Tölvumál - 01.01.1990, Page 22
Tölvumál janúar 1990
Einka-
töivuvæðing
opinberra
stofnana
Atii Arason
viðskiptafræðingur hjá
SKÝRR
Þjálfun og kennslu starfsmanna
hejur verið verulega ábótavant hjá
opinberum stofnunum.
í grein þessari verða teknar út
nokrar niðurstöður úr erindi sem ég
hélt á desemberráðstefnu
Skýrslutæknifélags íslands. Erindi
sem fjallaði um nokkrar niðurstöður
úr könnun sem ég gerði á
einmenningstölvuvæðingu
opinberrra stofnana.
Það var að mörgu leiti kastað til
höndunum við undirbúning
einmenningstölvuvæðingarinnarhjá
opinberum stofnunum. Það kom
fram í könnuninni að einungis 40%
þeirra hafi látið gera úttekt á
rekstrinum til að geta metið þörfina
fyrir einmenningstölvur áður en
ráðist var í fjárfestingar á þeim.
Ekki nóg með það, heldur hafði
fjórða hver ríkisstofnun ráðist í
einmenningstölvuvæðinguna án
þess að hafa sett sér markmið sem
ná skyldi með henni.
Þetta tel ég vera órækan vitnisburð
þess að undirbúningur fyrir
tölvuvæðinguna hafi verið ónógur
og einmitt vera jarðvegur þar sem
auðvelt er að gera kostnaðarsöm
mistök.
Tölvumar hafa verið notaðar í mjög
einhæf verkefni. Þó svo það sé eðli
margra ríkisstofnana að framleiða
skýrslur þá mætti nota tölvumar
meira í önnur verkefni en ritvinnslu.
Getur það verið að með
einmenningstölvuvæðingunni gafi
ríkisstofnanir fyrst og fremst verið
að endurnýja ritvélakost sinn?
Niðurstöður könnunarinnar voru
þessar.
Þjálfun og kennslu var um margt
ábótavant. Það kom fram í
könnuninni að 40% opinberra
stofnana höfðu hvorki látið
starfsmenn sína fá kennslu né
þjálfun áður en þeim var ætlað að
fara að vinna við tölvumar. Þetta er
að sjálfsögðu skýringin á þeim
tilvikum þar sem minna hefur
komið út úr einmenningstölvu-
væðingunni en til stóð.
Þegar spurt var hver hefðu verið
helsu vandamál sem upp hefðu
komið við einmenningstölvu-
væðinguna þá varð útkoman eins
og sýnt er efst á næstu síðu.
Af þessu er ljóst að þjálfun og
kennslu starfsmanna hefur verið
verulega ábótavant hjá opinberum
stofnunum.
Því hefur verið haldið fram um
nokkum tíma að þáttur
hugbúnaðarins væri stærstur við
tölvuvæðingu. En þessu er öðru vísi
farið hjá ríkisstofnunum eins og sjá
má af eftirfarandi.
Þáttur vélbúnaðar er hér lang
stærstur eða sem næst 60% á meðan
þáttur hugbúnaðar er 27%.
Fram kemur að meðaltalskostnaður
við einmenningstölvuvæðingu
opinberrar stofnunar var 6 milljónir
króna. Opinberar stofnanir eru um
100 talsins þannig að um er að ræða
600 milljónir fyrir þær allar. Ef
reynt er að finna út hver
meðalkostnaður er á bak við hvem
starfsmann þá kemur út talan
180.000.
FJÖIdl 35
30
25
20
15
10
5
0
Svo virðist sem ríkisstofnanir þurfi
að fara í gegnum tvær
tölvuvæðingar til að ná árangri.
Þetta má ráða af ýmsum
niðurstöðum könnunarinnar sem
verða ekki tíundaðar hér. Ég skipti
stofnununum í tvo flokka, lengra
komna í tölvuvæðingunni og styttra
komna. Ef svörunum við spumingu
um ánægjustig með tölvuvæðinguna
í heild er skipt á flokkana þá varð
niðurstaðan þessi (ég tel að þeir sem
merkja við þolanlega séu að
einhverju leiti óánægðir).
22