Vísir - 24.07.1962, Page 15

Vísir - 24.07.1962, Page 15
Þriðjudagur 24. júlí 1962. VISIR 15 SAKAMÁLASAGA i EFTIR CHARLES WILLIAMS FJÁRSJÓÐURINN — Blandið yður einn sterk- an — yður mun ekki af veita. — Hvað er nú um að vera? — Maðurinn yðar er fundinn — dauður, og lögreglan hefur auglýst eftir yður. Hún hellti i giasið og Drosti: — Ég held, að þér séuð hneigð ur fyrir að leika á íilfinningar manna. — Þér trúið mér ekki? — Alls ekki. — Hver kom — einn samsæris-samstarfsmanna yðar? Ég settist til þess að g?ta horft út um gluggann. — Ég vildi geta komið því inn í höfuðið á yður, að þér er- uð í hættu staddar. Lögreglan leitar yðar einnig. Og ég sagði henni allt af létt.a meðan hún farðaði sig. Svo mælti hún rólega: — Nú er ég reiðubúin að aka aftur til bæjarins. — Þér trúið engu, sem ég hef sagt yður? — Það væri blátt áfram hlægi- legt. Þér játið sjálfur, að þér séuð innbrotsþjófur, lygari og notið falskt nafn. j /— Af hverju bætið þér ekki við, að ég sé konuræningi? Ég skil ekki í, að þér skulið ekki hugsa um það framar öðru að snúa yður til lögreglunnar og kæra mig. Hún svaraði engu og ég hélt áfram: — Ég ætla mér ekki að hætta fyrr en ég hef haft upp á pen- ingunum Verið nú skynsamar. Einar fáið þér engu áorkað og enga gleði af þeim, þegar þér eruð dauðar, en þér eruð í yfir- vofandi lífshættu, Ég gæti þó kannske bjargað yður. — Frá hverju? — Er útvarpstæki í bílnum yðar? i — Já. — Komizt að raun um hvort ég segi ósatt, — kannske það sama verði endurtekið og ég , hlustaði á úr viðtæki konunnar ! ungu, sem kom hér áðan. Þá getið þér sjálfar sannfærzt um, hvort ég sagði ósatt. i — Kannske það sé verið að útvarpa núna, sagði hún. Hún tók veskið sitt vog var komin út áður en ég gat gert neitt til að stöðva hana. Hún leit í kringum sig sem snöggv- ast á tröppunum og lagði svo af stað í áttina að bílskúrnum, j en hafði ekki stigið nema nokk- ur skref þegar það gerðist, sem ég hafði óttazt. Veskiö hentist úr höndum hennar eins og þeg- ar fárviðri feykir einhverju með sér. Hún horfði bjálfaleg á svip | á eftir hví og svo heyrðum við ! bæði smelli eins og eitthvað lenti í húsveggnum. j Hún virtist alveg lömuð og , ég hljóp til hennar. Hún reyndi j að koma sér undan, en ég náði 11. henni og bar hana inn gegnurn opnar dyrnar og var rétt kom- inn inn og í skjól, þegar nffli skot splundraði bolla á borðinn. Ég sparkaði aftur hurðinni. en áður en mér tækist það kom annað skot, sem tætti upp vegg- flís svo að steikarapanna datt með miklu skrölti. Við lágum á óhreinu gólfinu. Onnur kinn hennar var svört af ryki og það blæddi dálítið úr skrámu á andlitinu. Liggið kyrr, sagði ég, þar sem þér eruð. Ég gæðist út um gluggann. Sólin skein og allt var friðsam- legt, en ég vissi að leyniskyttan var þarna inni í dimmgrænu skógarbeltinu. Það var nokkurn veginn víst, að hann mundi ekki koma fyrr en dimmt var orðið, en meðan bjart var þýddi ekkert að hugsa um að komast undan. 7. kapítuli. — Bölvaður asninn, sagði hún. Ég uppgötvaði, að hún stóð þannig milli glugganna, að hún var í yfirvofandi hættu, og kast- aði mér á hana til þess að forða henni frá hættunni, og tíenti mér þannig, að ég mundi koma niður á öxlina. Um leið og við kút- veltusmst á gólfinu splundruð- ust tvær rúður í glugganum. — Eruð þér brjálaður, maður? spurði hún. Hún var eins og villiköttur. í örmum mér, en ró- aðist brátt, og þá tók ég upp rúðubrot og henti því gegnum brotinn gluggann. — Ó, sagði hún. —- Ef þér stillið yður upp þannig á ný, sagði ég, vildi ég mælast til að þér segðuð mér áður hvar peningarnir eru. Þá þurfið þér aldrei á þeim að halda. — En hvað getum við gert? — Ef ég slepp við að passa yður eins og lcrakka fengi ég kann'-ke dálítinn tíma til um- hugsunar. Viljið þér vera þægar nokkur