Vísir - 26.07.1962, Side 10
10
VISIR
Edinborgarhátíðin tefl-
ir fram miklu mannvali
Islenzk hópferð á hát'iðina
Mcöal hciðursgesta á Edin-
borgarhátíðinni, sem hefst 19.
ágúst og stendur til 8. septem-
ber, verða þrír frægir Frakkar,
eins konar þriggjalaufasmári í
hópi franskra rithöfunda, sem
sé Jean-Paul Sartre og hans
hægri hönd Simone de Beauvoir
og loks hin alræmda Francoise
Sagan.
Bókmenntir
og whiskydrykkja.
Þykir mörgum, sem nær hefði
verið að heiðra fremur aðra
Sir Compton Mackenzie
(ein kunnasta saga hans
nefnist .Whisky Galore).
höfunda franska en t.d. hina
síðastnefndu, en líta verður á
það, sem sumir ærlegir Skoti.r
hafa viðurkennt, að þessari
þrenningu sé ekki aðeins boð'ð
einungis vegna þess skrefs, seni
þau hafi lagt til bókmenrta,
heldur sé það ekki síður viður-
kenning fyrir að þessir þrír rit.
höfundar hafi öðrum fremur
lagt sig fram um að auka
whisky-drykkju í heimalandi
sínu, sem og er heimaland kon-
íaks, er flestir sannir Frakkar
líta á sem æðra vín en whisky.
Jean-Paul og Simone þykja, að
áliti Skota, hafa gefið fagurt
fordæmi með því að panta ailc
af whifeky, er þau koma inn á
vínveitingastaði. Og Francoise
er m.a. höfundur vígorðsins:
„Whisky a gogo“, en það má 'it-
leggja: Whisky í tunnutali!
Skáldaþing.
Annars eru nú ofannefnd
ekki þau einu úr hópi rithöf-
unda, sem sækja þessa mikiu
listahátíð, heldur vefður fyrsfu
fimm daga hátíðarinnar haldið
þing skálda frá 13 löndum, sem
flytja þar ræður og taka þátt i
kappræðum, þar serh áheyrend-
ur mega og leggja orð í belt;.
Einn þeirra, er boðið var, getur
ekki mætt, þvi að síðan hefur
hann safnazt til feðra sinna —
Nóbelsskáldið William Faulkn-
er. Það er skozki rithöfundur-
inn Sir Compton Mackenzie.
sem ávarpar gesti. En meðai
þeirra, er boðið hefur verið.
auk ofannefndra, eru: Kingslev
Amis, Lawrence Durrell, Ilya
Ehrenburg, William Golding,
Graham Greene, Marek Hlaskc,
Norman Mailer, Hugh McDiav--
mid, Alberto Moravia, Iris Mur-
doch, Vladimir Nabokov, Alex-
ander Reid, Alain Robbe-Grillet,
Bertrand Russell, Natalie Sarr-
aute, C. P. Snow og margir
fleiri. Það er John Calder, sem
hefur skipulagt þingið, og um-
ræðum stjórnar Gordon Smith.
Fimm leikrit.
Það eru svo engin stórtíðindi,
miklu frcmur sjálfsagður liður,
að flutt verur léikrit eftir
Shakespeare á slíkri hátíð, og
að þessu sinni verður það leik
ritið „Troilus and Cressida",
leikstjóri Peter Hall. Nýtt leik-
rit verur frumsýnt á hátiðinni,
en ekki hefur enn verið til-
kynnt, hvaða verk það verður
Þrjú leikrit önnur verða flutt
þarna, og mun flestum leiklist-
arunnendum áreiðanlega þykja
eftirsóknarvert að sjá og heyra
þær leiksýningar. Nýjast þeirra
er leikritið „The Devils" eftir
Dylan Thomas. Það er byggt á
sögunni um líkræningjana
Burke og Hare og hinn fræga
dr. Knox og gerist einmitt í
Edinborg snemma á 19. öld.
Loks er leikritið „Young Auc-
hinleck" eftir Robert McLellan
og fjallar um James Boswell í
leit að eiginkonu.
Tónsnillingar
austan tjalds og vestan.
Að venju verður mest fjöl-
breytnin á sviði tónlistarinnar
á Edinborgarhátíðinni, og -ir
raunar flest til hátíðarinnar
vandað meira nú en verið hefur
um nokkurra ára skeið. Þrír af
mestu snillingum heims hver á
sínu sviði, Rússarnir David
Oistrakh fiðluleikari og Sviato-
slav Richter píanóleikari og
Mtsisiav Rostropovich sellóleik-
ari koma fram sem einleikarar,
og yngsti tónsnillingurinn verð-
ur sjálfsagt 16 ára sellóleikar-
inn enski, ungfrú Jacqueline du
Pré, sem sagt var frá í Vísi
fyrir nokkrum vikum. Svo
nefnd séu helztu nöfn önnur
meðal einleikara og söngvara:
Teresa Berganza og Felix La-
villa, Brenton Langbein og
Maureen Jones, Stefania Wojto-
Jean-Paul Sartre.
wics og Geoffrey Parsons, Wolf
gang Marschner, Frida Bauer,
John Ogdon og Brenda Lucas,
Peter Pears og Benjamin Britt-
en, Galina Visnevskaya, Elisa-
bet Söderström, Janet Baker,
Thomas Hemsley, Rosalyn Tu-
reck og Barry Tuckwell.
