Vísir - 26.07.1962, Síða 9

Vísir - 26.07.1962, Síða 9
Fimmtudagur 26. júlí 1962. VISIR Boeing 707 getur flest tekið 185 farþega. Flugvélar þessar hafa skapað algerlega ný viðhorf í flugmálum heimsins. Boeing 707 hefur flutt 26 milljónir farþe Fyrir um það bil hálfri öld stofnaði ungur mað- ur í Bandaríkjunum nýtt fyrirtæki. Hann hét Bil! Boeing og var sonur ríks iðjuhölds. — Helzta frí- stundagaman hans var að fljúga. En honum fannst flug- vélarnar, sem þá voru til, ekki nógu hraðfleyg- ar. Þess vegna datt hon- um í hug, að stofna hið nýja fyrirtæki. Hann nefndi það „Boeing Air- craft Company“ og þar reyrdi hann nýjar hug- myndir sínar um gerð fullkomnari flugvéla. Áratugir hafa liðið og fyrirtækið er nú meðal voldugustu iðnfyrir- tækja i heimi. Flugvirkin frægu. Boeing-nafnið hefur verið tengt ýmsum flugvélategundum sem frægar hafa orðið og komið við sögu. Boeing Clipper flug báturinn sem hélt fyrst uppi reglubundnum flugferðum yfir Atlantshafið, Boeing flugvirkin, sem flugu í svo þéttum torfum yfir Þýzkaland í sprengjuferð- um á stríðsárunum að það vai haft á orði að þau hefðu skyggt fyrir sólina. Síðan kom Boeing risaflugvirkið og loks fulkomnasta sprengjuflugvé) heims, Boeing B-52 og frægasta farþegaþota heims í dag Boeing 707. Af tegundinni Boeing 707 hafa svo margar verið smíðaðar að það er sagt að á annarri hverri mínútu sé einhver Boeing 707 að hefja sig til lofts eða setjast á einhverjum flugvelli heims, jafnt að degi sem nóttu En upp á síðkastið hafa Bo- eing 707 fengið vafasamari frægð. Síðustu mánuðir hafa verið svartir dagar í sögu Bo- eing-félagsins. Hver farþegaþot an á fætur annarri hefur farizt og mörg hundruð manna látið lífið í þessum slysum. Bill Boeing er ekki lengur a lífi. Hann lézt fyrir sex árum og skildi konu og sonum sín- um eftir auð, sem metinn hefur verið á marga milljarða króna Allei? forstjóri. Nú heitir félagið, sem hann stofnaði Boeing Company. Það hefur aðsetur og verksmiðjur allar í borginni Seattle nyrzt é Kyrrahafsströnd Bandaríkjanna Forstjóri þess er lögfræðingur einn að nafni William M. Allen, sem var lögfræðilegur ráðunaut ur fyrirtækisins i 20 ár en var svo valinn forstjóri árið 1945 Það ár var eitt mésta tímamóta- og erfiðleikaár í sögu félagsins, Þá var heimsstyrjöldinni lokið. Boeing-smiðjurnar höfðu ein- beitt sér að smíði sprengjuflug- véla, meðan einn helzti keppi- nautur þeirra Douglas-verk smiðjurnar hafði smíðað flutn- ingaflugvélar og átti því miklu hægara með að breyta um og leggja út í framleiðslu á far- þegaflugvélum Það >r fyrst og fremst verk þessa kæna lögfræðings að Bo- eing-verksmiðjunum hefur nú tekizt að fara fram úr ölluvn öðrum f smíði farþegaflugvéla. Árið 1950 ferðaðist Allen rjl Englands og heimsótti þá m.a verksmiðjur De Havilland bav sem verið var að smíða fyrstu Cometuna, hina trægu farþegn þotu Breta. Hinn bandaríski for stjóri undraðist eitt mest. Bret- arnir ætluðu nær því eingöngu að handsmíða Cometuna, þ.e. a.s. þeir ætluðu ekki að skipu- leggja starfið með færiböndum eða notfæra sér þann sparnað sem leiðir af fjöldaframleiðslu. Nú hugsaði Allen sér, að ef hægt væri áð safna saman nógu miklu fjármagni, vekja áhuga nógu margra flugfélaga, þ5 mætti hefja fjöldaframleiðslu á farþegaþotu, sem yrði til að lækka verðið á þeim og mætti með þeim hætti tryggja áfram- haldandi forystu Bandaríkjanna á þessu sviði. Hann sneri heim staðráðinn í að reyna þessa leið. En þá var Kóreustyrjöldin komin f al gleyming og Boeing verksmiðj- urnar voru enn á ný skyldaðar til þess að nota allan vinnu- kraft til framleiðslu á hernaðar- flugvélum. Allen