Tölvumál - 01.01.1990, Qupperneq 21

Tölvumál - 01.01.1990, Qupperneq 21
Tölvumál janúar 1990 Annmarkar AUTO-MATEPLUS. Gæði myndrœnnar framsetningar eru ekki nógu mikil og meðhöndlun myndmáls eru ekki nógu vel útfœrð (ennþá). Þá er einnig hið velþekkta vandamál með íslenska stafi til trafala í kerfinu, því ekki er mögulegt að nota þá nema á einu eða tveimur formum' kerfisins. Þeir telja það stórt framfaraskref og vita nú betur hvemig staðið skuli að hönnun 'kerfis númer tvö'. Starfsmenn eru almennt ánægðir með kerfið, en flestir hafa athugasemdir um bæði stór og smá atriði sem betur mættu fara og önnur sem þyrfti að bæta við. Flest þessara atriða ættu að geta lagast við frekari þróun kerfisins. Hjá SKÝRR höfum við átt ágætt samstarf við framleiðendur AM+ og vonumst til að þeir taki áfram tillit til óska okkar um lagfæringar og endurbætur. Fæstir starfsmenn geta enn sagt nokkuð um það hvort verk vinnast betur nú eða hvort gæðin séu meiri, slíkt verður frekari reynsla að leiða í ljós. En við höfum trú á þessum verkfærum, hvort sem þau heita AUTO-MATE PLUS eða eitthvað annað og gerum okkur grein fyir því að okkur mun reynast ómögulegt að vera án þeirra í framtíðinni. Hönnun,frágangurog annmarkarAUTO-MATE PLUS. AUTO-MATE PLUS er nánast bein vörpun 'pappírsaðferðar' (LSDM) í tölvuumhverfi og sums staðar má sjá merki þess að samræmingar er þörf. Þá má einnig sjá að kerfið hefur verið útfært í nokkrum hlutum og ósamræmi milli kerfishluta skemmir nokkuð heildarsvipinn. Leiðalýsing mætti vera innbyggð í kerfið. LSDM-aðferðinni er, eins og áður hefur verið nefnt, skipt í áfanga sem síðan skiptast í þætti og hverjum þætti fylgir verkefnalisti. Hjálp við að fylgja ferli verkefnalistanna væri eðlileg í AM+. Síðast en ekki síst þyrfti að vera hægt að skilgreina eigin form á útskriftum og samantektum kerfisins og hægt að gera 'heima- smíðaðar' fyrirspumir í gögn AM+. i--------—--------------------------------------- j Félag tölvunarfræðinga! Við minnum á árshátíð félagsins sem haldin verður þann J 26. janúar klukkan 19.30 í Víkingasal Hótels Loftleiða. Sjá nánari upplýsingar í miðopnu. Skemmtinefndin. I n i i i i i i i i i i j 21

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.