Tölvumál - 01.01.1990, Page 8

Tölvumál - 01.01.1990, Page 8
Tölvumál janúar 1990 Hins vegar er það œði oft, að leggja þarf eitthvað slíkt mat á niðurstöður, að þar verður engri stœrðfrœðiformúlu við komið og á því mati byggist hvort leitað er fleiri lausna eða niðurstaða kynnt. Við þessi verkefni tel ég töflureikninn öflugasta verkfærið. Fyrir u.þ.b. ári síðan var töflureiknirinn Excel, settur upp á einkatölvu með Postscript prentara. Innbyggt í Excel er Chart teikniforrit, sem er tiltölulega öflugt en einfalt í notkun og skilar góðum frágangi á myndum. Reynslan sýnir ótvírætt, að hinir grafísku eiginleikar eru mjög mikilvægir og vega þungt þegar gagnsemi þessa töflureiknis umfram aðra er metin. Sá eiginleiki töflureikna að líkja eftir þeim vinnubrögðum sem menn eru vanir úr námi og öðru starfí, gerir það að verkum að tiltölulega lítillar þjálfunar er þörf áður en hægt er að ná árangri í notkun þeirra. Þetta er líklega það sem gerir töflureiknana svo útbreidda sem raun ber vitni. Miklu máli skiptir að þeir veita mjög góða yfirsýn yfir þau gögn sem eru til meðferðar, villur eru auðfundnar og fljótlegt er að laga reiknilíkön að nýjum hugmyndum. Við val á töflureikni er mikilvægt að hafa í huga, að skipanir séu aðgengilegar. Þá á ég ekki aðeins við að fljótlegt sé að gefa þær skipanir sem maður kann, heldur ekki síður að fljódegt sé að finna þær sem maður kann ekki. Þá þarf að vera auðvelt að taka inn gögn frá öðrum forritum og skila frá sér gögnum á margvíslegu formi. Síðast lítur maður á afl töflureiknisins, hversu margvíslegar skipanir hægt er að gefa og hve mörg föll fylgja. Kjörverkefni töflureikna eru þau þar sem fyrst þarf að kynna sér fyrirliggjandi gögn áður en hægt er að vinna úr þeim. Það er mjög oft sem maður fær einhver gögn í hendur og þarf að finna út notagildi þeirra. Hér má þó ekki vera um of mikið magn gagna að ræða. Hins vegar er það æði oft, sérstaklega við gerð fjárhagsáætlana, að leggja þarf eitthvað slíkt mat á niðurstöður, að þar verður engri stærðfræðiformúlu við komið og á því mati byggist hvort leitað er fleiri lausna eða niðurstaða kynnt. Við þessi verkefni tel ég töflureikninn öflugasta verkfærið. Þetta er trúlega sá eiginleiki sem hefur gert töflureikna svo vinsæla sem raun ber vitni þannig að nánast er hægt að tala um byltingu í úrvinnslu og framsetningu gagna. í" KERFÍS ! * Munið áríðandi aðalfund félagsins sem hefst klukkan 17.00 föstudaginn 26. janúar 1990. Fundurinn verður haldinn í fundarherberginu Aldan í | kjallara ráðstefnuálmu á Hótel Loftleiðum. | Framtíð félagsins getur ráðist á þessum aðalfundi!! Gemm okkur svo glaðan dag í sameiningu og mætum öll á sameiginlega J árshátíð KERFIS, Skýrslutæknifélagsins og Félags tölvunarfræðinga. | Stjóm KERFÍS I Lk,_________________________________________________________________I 8

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.