Vísir - 26.07.1962, Síða 5

Vísir - 26.07.1962, Síða 5
Fimmtudagur 26. júlí 1962. 5 V’SIR Amerískur sinfóníu í iiaust Telja má víst, að stjómandi Sin- fóníuhljómsveitar íslands næsta tónleikaár verði ameríski hljóm- sveitarstjórinn William Strickland. Hann var hér á ferð á dögum og stjórnaði æfingu hljómsveitarinnar og hugði gott til að gerast stjórn- andi hennar næsta vetur. Er nú beðiö eftir fullnaðarsvari hans, sem von er á næstu daga. veiði fyrir austan Síldaraflinn í gærkvöld og í nótt var samtals rúm 44 þúsund mál og tunnur hjá 48 skipum. Aðalveiði- svæðið var út af Gerpi, en á mið- unum fyrir norðan var slæmt veiði veður fram eftir nóttu. Veður fór batnandi þar í morgun. Leitarskip lóðaði á síld á Skagagrunni og Húnaflóadýpi en hún djúpt og þar voru aðeins fá skip. Aðeins 3 skip tilkynntu um samtals 2500 mál og tunnur til síldarleitarinnar á Siglu- firði í nótt. Út af Raufarhöfn var einnig lítil veiði í nótt og tilkynntu alls ll skip samtals 7650 mál til síldarleitarinnar þar fyrir kl. 8 í morgun. Aðalveiðisvæðið f nótt var 22 — 27 sjómílur SA af Gerpi og í Reyðarfjarðardýpi. 48 skip til- kynntu afla til síldarleitarinnar á Seyðisfirði, samtals rúm 34 þús- und mál og tunnur. Hér fer á eftir skipalisti með veiði sl. sólarhring: Þorleifur Rögnvaldsson 1000 tn. Einar Hálfdáns 300 tn. Keilir AK 800 tn. Hannes lóðs 750 tn. Guð- rún Þorkelsdóttir 750 tn. Fagri- klettur 1000 tn. Bergvik 700 tn. Jón Gunnlaugs 900 tn. Gunnólfur 1200 mál. Þorgrímur IS 1100 tn. Guðmundur Þórðarson 1400 mál. Mummi 600 tn. Auðunn 800 mál. Ingiberg Ólafsson 800 mál. Gull- ver 500 tn. Fróðaklettur 900 mál. Björgúlfur 1500 mál. Stefán Þór 650 mál. Sigurður AK 960 mál. Kristbjörg VE 500 tn. Farsæll AK 650 mál. Halldór Jónsson 600 mál. Heimir SU 700 tn. Álftanes 700 mál. Hrönn II GK 600 mál. Bragi SU 900 tn. Sigurfari SF 500 mál. Snæfugl 550 tn. Ásgeir Torfason 500 mál. Rán SU 700 mál. Þor- björn GK 1000 mál. Reynir VE 1200 tn. Garðar EA 400. Hagbarð- ur 250 tn Náttfari 350 tn. Svanur RE 600 tn. Héðinn 950 tn. Hilmir KE 900 mál. Hrefna EA 600 mál. Glófaxi 700 mál. Sigurbjörg SU 900 tn. Vilborg 800 tn. Jón Garðar 250 tn. Baldvin Þorvaldsson 500 tn. Gísli lóðs 1050 mál. Björg SU 600 mál. Helga Björg 900 mál. Grundfirðingur II 800 mál. Guð- björg GK 700 mál. Guðbjörg IS 550 mál. Bergvík 600 tn. Ásgeir 350 tn. Ófeigur II 200 tn. Stefán Árnason 600 mál. Kambaröst 600 tn. Seley 1000 mál. Gullfaxi 400 tn. Steingrímur trölli 1300 mál. Stefán Ben. 800 mál. Bergur EV 650 mál William Strickland er maður á bezta aldri, fæddur 1916. Hann var organleikari áður en hann tók að fást við hljómsveitarstjóm, tók við af Leopold Stokowski fyrir mörgum árum sem organleikari St. Bartolomew-kirkjunnar í New York. Hann hefir ferðast víða og stjórnað hljómsveitum, síðast £ Noregi og kom hér við á heimleið þaðan. Unnið hefir verið undanfarið að undirbúningi verkefna fyrir Sinfóníuhljómsveit íslands næsta tónleikaár, en ekki verður endan- Iega gengið frá tónleikaskrá fyrr en hljómsveitarstjóri hefir verið ráðinn og þá í samráði við hann. Sameiginleg nefnd "þjóðþingsins bandaríska hefur náð samkomulagi um fjárlögin og eru niðurstöðutöl- ur 48 þúsund og 100 milljónir dollara og fær Kennedy meira fé en hann bað um. — Þetta reu næst Bandaríkjanna. Þetta er annar af þeim stálbátum, sem BP hefur látið smíða fyrir sig nýlega. Eru þetta gamlir hringnótabátar, sem gerðir hafa verið upp. Myndin sýnir Ottó, sem