Tölvumál - 01.01.1990, Síða 15

Tölvumál - 01.01.1990, Síða 15
Tölvumál janúar 1990 Tölvusamskipti: Mótöld, gagnabankar og X.400 Einar Haukur Reynis rafeindavirkjameistari, Póst- og símamálastofnun. Því hefur verið fleygt að þetta sé seinasti upphringistaðallinn frá CCITT og að öll frekari þróun á þessu sviði verði undir merkjum stafrænu símkerfanna ISDN Notkun mótalda til tölvusamskipta um upphringilínur hefur aukist hröðum skrefum síðastliðin ár og miklar framfarir orðið á þessu sviði. Sendihraðinn hefur hækkað jafnt og þétt og er það fyrst og fremst að þakka þeirri miklu tækniþróun sem orðið hefur í örgjörvum, en þeir þurfa að vera sérstaklega hraðvirkir svo mögulegt sé að senda á miklum hraða um símalínur. Núna eru tæpir þrír áratugir síðan alþjóðastaðlanefndin CCITT gaf út fyrstu staðlana yfir þennan búnað en hraði þeirra tækja var lágur. í áranna rás hefur stöðlum fjölgað og notkun tölva aukist, en með tilkomu einmenningstölvanna varð sprenging á þessu sviði og núna eru flesdr kaupendur upphringimótalda úr röðum notenda þeirra. Þeir staðlar sem vinsælasdr eru í dag eru fyrir sendihraðann 1200 og 2400 bitar-á-sekúndu og þeir framleiðendur nánast óteljandi sem bjóða slíkan búnað. Ljóst hefur verið að til að ná meiri hraða úr símalínu fyrir ósamhæfðan gagnaflutning, sem einmenningstölvur nota gjaman, þyrfti að beita sérstökum aðferðum. Nokkur tími leið áður en slíkt var gerlegt, og kostnaður orðinn það lágur að hægt væri að setja slík tæki á almennan markað. Lengi hefur verið vitað að vegna takmarkaðrar bandbreiddar talsímarása yrði ekki hægt að komast hraðar en sem nemur 20.000 bitum-á-sekúndu. Núna eru að koma á markað fyrslu fjöldaframleidduupphringimótöldin sem senda á hærri hraða en áður hefur þekkst og eru þau samkvæmt CCITT staðli V.32. í honum er skilgreind tækni fyrir hraðann 4800 og 9600 bitar-á-sekúndu. Nú þegar eru margir framleiðendur búnir að setja slík tæki á markað þar sem boðið er upp á val milli samhæfðra og ósamhæfðra samskipta og jafnvel innifaldir að auki aðrir algengir staðlar fyrir upphringimótöld. Nokkur aðdragandi er að þessum staðli og tilraunir með frumgerðir hafa staðið lengi yfir. Þau 9600 bita-á-sekúndu upphringimótöld sem fengist hafa hér á landi eru hluti af þessum dlraunum og ekki samkvæmt V.32 staðli. Hvort stöðluð verði upphringimótöld fyrir hærri hraða en þetta er óvíst, en gerðar hafa verið tilraunir með þannig búnað á hraðanum 12000 og 14400 bita-á- sekúndu. Því hefur verið fleygt að þetta sé seinasti upphringistaðallinn frá CCITT og að öll frekari þróun á þessu sviði verði undir merkjum stafrænu símkerfanna ISDN þar sem stafrænn frekar en flaumrænn gagnaflutningur verði hafður að leiðarljósi. Nýtt upphringimótald CCITT V.32 • Hraði: 4800 og 9600 bitar á sekúndu • Samhæfður eða ósamhæfður gagnaílutningur • Tvívirk samskipti (full-duplex) • Aðrir eiginleikar etv. innbyggðir: Hayes AT og/eða V.25 bis, MNP og/eða LAPM • Hraði etv. síðar 12000 eða 14400 bitar á sekúndu 15

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.