Tölvumál - 01.01.1990, Page 7

Tölvumál - 01.01.1990, Page 7
Vegna þessara eiginleika varð Flowcalc fljótlega annað mest notaðaforritið hjá Landsvirkjun, nœst á eftir ritvinnslu. Gögn að viðbættri hugmynd leiða af sér nýja Jramsetningu, sem aftur er tekin til mats og það leiðir annað hvort til niðurstöðu eða nýrrar hugmyndar. Tölvumál janúar 1990 einfaldur töflureiknir og er það hans stærsti kostur. Allar aðgerðir er hægt að framkalla með einum takka á talnaborði tölvunnar, en þetta flýtir mjög allri vinnu við uppsetningu reiknilíkana. Innbyggð föll eru ekki ýkja mörg en þó eru flest algengustu stærðfræðiföllin og nokkur öflug viðskiptareikniföll. Vegna þessara eiginleika varð Flowcalc fljótlega annað mest notaða forritið hjá Landsvirkjun, næst á eftir ritvinnslu. Gott dæmi um notkun Flowcalc og jafnframt um þá síendurteknu aðgerð innan kerfisins “starfsmaður” að bæta við hugmynd og setja gögn fram á nýjan hátt, er reiknilíkan sem reiknar fjárfestingar fram í tímann. Líkaninu má skipta upp í nokkur svæði. í fyrsta lagi gagnagrunn, sem er listi yfír virkjanir ásamt kostnaðaráætlun, þar sem fjárfestingunni hefur verið dreift á ár. Hluti hennar fellur á árið sem virkjunin tekur til starfa og hluti fyrr. í öðru lagi er inntakssvæði. Þar eru skráð þau ártöl þegar hver virkjun tekur til starfa. Ártölin sem skráð eru á þetta svæði jafngilda því tiltekinni röð og tírnasemingu virkjana og mjög hátt eða lágt ártal jafngildir því að virkjun sé ekki tekin með. í hinu raunverulega líkani, sem notað er hjá Landsvirkjun eru skráð 40 mannvirki í einu en aðeins hluti þeirra er í hverri virkjanaröð sem athuguð er. Þriðja svæðið í reiknilíkaninu er millireikningur. Þótt þetta svæði sé ekki oft skoðað, er mikilvægt að það sé vel upp sett, bæði vegna hugsanlegra breytinga og endurbóta, og ekki síður vegna þess að nauðsynlegt getur reynst að skýra reiknilíkanið út fyrir öðrum til að skapa traust á niðurstöðum. í fjórða lagi er svo niðurstöðusvæði, en hér er um að ræða tvenns konar niðurstöður. Annars vegar er fjárfestingarröð, sem er notuð sem inntak í annað reiknilíkan, sem líkir eftir bókhaldi fyrirtækisins og metur afkomu fyrirtækisins með mismunandi forsendum og hins vegar er reiknað núvirði fjárfestingar, sem er mælikvarði á heildarkostnað við þá framkvæmdaröð sem um ræðir. Eins og sjá má er þetta reiknilíkan aðeins eitt af mörgum sem notuð eru við tengdar athuganir. Áður var minnst á afkomuathuganir, en einnig má minnast á líkan, þar sem metið er hvort umfram afl eða orka verður innan hæfdegra marka. í hvert sinn sem hugmynd vaknar um t.d. nýtt stóriðjuver, er slíkt líkan notað til að fínna þær raðir framkvæmda, sem gætu tryggt næga orku með hæfilegu öryggi, líkanið sem fyrr var lýst er síðan notað til að finna þá ódýrustu af þessum röðum og hún sett inn í afkomuathuganir. Þama höfum við skýrt dæmi um hina sífelldu endurtekningu innan kerfisins “starfsmaður með aðstöðu”. Gögn að viðbættri hugmynd leiða af sér nýja framsetningu, sem aftur er tekin til mats og það leiðir annað hvort til niðurstöðu eða nýrrar hugmyndar sem er lögð við gögnin. Flowcalc forritið er enn mikið notað hjá Landsvirkjun, þrátt fyrir ýmsa annmarka. Fljótlega eftir að forritið var tekið í notkun fór að bera á kröfum um grafiska framsetningu gagna úr töflureikninum. Þetta leiddi til þess að fengið var annað forrit, S2020, sem bæði er öflugra og með innbyggt teikniforrit. Þessi töflureiknir varð þó ekki jafn vinsæll og vonast var eftir. Bæði var það að hann reyndist ekki jafn þjáll í meðförum og Flowcalc, en hitt skipti ekki síður máli, að ef menn vildu fá full not af teikniforritinu, eða þjálfa sig, urðu menn að fara og vinna við grafiskan skjá, sem staðsettur var úti í homi á byggingunni. Þetta reyndist sá þröskuldur, að hinir grafisku eiginleikar forritsins fengu aldrei notið sín.

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.