Tölvumál - 01.01.1990, Qupperneq 12

Tölvumál - 01.01.1990, Qupperneq 12
Tölvumál janúar 1990 TÖLVU- VÆÐING STEYPUSKÁLA ÍSAL Stefán Hrafnkelsson tölvuverkfræöingur, TölvuMyndumh.f. Tölvuvæðing steypuskála ísal er stórt verkefni, sem samanstendur af mörgum kerfum. Stærðargráðan er slík að líklegast var fyrirfram að útlendingar yrðu fyrir valinu við smíði kerfisins. Umhverfi Umhverfið sem kerfið er skrifað í byggir á verkaskiptingu milli móðurvélar og einmenningsvéla. Einmenningsvélamar eru notaðar sem vinnustöðvar og sjá um framsetningu, en móðurvélin er notuð sem gagnastjóri og tryggir að gögn séu sameiginleg(client - server). Einmenningsvélamar eru síðan tengdar saman með staðbundnu neti við móðurvélina. Með þessu umhverfi má nýta bæði kosti móðurvéla og einmenningsvéla. Móðurvélin sinnir aðeins fyrirspumum í gagnagrunninn, en það er einmitt mælistika á afköst slíkrar vélar hvað hún getur svarað mörgum fyrirspurnum á mínútu (transaction per second). Vélbúnaður slíks gagnastjóra byggir oft á hraðvirkum diskum, og miklu innra minni til að geta haft sem mest af gögnum til reiðu. Vinnslugetan er oft takmörkuð, sé hún jafnframt nýtt til framsetningar getutr það leitt til þess að fjöldi fyrirspuma sem vélin annar minnki. Kostir einmenningsvélanna nýtast einnig að fullu til grafískrar framsetningar og þróunar. Þessi uppsetning leiðir af sér í fyrsta lagi meiri sveigjanleika, þar sem gögnin eru aðskilin frá forritum og í öðru lagi einfaldari aðgang í gögn á móðurvél (t.d. með stöðluðum töflureikni eins og Excel eða Lotus 1-2-3). Einnig er mun einfaldara og ódýrara að auka afköst slíks kerfis, bæði með því að bæta vinnu- stöðvum við netið og stækka gagnastjórann. Stækkun gagnastjóra ætti hvorki að verða eins tíð né kostnaðarsöm og reynslan hefur sýnt að stækkun hefðbundinnar móðurvélar með beintengda skjái sé. í fyrsta lagi er lítil sem engin forritun framkvæmd á gagnastjóra þannig að ekki kemur til yfirfærsla á forritum. í öðru lagi er stór hluti vinnslunnar fluttur yfir á vinnustöðvamar þannig að sambærileg móðurvél ræður við fleiri færslur og lengri tími ætti því að líða milli þess að skipta verður um móðurvél. 12

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.