Tölvumál - 01.01.1990, Blaðsíða 14

Tölvumál - 01.01.1990, Blaðsíða 14
Tölvumál janúar 1990 Öll forritun á sér stað á PC/PS vélum, enforritun á móðurvél er engin. skrifuð í Windows og haldið aðskildri frá forritun sem hefur með aðgang í gagnagrunn að gera (Sql- Oracle forritun). Þriðja lagið, rökhluti (aðeins háður "C"), er hvorki háður framsetningu né gagnagrunni. Með slíkri lagskiptingu er mun auðveldara að ráðstafa mannskap í verkið, þar sem auðvelt er að láta tvo menn vinna við sama kerfið. Skilin milli þeirra eru undirforritaköll, og sérhæfing er möguleg. Umfang verksins Eftirfarandi tafla sýnir í grófum dráttum umfang verksins: 50 Mannmánuðir 14 Kerfi 150 Töflur 70 Skjámyndir í Oracle 50 Skjámyndir í Windows 40 Skýrslur 85 Þúsund forritalínur á PC/PS 0 Forritalínur á Vax (móðurvél) Skjámyndir í Oracle eru í raun mun meira en skjámyndir, því heilu kerfin byggja á þeim og má segja að bak við margar þessarra skjámynda liggi flóknar reglur, sem líkja má Hefðbundin forritun: Forritunarumhverfið byggir á styrk eins þáttar (t.d. dBase, Clipper er sterkt í gagnagrunnsverkefnum en takmarkað í framsetningu og rökhluta). við forritun. Skjámyndir í Windows eru búnar til í sérstökum skjámyndaritli, sem geymir aðeins útlit skjámynda, en allar reglur eru forritaðar. Einfaldari skýrslur voru gerðar í skýrslugerðarforriti frá Oracle, en þær flóknari þurfti að forrita sérstaklega. Aðeins eru taldar skrifaðar forritalínur. Athyglisvert er að öll forritun á sér stað á PC/PS vélum, en forritun á móðurvél er engin. Lærdómur Öflug verkefnisstjóm er nauðsynleg í svo stóru verkefni og reglulegir fundir verktaka og verkkaupa eru afar mikilvægir, til að láta verkkaupa fylgjast með gangi mála, og þá sérstaklega þegar verið er að greina, hanna og forrita. Að lokum er óhætt að segja að dýrmæt þekking hefur fengist inn í fyrirtækið með þessu verkefni. Þekking á ýmsum sviðum, s.s. gagnagrunnsþekking (Oracle - SQL), þekking á forritun í gluggaumhverfi (Windows) og reynslan sem felst í því að takast á við svo stórt verkefni nýtist örugglega í önnur verkefni sem byggjast á hugtakinu vinnustöð - gagnastjóri. Lagskipt forritun: Forritunarumhverfið er sterkt á öllum sviðum 14

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.