé miklu betri en annarra félaga ; og aldrei betri en nú. Að baki þeirri staðreynd eru hin lágu fargjöld Loftleiða. Með því að bjóða ódýr fargjöid hafa viðskipti félagsins stóraukizt, þótt Loft- leiðir eigi engar þotur til flugs á leiðum sínum, eins og hin stærri félög. En hér kemur annað og meira til. Hér sjáum við ár- angur einkaframtaksins í verki. Loftleiðir njóta engra ríkisstyrkjá, sem t. d. SAS eða BOAC. Þau félög eru þar að auki þjóðnýtt, ríkiseign. Loftleiðir byggjast hins vegar á framtaki einstaklmgsins, frjálsri samkeppni. Hér hefir hið frjálsa framtak enn einu sinni sannað gildi sitt fram yfir ríkisreksturinn. Þar sem þjóðin fær oð ráða I gær greiddu sex milljónir Alsírbúa atkvæði um sjálfstæði landsins. 132 ára stjórn Frakka er lokið. Forseti Frakklands, de Gaulle, hefir leitt Alsírmálið farsællega til lykta og lokið því hlutverki, er þjóðin fól honum á hendur þegar hún kallaði hann til valda. Þjóðaratkvæðagreiðslan í gær er tilefni til saman- burðar við önnur ríki, sem enn hafa ekki fengið frelsi sitt. Ef þjóðum Austur-Evrópu væri heimilað að láta frjálsar kosningar fara fram um það hvaða stjórn þær kysu sér er hætt við að stjórnarskipti yrðu í þeim ílestum. En frjálsar kosningar vilja Sovétríkin ekki eiga á hættu. Þar skilur á milli afstöðu lýðræðisríkis- ins Frakklands og einræðisríkisins í austri. Afleiðing hráðabirgðalaga Flotinn er nú allur á veiðum fyrir Norðurlandi og milljóna hefir þegar verið aflað, sem renna til sjó- manna, útgerðarmanna og þjóðarbúsins í mynd er- lends gjaldeyris. Jafnframt hefir það gerzt að sátta- semjari ríkisins hefir lýst yfir því að frekari sátta- tilraunir séu árangurslausar í kaupdeilunni. Þessir tveir atburðir sýna hve nauðsynleg bráðabirgðalög ríkisstjórnarinnar voru, er ollu því að flotinn lagði úr höfn. Krúsév orðinn þreyttur á lof- ræðum Þreytumerkin á Krúsév eru í liðskönnun. Þeir sem hafa fylgzt með Krúsév í ferðalagi hans í Rúmeníu, eru flestir á einu máli um, að Sovétleiðtoginn vold ugi sé ekki lengur hinn sami sem fyrr. Hann er stöðugt lifandi og hressilegur, en fyndni hans og orðheppni er ekki sú sama og það er augljóst, að Krúsév er farinn að finna til aldurs ins og byrjaður að spara kraftana. Fyrir tveim árum síðan ferð- aðist Krúsév til Búlgaríu á sama tíma, í sama mánuðinum svo að samanburðurinn er auð- veldur. Þá var lika sami kvelj- andi hitinn. 1 Búigaríu var hann vel fyrirkallaður, bros- andi og kátur. Hann var hinn skrafhreifnasti við vestræna blaðasnápa og talaði í gamni og spaugi um íeið og hann var með hótanir og kröfur. Þá var hann ákafur í að hitta og tala við fólk, varð aldrei þreyttur af umræðum og hafði ætíð á .■.■.W.V.V.V.V.V.V.V.V.V. augsýnileg, en þama er hann takteinunum orðatiltæki eða gullkorn, guðsorð úr biblíunni eða Marx_ Hann virtist þá vera hraustari en almennt gerist um menn á hans aldri, og var óð- fús til allra hluta. Þannig stóð hann í háifan annan tíma á götu úti, I steikjandi hita, og ber- höfðaður og ræddi við vestræna fréttamenn. Þegar umræðum lauk sýndist Krúsév vera til- búinn til að standa í annan eins tíma. _o — Núna, í Rúmeníu, var hann strax í upphafi þreytulegur og