smíðaður var hjá Jám h.f. Hann hefur verið fluttur austur á Seyðisfjörð og afgreiðir þar skip. Báturinn getur flutt í einu 16 tonn af olíu og 6 tonn af vatni, ásamt smurolíu, feiti og öðru slíku. Á honum er einn mað- ur. Hinn bátur BP er á Siglufirði, og var sá smíðaður í Kyndli h.f. Fuilkominn handrítmaíur í Landsbókasafninu Innréttaður hefir verið salur á fyrstu hæð Landsbókasafnsins, þar sem Náttúrugripasafnið var áður til húsa, en í framtíðinni heimili íslenzku handritanna, unz ný bygging rís, eins og Alþingi hefir samþykkt, að verði. Á næstu vikum verða flutt i þennan sal handrit Landsbóka- | safnsins, um 12 þús. talsins, og j þarna eiga og handritin £ Kaup- mannahöfn að fá samastað, þegar þeim verður skilað. Handrit Lands j bókasafnsinfe taka 400 metra hillu- rými, en í hinum nýju skápum handritageymslunnar nýju er rúm fyrir a ,m. k. 700 metra. Aðstaða þeirra, er að handritarannsóknum Heilsubaðsiöð á heims- mælikvarða i Hveragerði Axel syndir - Framh. af bls 1. fjöldi safnist saman við höfnina þegar Áxel kemur að landi. Þrír bátar verða með f förinni v.b. Dröfn, árabátur sem Pétur Eiríks- son leiðsögumaður verður í og auk þess mun einn af bankastjór- um bæjarins fara á skemmtibát sínum og fylgjast með sundinu. Um þessar mundir dvelst hér á Iandi forstjóri heilsubaðstaðarins Badenweiler í Vestgr-Þýzkalandi, Baumgartner að nafni að nafni, og er hann hingað kominn i boði EIli- heimilisins Grundar, til þess að kynna sér skilyrðin fyrir heilsubað- stað í Hveragerði. Á fundi með fréttamönnum kom fram, að Gísli Sigurbjörnsson hef- ur Iátið gera teikningu af 100 manna heilsubaðhóteli í Hveragerði og mundi það kosta 40 milljónir miðað við verðgildi peninga nú. Hann hefur mikinn áhuga á, að Hveragerði verði heilsubaðstaður með öllum beztu nútímaskilyrðum, en slíkt kostar mikið átak margra, mikinn undirbúning og mikið fé, — og vitanlega þarf tíma til slíkra framkvæmda og enn meirf tima til að vinna slíkum stað álits og þar með tryggja örygga framtíð hans. Heilsubaðstaðir Evrópu eiga sér langa sögu, Badenweiler 2000 ára, svo að dæmi sé nefnt. Nú á tím- um þýðir ekki annað en bjóða upp á það bezta og fullkomnasta, og þegar hugsað er til framtíðará- forma um heilsubaðstað. er því mikilvæat 'pjtr -6* iiit--. 'itnna færust. -rianna <vo 'err Baum gartners en alit han- e: að skit yrði frá náttúrunnai hendi éu hiil ákiósanlegustu alla staði nar sé fvrii hendi jarðhitinn, heitt vatn, gufa og leir, en í Baden- weiler verði að flytja inn allan leir frá Italíu, —- auk þess sé nátt- úrufegurðin og skilyrðin til þess. að geta verið í kyrrð og næði fjarri glaumi heims og látum sem heilsu- baðsjúklingum sé ákaflega mikil- | vægt. i En eins og Hveragerði er í dag er þar margt í ólestri, og þó ber að meta það, sem vel hefur verið gert, og reynt er nú að stefna . átt til umbóta, með holræsagerð og fleira. Þar er þó enn svo ástatt sums staðar í þorpinu, að óþverri frá skolpleiðslum og salernum renn ur út í hraunið og uppgufun frá þessu gæti blandazt hveragufunni og þarf ekki mörg orð um þá hættu sem í þessu getur falizt. Þá er athyglisvert, sem Baum- gartner sagði, að í heilsubaðstöð- um Þýzkalands væri sami leirinn aldrei notaður1 oftar en einu sinni. j Enginn gestur mundi koma aftur I á heilsubaðstað, þar sem annar hátt ur væri hafður á. Ellihcimilið Ás í Ilveragerði 10 ára. Það er stofnað af Árnessýslu, en rekið af Elliheimilinu Grund með sérstökum samningi