Tölvumál - 01.01.1990, Side 25
Tölvumál janúar 1990
Daði Jónsson
reiknifræðingur, Verk- og
kerfisfræðistofunni
VERKEFNA-
STJÓRNUN
VIÐHUGBÚNAÐARGERÐ
íslensk hugbúnaðarfyrirtæki og
tölvudeildir geta vœnst mun meiri
ávinnings afbættri verkefnastjórnun
heldur en nýjum hugbúnaðar-
verkfærum.
Það tekur langan tíma að byggja
upp góða verkefnastjórnun.
Hér á eftir verður fyrst og fremst
fjallað almennt um verkefnastjómun
við hugbúnaðargerð án þess að lýst
sé beint þeirri aðferðafræði sem að
baki býr, enda væri slíkt efni í mun
lengri grein.
Hugbúnaðargerð er ung
atvinnugrein og mörgum hættir til
að álykta sem svo, að slík
“hátækniatvinnugrein” geti lítinn
lærdóm dregið af öðrum og eldri
atvinnugreinum. Þetta viðhorf er
alrangt og hefur staðið hugbúnaðar-
gerðinni fyrir þrifum.
Eitt vanræktasta svið hugbúnaðar-
gerðarinnar er verkefnastjómun.
Þegar fjallað er um leiðir til að skila
vandaðri og ódýrari hugbúnaði
dettur fæstum annað í hug en
“4GL”, “CASE” og önnur hugtök af
svipuðum toga. Verkfæri, sem bera
þessa merkimiða em allra góðra
gjalda verð og hafa í sumum
tilfellum aukið afköst þeirra, sem
þau nota. Stöðugt er unnið að
endurbótum á þeim, og notagildi
þeirra á eftir að aukast mikið á
næstuárum. Þrátt fyrir það eiga þau
enn langt í land með að leysa góða
verkefnastjómun af hólmi. Til þess
mun reyndar aldrei koma og
íslensk hugbúnaðarfyrirtæki og
tölvudeildir geta vænst mun meiri
ávinnings af bættri verkefnastjómun
heldur en nýjum hugbúnaðar-
verkfærum. Þeir, sem hafa treyst í
blindni á bætta tölvutækni hafa
komist að því, að ein sér leiðir hún
ekki til annars en þess, að hægt er
að gera sífellt umfangsmeiri mistök
á sífellt skemmri tíma.
Verkefnastjómun á sér langa sögu
og í stórum dráttum era menn
sammála um hvað felst í góðri
verkefnastjómun. Það er því
fróðlegt að bera það saman við
hvemig tekið er á þessu
viðfangsefni í þeim aragrúa bóka,
sem til eru um tölvur og hugbúnað.
Athugun á u.þ.b. 250 bókum, sem
hafa komið út um þetta efni á
undanfömum árum leiddi í ljós, að
einungis í einni þeirra var fjallað um
verkefnastjórnun að nokkm marki.
Það er þó athyglisvert, að
höfundurinn mælir með sömu
aðferðum og tíðkast hafa í öðrum
greinum um langt skeið. Aðrar
bækur tóku annað hvort mjög
yfirborðskennt á þessu efni, eða
virtust ekki gera neinn greinarmun á
sjálfri verkefnastjómuninni og
öðrum þáttum hugbúnaðar-
gerðarinnar. Þá vom inn á milli
bækur, sem eftir titlinum að dæma
fjölluðu almennt um verkefna-
stjómun, en náðu í raun einungis
yfir lítinn hluta hennar. í sem stystu
máli var hugtakið verkefnastjómun
því teygt og togað á alla hugsanlega
máta.
Hvers geta fyrirtæki vænst af góðri
verkefnastjómun? í könnun meðal
fyrirtækja í Bandaríkjunum, sem
höfðu mikla reynslu af verkefna-
stjómun, voru yfir 90% sammála
um að hún skilaði sér raunverulega í
betri stjómun og eftirliti með
verkefnum. Mjög athyglisvert er
einnig, að 80% fyrirtækjanna
nefndu betri samskipti við
viðskiptavininn. Næst á eftir
þessum atriðum komu síðan
skemmri þróunartími, minni
kostnaður og aukin gæði og öryggi.
Nokkur stærri fyrirtækja og
tölvudeilda hér á landi hafa lagt
áherslu á að formlega sé staðið að
allri vinnu við þróun hugbúnaðar.
Ekki hefur verið kannað hver
reynsla þeirra af þessum
vinnubrögðum er, en þó virðist sem
mörg þeirra eigi enn langt í land í
þessum efnum. Eitt af því, sem
menn verða að gera sér grein fyrir er
að það tekur langan tíma að byggja
upp góða verkefnastjómun. Það er
ekki nægilegt að beita þessum
aðferðum á eitt eða tvö verkefni og
dæma síðan út frá reynslunni af
þeim.
Eitt af því vandasamasta í verkefna-
stjómuninni er meðferð breytinga á
verktímanum. Efbreytingaóskireru
tíðar meðan á þróun kerfa stendur
gerir það mjög miklar kröfur til
stjórnenda verksins. Þeir þurfa að
gera sér grein fyrir því, að oft á
tíðum leiðir það til þess, að
endurskoða þarf allar áætlanir fyrir