Vísir - 26.07.1962, Blaðsíða 6

Vísir - 26.07.1962, Blaðsíða 6
VISIR Fimmtudagur 26. júlí 1962. Norskur málari kom til Reykjavíkur á dög- unum með rúmlega tuttugu myndir, sem hann hefir hengt á vegg- ina í Mokka-kaffi við Skólavörðustíg, og stendur sú sýning yfir fram undir mánaðamót. Þetta eru pastelmyndir af ýmsu í heimalandi málarans, af húsum, landslagi, mönnum og dýrum. Fréttamaður Vís is hitti málarann og konu hans í gær á Arn- arhóli, og var ekki nema sjálfsagt að taka mynd af honum þar ásamt fyrrv. landa málarans, Ingólfi Arnarsyni. Hafnfirzk og norsk. Málarinn heitir Oscar Sörr- eime og kona hans Idun (Ið- unn), og það kom upp úr kaf- inu, að hún er hálf íslenzk, móð ir hennar úr Hafnarfirði, og þar dveljast þau hjón meðal frœnd- fólks Iðunnar. — Eruð þér máske fædd nér á landi, Iðunn? — Nei, ég er fædd 1 Noregi, en elzti bróðir minn fæddist á Islandi. Pabbi kom hingað ung- ur, og mamma giftist honum hér. Hún heitir Helga Sigur- jónsdóttir, systkini hennar eru búsett i Hafnarfirði. — Er þetta f fyrsta sinn, sem þér komið til íslands? — Ég hef einu sinni komið hingað áður. Ég var þá aðeins sjö ára, og þá var ég sumai- tíma hjá frændfólki mínu i Hafn arfirði. Mamma hefir hins veg- ar aldrei komið heim sfðan hún fór af landi brott með pabba. Hann hefir ekki gefið sér tíma til að fara hingað, og mamma ekki viljað fara nema pabbi kæmi með, og svona hefir þetta dregizt öll þessi ár. — Hvar búið þið í Noregi? — í Stavanger og grennd. Foreldrar mfnir búa í borginni. Þar kynntumst við Oscar, en við búum utan við borgina. Málar, þegar tími gefst — Hvenær byrjuðuð þér að mála, Oscar? — Ég hef haft gaman af þvf síðan ég var lítill drengur. En svo var ég orðinn allstálpaður. þegar ég fór til myndlistar- náms, byrjaði f Osló. Sfðan hef ég ekki getað hætt, þótt ég hafi aldrei getað helgað mig listinni eingöngu. En ég hef notað hverja frístund til að mála, og Iðunn hefir meira að segja unn- ið úti, til þess að ég fengi betri tíma til að stunda málverkin. — Eru annars margir í Stav- anger, sem geta lifað af list sinni? — Nei. Ég man ekki eftir nema þremur af þeim 15, sem eru f félagi myndlistarmanna í Stavanger. — En eruð þér ekki einmitt framarlega f því félagi? — Jú, ég á sæti í stjórn fé- lagsins, er ritari hennar. — Eru félög myndlistar- manna mörg í Noregi. Skiptast þau. máske eftir stefnum eö i klíkum? — Félög eru mörg í landinu eftir bygðarlögum. En hins veg ar skiptast þau ekkert eftir þvf, Oscar og Iðunn Sörreime og landi þeirra Ingólfur Amarson, heima í Noregi, til allrar bless- unar. Flestar opinberar bygg- ingar og einnig einstaklinga og atvinnufyrirtækja hafa vegg- skreytingar eftir norska list- málara, og eru mörg veggmál- verkin í Osió og víðar meðal þess, sem gestum og ferða- mönnum er sýnt og vekur mikla athygli. Flestar veggmyndirnar eru að vonum eftir okkar mestu og frægustu málara, en ég vona, að í þessu efni hafi skapazt hefð, og í framtíðinni þyki sjálfsagt að málarar og aðrir myndlistarmenn Ieggi hönd að verki, þegar hús eru byggð. Hið sama vona ég að eigi eftir að tíðkast hér og raun ar í sem flestum löndum verði leitað til myndlistarmanna i þessu skyni. Skólabræður Jóns Stefánssonar. — Hverjir eru nú elztu og helztu menn f hópi norskra myndlistarmanna um þessar mundir? — Gömlu meistararnir týna nú tölunni. Þeir, sem frægastir urðu á fyrstu árum aldarinnar, voru Christian Krogh og Ed- vard Munch. Á öðrum áratugn- um og fram á síðustu ár voru frægustu nöfn þeirra, sem voru nemendur hjá Matisse um 1910 og voru þar skólabræður Jóns ykkar Stefánssonar. Það voru þeir Henrik Sörensen, Axel Re- vold, Jean Heiberg og Per ÆTLAR AÐ MALA SUÐUR MEÐ SJO hvort félagsmenn greinir á eða hvaða listastefnum þeir fylgja. Það eru sjálfsagt til klíkur okk ar á meðal sem annars staðar, en það hefir ekki orðið til þess að kljúfa félögin. Þar er auð- vitað rifizt, eins og gengur en við stöndum saman f félögunum og félögin í landssambandinu. Félög myndlistarmanna eru ekki svo fjölmenn, að þau séu til skiptanna. — Haldið þið oft sýningar i Stavanger? — Fyrst og fremst heldur listamannafélagið eina samsýn- ingu á ári. öllum er frjálst að senda myndir og þær berast alltaf í hundraða tali og sýna, hvað margir fást við að mála. En ekki er allt sýnt, sem að berst. Það er dómnefnd, sem sker úr um það, og ekki nema lítill hluti af því, sem að berst, kemzt á sýninguna. Svo eru að sjálfsögðu margar sýningar aðr ar haldnar í borginni, einstakra málara, heimamanna og gesta. Það er alltaf að aukast áhugi ungs fólks á myndlist, ekki sízt eftir að við komum á fót vísi að myndlistarskóla fyrir fá- um árum, þó að enn geti hann ekki starfað nema stuttan tíma ársins. — Hafiö þér haldið margar sjálfstæðar sýningar áður? — Heima f Noregi hef ég haldið þó nokkrar sýningar, í Stavanger og öðrum helztu borgum landsins, en fyrsta sýn- ing mín erlendis er þessi, sen. nú stendur yfir hér í Mokka- kaffi. Raunar mála ég mest í olíu að staðaldri, en lét mér nægja að taka með mér aðeins pastelmyndir hingað, af því að þær eru meðfærilegri. Málarar skreyta byggúigar. — Fá myndlistarmenn í Nor- egi oft verkefni við skreyting- ar á byggingum? — Það er víst óhætt að segja að talsvert sé orðið um það Krogh. Tveir fyrstnefndu eru nýíátnir, en Heiberg og Per Krogh eru enn á lífi. Allir urðu þeir einhverjir mest metnu og frægustu málarar okkar á þess- Framh. á 4. síðu. „Bátar í höfn“ eftir Oscar Sörreime.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.