Xrnessýsla á þarna nú 4 hús, en Grund 8 T!u ára afmælið er í dag, en þess i ur minnzt síðar. Þarna eru n 1 fastavistmenn og 14 sumarges. vinna, batnar svo í hinum nýja stað frá því, sem verið hefir, að ekki er sambærilegt. Skápa úr stáli hefir Ofnasmiðjan smiðað og færast þeir til á hjólum eftir því, hvernig þarf að komast í, og með því móti sparast gólfrými nærri i um helming. Skápunufn er síðan rennt saman, þeim læst með einu handtaki og ekki kemst ryk að handritunum. Útbúin hafa verið fullkomin vinnuborð handa fræði- og vísindamönnum, hvert með sér- stökum handritalampa. Sérstakur eldtraustur klefi er fyrir dýrmæt- ustu handritin. Kemst salurinn væntanlega í gagnið i september. Hvernig sfanda - Framh. af bls. 1. ir samizt við Rússa enn þá. Vit- að er að síldarútvegsnefnd sendi verzlunarfulltrúa Sovét- ríkjanna símskeyti frá Siglufirði til Reykjavikur í gær, í sani- bandi við þær samningaumleit- anir, sem staðið hafa yfir síð- an í fyrra mánuði, en ekki hafði borizt svar við því skeyti ki. 11 í dag. I sambandi við þessa miklu óvissu um síldarsölu til Sovét- ríkjanna kynni mörgum að þykja fróðlegt að heyra hvern- ig viðskiptasamningum V'ð Rússa er háttað yfirleitt. Samkvæmt viðtali við dr. Odd Guðjónsson ráðuneytisstjóra er í gildi þriggja ára greiðslu- og viðskiptasamningur (ramma- samningur) við Sovétríkin, sem undirritaður var í Moskvu 1960. Ákvæði eru um það í þessum samningi, að samið skuli árlega innan þessa ramma um einstaka liði útflutnings og innflutnings, verð og annað. Síldarkvótinn innan rammans i heildarsamningnum er 120 þús- und tunnur, en upp í þann kvóta komu yfir 30 þúsund tn. frá fyrra ári, svo að kvótinn í ár minnkar strax sem því nemur. Sem dæmi upp á breytingar, sem orðið geta innan rammans, er heildarsamningurinn markast ar, má nefna að £ fyrra var mjög lítill útflutningur til Sov- étrikjanna á frystum fiskflök- um, en í ár var gerður samn- ingur um sölu á 18 þúsund lestum þangað af þessari vöru. Dómurinn birtur í dag NIÐURSTÖÐUR gerðadómsins í síldveiðideilunni verður að líkind- um birtur i dag. Dómararnir hafa setið á fundum að undanförnu og komu enn saman til fundar rétt fyrir hádegið í dag. Var búizt við að eftir þann fund yrðu dómsnið- urstöður birtar. FAXAFLÓI FISKI- SÆLL í SUMAR Aflinn hjá humarveiði- bátum og dragnótabát- um hefur verið afburða góður í sumar, hér í Faxaflóanum. Enn frem- ur hefur veiðzt vel í botnvörpu að undan- förnu. M. a. fyllti m.b. Hrafnkell, sem gerður er út frá Reykjavík á botnvörpu, sig á 3 dög- um, en það munu hafa verið um 50 tonn. Sigldi hann síðan út með afl- <mn. I Keflavík fékk m.b. Svanur um 60 tonn af fiskl i botn- 'örpu í síðustu viku. í Reykjavík eru hæstu drag- nótabátarnir búnir að fá allt upp í 130—140 tonn, svo sem bátarpir Jón Bjarnason, Glaður og Geysir. Þetta er mjög góður afli, þar sem nokkur hluti hans er verðmætur fiskur, svo sem koli. Hefur kolinn i Faxaflóa verið ágætur í sumar, stór og feitur. í Hafnarfirði var humarveiðin góð framan af. Aflahæstur hum- arbátanna er Fiskaklettur, sem hefur lagt á Iand um 100 tonn af humar. Til samanburðar má þeta þess, að Fiskaklettur var Iíka á humarveiðum 1 fyrra og var afli hans þá 38 tonn, svo að hann er nærri þrefalt meiri nú. Handfærabátarnir við Faxa- flóa hafa margir fengið góðan afla, aðallega hefur það verið ufsi, sem hefur verið flakaður um borð í bátunum og saltaður.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.