armæðulegur. Hann hlustaði og fylgdist með móttökuhátíða- höldunum eins og honum leidd- ist, væri ekki með á nótunum og þegar mannfjöldinn hyllti hann, leit helzt út fyrir að hann vildi helzt vera laus við þetta allt saman. Þó var hann öllu hressilegri næsta dag á járnbíautarstöð- inni í Grivita. Augu hans leiftr- uðu af meinfýsni þegar hann kom auga á amerískan blaða- mann, sem hristi höfuðið, þegar einhver ræðumaðurinn lýsti yfir því að hin kommúnistisku ríki mundu brátt fara fram úr Bandaríkjunum í framleiðslu. Hann benti á blaðamanninn og sagði: „Þessi Búlgari þarna er ekki sammála". Krúsév vissi fullvel að blaðamaðurinn var bandarlskur, en eins og hann sagði seinna: „Búlgarar meina já, þegar þeir hrista höfuðið". Krúsév er enn þá vinsælasti og skemmtilegasti persónuleik- inn meðal austrænna stjóm- málamanna, enda lætur hann ekkert tækifæri ónotað til að láta brandara fjúka eða taka almenning tali. Gamalt og vin- sælt bragð hjá honum er líka að fara úr jakkanum og bretta upp ermarnar. Það getur hann gert við ólíklegustu tækifæri. Það kom mjög tftt fyrir í heimsókninni í Rúmeníu að Krúsév kæmi með naprar at- hugasemdir eða beina gagn- rýni. Þegar farið var með hann í verksmiðjur eða á aðra vinnu- staði greip hann tíðum fram í lofræðum viðkomandi ræðu- manna með spurningum sínum. Eitt sinn þegar verksmiðju- verkstjóri einn þakkaði Krúsév gagnrýni hans, svaraði Krúsév: „Þú meinar ekki þakkirnar. Það er öllum illa við að vera gagnrýndir". Slíkar athuga- semdir komu ekki svo sjaldan og yfirleitt notaði Krúsév hvert tækifæri til þess að minna gestgjafa sína á, að hann gjör- þekkti vandamál þeirra, og vildi miklu frekar heyra um erfiðleikana en hlusta á leið- inlegar lofræður Jafnvel fyrir yngri menn en Krúsév hefði dagskrá ferðarinn- ar verið í meira lagi þreytandi. Það var því í rauninni ekki nema eðlilegt þótt Krúsév væri farinn að láta á sjá undir lokin. í Conztanza varð að aflýsa há- tíðahöldum, vegna þess að hann varð að fá hvíld. Daginn eftir var kvejusam- sætið haldið og þótt gesturinn frá Rússlandi hafi setið veizluna til klukkan 2 um nóttina, var hann bæði rólegri og stilltari en fyrir tveim árum. Norræna félagið í Noregi vill íslenzkukennslu þar í landi Norræna félagið í Noregi hefir stungið upp á því við fræðsluyfir- völdin, að tekin verði upp kennsla i nútímaíslenzku við lærdóms- deildir menntaskóla landsins. Leggur félagið til, að íslenzkan verði annað hvort kennd eingöngu í stað gamalnorsku eða jafnframt, og hafa fræðsiuyfirvöld tekið vel í þessa hugmynd, þótt ekki hafi ver- ið tekin nein ákvörðun enn þá. Hafa þau beðið Norræna félagið norska að útvega þær bækur og annað, sem þarf til þess að hægt sé að hefja fslenzkukennsluna. Til þess að jafnvægi geti orðið sem mest í samvinnu landanna, er nauðsynlegt, að Norrænu félögin í hinum einstöku löndum verði jafn gildir félagar, segir ársskýrsla NF I Noregi. Sænska félagið fékk 80,000 s. kr. ríkisstyrk á slðasta ári, og norska félagið sækir nú einnig um 80,000 n. kr. framlag, sem það vonast til að fá. Er þar um að ræða næstum hálfa milljón íslenzkra króna.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.