augnablik. — Já. Ég skreið á gólfinu að svefn- : herbergisdyrunum og sótti þang ; að tvö teppi. Svo notaði ág tæki j færið um leið og breiddi fyrir j gluggann þar. —a Hlífið andliti yðar, sagði ég við hana, þegar ég kom aft- ur, — allur er varinn góður. Ég gat komið teppi yfir gard- ínustöng yfir glugganum, og í sömu svifum heyrði ég hvin í riffilkúlu, en teppið datt ekki niður og svo lauk ég við að breiða það fyrir gluggann. Ég leit í kringum mig. Bak- dyrnar voru lokaðar og læ har 1 og búið að breiða fyrir glugg- : ana. Engar dyr lágu út úr birgða j herberginu. Morðinginn yrði að j læðast með fram veggjum, en hann yrði að vara varlega, þar j sem hann vissi, að ég hafði skammbyssuna í fórum mínum. — Er þetta þá í lagi? spurði hún. — Nei, sagði ég því annar glugginn var ekki nægilega byrgður, og ég bað hana um að fara úr sloppnum. — Er þetta staður eða stund til slíks, spurði hún kuldalega og settist upp snögglega. — Eruð þér ekki í neinu undir? — Jú, svefnfötum. — Gerið þá eins og ég segi. Ég breiddi sloppinn yfir glugg en Jæja, þá byrjar nýtt ár, við því er ekkert sérstakt að segja, Einu sinn fór ég í mömmuleik við hana. Þá kynntist ég þvi hvað hún getur skammazt mikið. w J Mjúklega og hljóðlega læddist : hann hafði áformað djarfan leik. i viði — ogsíðan útbjó hann snöru I í tré nokkurt. Gildran var útbúin. Tarzan í burt frá skeppnunni, bví I Fyrst bjó hann til reipi úr vín-1 Einmitt í þann mund sem greif- inn var að vlsa gestum sínum til útihúsa, kom einn af mönnum hans til hans. „Hvað eruð þér að gera. Fyrst sýnið þér þeim alla höllina, og svo látið þér þá sofa annars staðar." ,,Ég hef lofað greifanum að slökkva ekki eld hans, en hann gæti hins vegar neyðzt til að slökkva hann sjálfur", sagði greif- inn. „Hann gæti neyðzt til þess að bjarga lífi sínu. I'ess vegna ætla ég að láta þá eyða nóttinni í úci- húsinu". Því næst hélt greifinn aftur t;i gesta sinna og vísaði þeim inn „Hér, yðar hátign, er öruggasti staðurinn. Hérna er Iykillinn og svo býð ég góða nótt.“ Þeir heyrðu allir þegar furstinn lokaði dyrun- um að innan. Nú sýndist engin hætta steðja að slapzkynska eld- inum, en Kalli tók eftir sigur- glampa í augum Ruffianos greifa. ann við forstofutröppurnar, en sloppurinn var svo þunnur, að birtu lagði inn um hann. Ekki var hleypt af skoti. — Hann getur að minnsta kosti ekki séð inn, sagði ég. Nú getið þér risið á fætur. — Hvað gerum við nú? — Það hef ég ekki hugmynd um. Ég gekk út að glugganum og við athugun sá ég, að eftir voru tvö skot í skammbyssunni. — En við getum ekki verið hérna, sagði hún. — Yður dettur kannske eitt- hvað betra í hug, sagði ég. — Getum við ekki læðzt út bakdyramegin og náð í bílinn? — Jú, það gæti hugsazt, en hvað hafið þér hugsað yður að gera þegar út á þjóðveginn kem ur? Það er ekki til sá lögreglu- maður í landinu, sem ekki hef- ur lýsingu á yður — og bflnum yðar. — En fótgangandi? — Það eru 30 kílómetrar til næstu langferðabflastöðvat* og þar sem þér eruð fögur k'ona sem vekur eftirtekt allra — að því sleppíu að þér eruð klædd- ar svefnfötum einum, svo er fótabúnaðurinn, — þunnir il- skór? Nei, þér verðið að láta yð- ur detta eitthvað betra í hug. — Þér getið nú verið blátt j áfram kurteis og uppörvandi, j þegar þér viljið það við hafa. j Ætti ég nú ekki að örva yð- ur dálítið í staðinn. — Hafið engar áhyggjur af mér -— ég get bjargað mér, hve- nær sem er. En ég verð að játa, að ég hef aldrei fyrir hitt konu eins „kalda og ákveðna" og yð- ur. Þér látið ekkert skelfa yður. Myrtuð þér annars manninn yð- ar hjálparlaust — eða var þessi náungi þarna úti hjálparmaður. yðar? — Ég veit ekkert um þetta. — Hvort ykkar hefur pening- ana? — Ég hef ekkert um þetta að Segja.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.