Tölvumál - 01.01.1990, Page 4

Tölvumál - 01.01.1990, Page 4
Frá formanni Halldór Kristjánsson, formaöurSÍ Árshátíó fyrirtækja 26. janúar?! Það er von okkar sem að þessarri árshátíð stöndum að fyrirtœki muni nota tœkifærið og sameina árshátíð sína árshátíð okkar. Skrifstofa okkar getur tekið frá borð fyrir hópa og fyrirtœki sem þess óskal Gerum þetta að árshátíð allra þeirra sem starfa að tölvumálum! Nýtt starfsár Enn verður bryddað upp á nýjungum á nýju starfsári og verða félögunum kynntar þær eftir hendinni. Tölvumál janúar 1990 Tæplega160áET-degi Mjög góð þátttaka var á ráðstefnu félgasins um einmenningstölvur sem haldin var í desember. Þótti ráðstefnan takast vel og virðist þessi dagur vera búinn að festa sig í sessi í hugum tölvufólks hér á landi. Stefnt er að næsta ET-degi í desember á næsta ári. Árshátíð SÍ, Félags tölvunarfræðingaog KERFÍS26.janúar Eins og fram kemur í auglýsingu hér í blaðinu verður haldin sameiginleg árshátíð þessarra þriggja félaga föstudaginn 26. janúar næstkomandi. Er mjög ánægjulegt að þetta samstarf skuli hafa komist á og von mín að áframhald geti orðið á því. Mjög er vandað til dagskrár en í undirbúningsnefnd sitja Kjartan Ólafsson, Sigurjón Pétursson og Kolbrún Þórhallsdóttir af hálfu SÍ, Logi Ragnarsson af hálfu FT og Helga Sigurjónsdóttir frá KERFÍS. Hefur hópurinn lagt mikla áherslu á að árshátíðin geti orðið sem glæsilegust og eftirminnilegust fyrir þá sem þátt taka án þess þó að verðið verði of hátt. Það er mat mitt að allur undirbúningur gefi tilefni til þess að þessi markmið muni nást. Upplýsingatæknidagur SÍ Sama daginn og árshátíð félaganna verður haldinn verður Arsfundur SI haldinn. Hér er bryddað upp á nýjung í tengslum við aðalfund félagsins sem er í beinu framhaldi af Ársfundinum. Með því að hafa Ársfundinn, aðalfundinn og árshátíð félagsins sama daginn er stefnt að því að gera þennan dag að sannkölluðum Upplýsingatæknidegi SÍ. Þátttakendur fá nýjustu upplýsingar úr tækniheiminum, af starfssemi félagsins og af hver öðrum! Láttu þig ekki vanta!!! Heiðursfélagi SÍ Á árshátíð SÍ verður tilkynnt um kjör heiðursfélaga Skýrslutæknifélags íslands. Til að draga ekki úr spennunni verður nafn hans ekki tilkynnt fyrr en á árshátíðinni. Við val á heiðursfélaga var fyrst og fremst litið á framlag hans til þróunar tölvu- og upplýsingatækni hér á landi. Var leitað til fjölmargra aðila um tilnefningar og kom fljótlega í ljós að kastljósið beindist að einum einstaklingi sem unnið hefur mikið og gott brautryðjendastarf á þessu sviði. Á stjómarfundi 12. janúar síðastliðinn var síðan einróma samþykkt að gera þennan einstakling að heiðursfélaga SÍJEr það von stjómar að það verði hefð í tengslum við ársfundinn að heiðra einstakling fyrir framlag hans til tölvu- og upplýsingatæknimála hér á landi. Nýtt starfsár fer í hönd Flestir stjómarmenn, þar með talinn formaður, eru kjömir til setu í stjóm tvö ár í senn. Nú er fyrra ári mínu sem formaður lokið og það síðara fer í hönd. Allt það starf sem fer fram á vegum félagsins væri ókleift ef ekki kæmi til óeigingjamt starf félaganna og vilji þeirra til að leggja fram sína krafta og þeirra fyrirtækja sem þeir vinna hjá. Sérstaklega á þetta við um það fólk sem velst til stjómarsetu en krafist er mikils vinnuframlags af því. Öllum þessum einstaklingum og fyrirtækjum vil ég þakka samstarfið á liðnu ári og lýsa þeirri von minni að áframhald verði á henni á næsta árí. Guðríðurhættir Guðríður Jóhannesdóttir hefur hætt í ritnefnd Tölvumála. Guðríður hefur um langt skeið lagt mikið af mörkum til blaðsins og eru henn hér með þökkuð giftudrjúg störf í þágu Tölvumála. Það er von mín að við megum frmavegis sem hingað til njóta krafta hennar í félaginu.

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.