varð að leggja hugmynd sína á hilluna og á meðan gerðist það hinn 2. maf 1952, að fyrsta Cometan mark- aði upphaf þotualdar er hún hóf sig með ýlfrandi hreyflura á loft frá flugvelli í London og flaug fullhlaðin farþegum aust- ur til Singapore. En Allen hafði ekki gefiz.t upp. Kóreustrfðinu var ekki Iok- ið þegar hann kallaði til sln for- stöðumenn verkfræði og tækni- deilda fyrirtækisins og gaf þeim fyrirmæli um að kanna mögu- leikana á smíði farþegaflugvél- ar, sem knúin væri þrýstilofts- hreyflum. Eftir nokkrar vikui fékk hann svar frá þeim með jákvæðum kostnaðarútreikning um, sem bentu til þess að hægt væri að fjöldaframleiða slíkar vélar. St j órnarf undurinn frægi. Allen bjó sig ur.dir söluferð. Hann fór til forstjóra stærstu flugfélaganna og spurði þá hvort þeir vildu taka þátt í fram Ieiðslunni og verða þannig i hópi þeirra fyrstu til að fá hin- ar fullkomnu farþegavélar. Um þessar mundir var Bo- eing-verksmiðjan að Ijúka smíði á fyrstu risastóru sprengjuþot- unni, sem hlaut nafnið B-tó. Allen var viðstaddur á flugvell- inum þegar þetta ferlíki knúið átta þrýstiloftshreyflum hóf sig til flugs -með ógurlegum hvin. Hann grét eins og barn, því að í þessu sá hann von sína styrkj- ast um farþegaþotuna, sem hann hafði dreymt um. Og nú kallaði hann "'saman hinn sögulega fund I stjórn verksmiðjunnar þar sem hann Iagði öll plögg á borðið og heimtaði 630 milljónir króna, sem var talinn byrjunarkostn- aður við teikningu, skipulag og smíði fyrstu vélarinnar, af teg- und sem hann kalaði Boeing 707. En snörg flugslys siðusfu vik' ur vuldu úhyggjum Fundur þessi stóð nær sam- fleytt I tvo sólarhringa og stóð j miklar deilur á honum. Sumurn stjórnarmeðlimunum ofbauð þessi djarfa áætlun. I fyrstu fékk Allen þvert ,,nei“ En hann barðist eins og ljón fyrir áform um sinum og eftir 48 klst. hafði hann meirihluta stjórnarinnar með sér og gat sent fyrirskipun til yfirverkfræðmgs verksmiðj unnar Maynard Pennells um að taka þegar til starfa. Leyni-flugskýlið. Pennell og 300 manna lið hans fékk bækistöð í stærsta flugskýlinu við Boeing verk- smiðjuna. Allt umhverfis það var reistur átján metra hár múr og svo mikil leynd var yfir framkvæmdunum að engum manni var hleypt inn, nema hann gæti sýnt sérstakt vega- bréf. Lenti Allen sjálfur i því, að hann hafði gleymt vegabréf- inu, er hann ætlaði eitt sinn að fara inn í leyni-flugskýlið. Vörðurinn þekkti hann ekki og meinaði honum inngöngu. — Hvað er þetta? sagði Allen í reiðitón. — Þekkið þér mig ekki, ég er forstjóri Boeing. — Nei, ég þekki yður ekki, og jafnvel þó ég þekkti yður, mætti ég ekki hleypa yður inn nema þér sýnið vegabréfið. *-w Cometu-slysin. Þegar hér var komið voru hinar ensku Comet-flugvélar farnar að fljúga á flugleiðum út um allan heim. En ánægja Breta stóð ekki lengi. Fyrsta Cometu-slysið varð við Ciampino-flugvöllinn við Róm Þá kastaðist Cometa við flug- tak út af flugbrautinni og hvolfdi. 1 þessu óhappi slasaðist þó aðeins einn maður. En þetta var aðeins byrjun in. I marz 1953 hrapaði Comet.a hjá Karachi í Pakistan og á þvi ári urðu þrjú alvarleg Cometu flugslys til viðbótar. En ægileg- asta slysið varð yfir Miðjarðar hafi við eyna Elbu, norðarlega við Ítalíu þann 10. janúar 1954. ítalskur fiskimaður að nafm Pasquale Signorini varð áhorf andi að því. Hann var að veið- um einn á báti. þegar kyrrðin varrofin af þotuhvin og hann sá stóra flugvél þjóta um háloftin með miklum hraða. Allt f einu sá hann silfuriitan blossa og. sfð an eldsloga. Feikilegar spreng- ingardrunur bárust honum ti) Framh. á bls. 10. Í

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.