Hljómsveitirnar, sem leika á
hátíðinni, eru Sinfóníuhljóm-
sveit Lundúna, Hljómsveitin
Philharmonia, Skozka hljóm-
sveit brezka útvarpsins, Sin-
fónfuhljómsveit pólska útvarps-
Simone de Beauvoir.
Francoise Sagan.
ins og Þjóðlega skozka hljóm-
sveitin. Strengjakvartettarnii
Allegri, Amici og Borodin halda
þar tónleika, Schola Cantorum
Basiliensis undir stjórn August
Wenzinger, Ieika alla sex
Brandenborgarkonserta Bachs
og einnig verk eftir samtíma-
menn hans, á hljóðfæri þeirra
tíma. Beigrad-óperan kemur og
flytur fimm óperur, Prins Igor
eftir Borodin, Don Quixote eftir
Massenet, Khovanschina eftir
Mussorgsky og tvær óperur
eftir Prokofiev. Óperuballettinn
í Belgrad dansar balletta eftir
Bartók, Fribec og Konjovic,
með aðstoð kórs og hljóm-
sveitar óperunnar. Enska óperu-
félagið syngur óperuna „The
Turn of the Screw“ eftir
Benjamin Britten. Ballet de
Vingtieme Siecle frá Belgíu
flytur hið sérkennilega verk
Fjórir synir Aymons, er bygg-
ist á hetju- og galdrasögu og
Boeing —
Framh. af bls. 9.
eyrna og allt í einu hrundu ótal
stykki niður í hafið f kringum
hann. Farþegaþotan hafði
skyndilega tætzt f sundur í dul-
arfullri sprengingu.
Stjórnendum De Havilland-
verksmiðjanna í Englandi brá f
brún og þeir kölluðu allar Com-
etur, sem smíðaðar höfðu verið
til rannsókna í Englandi. Þeir
komust að því á endanum að
slysunum olli málmþreyta. —
Málmurinn í yfirhúð flugvélar-
innar tærðist í sundur vegna
núnings og hita.
Fyrsta ferðin
til Parísar.
Á meðan héldu starfsmenn
Allens ótrauðir áfram starfi
sínu. Allen stjórnaði verkinu
persónulega og var alltaf til
reiðu, að Ieýsa hvert vandamál,
sem upp kynni að koma.
Verkið gekk þannig með
bandarískum hraða. Það var
unnið allan sólarhringinn og all
ir starfsmennirnir voru jafn á-
kafir og spenntir að flýta verk-
inu.
Og þann 14. mai 1954, fjór-
um mánuðum eftir að Comet-
urnar höfðu verið teknar úr um
ferð stóð fyrsta Boeing 707 flug
vélin tilbúin á séttinni fyrir
framan flugskýlið, hún var
splunkuný og gljáði á skrokk
hennar. Hún stóð þarna kyrr í
nokkra daga meðan verið var
að reyna hreyfla hennar. Síðan
var reynt £ nokkra daga til við
bótar að aka henni fram og aft-
ur um flugbrautina og loks setti
reynsluflugmaðurinn Elliott
Merrill fullan kraft á og þéssi
risavaxna þota hóf sig á loft f
fyrsta sinn.
Fimm mánuðum síðar eða
þann 26. október fór fyrsta
Boeing 707 þotan frá Pan
American flugfélaginu í farþega
flug frá New York til Parísar
með 111 farþega. Alla leiðina
var farþegunum veitt kampa-
vín. Allen hafði unnið orust-
er sambland af hringleik, lát-
bragðsleik og dansi.
Sýning á safni Sonju.
Myndlistin verður heldur
ekki höfð útundan, og verður
efnt til tveggja málverkasýn-
inga. Önnur er sýning á mál-
verkasafni því, er hjónin Niels
Onstad og Sonja Henie skauta-
drottning gáfu norska ríkinu
ekki alls fyrir löngu. Þetta er
safn nútímalistar, m. a. verk
eftir meistarana Braque, Ma-
tisse, Klee og Baumeister. Þá
er og haldin sýning á júgóslav-
neskum nútímamálverkum, e.f
þeim sérkennilega skóla, sem
kenndur er við bæinn Hlebine
nálægt Zagreb, og hefur stofn-
andinn, Kristo Hegedusic, valið
myndirnar sjálfur.
Hópferð á vegum Sunnu.
Efnt verður til hópferðar héð
an á hátíðina á vegum Ferða-
skrifstofunnar Sunnu, eins ag
hún hefur gert nokkur undan-
farin ár. — Flogið verður frá
Reykjavík 24. ágúst og dvali/t
ytra til mánaðamóta. Flesta
dagana ‘ Edinborg, en einnig
farnar ferðir inn i vatnahéruð-
in frægu og kaupstaðarferð 'il
Glasgow Aðsókn er svo mikil
að þessari hópferð, að flest sæci
í flugvélinni munu þegar skip-
uð.
Fimmtudagur 26. júlí 1962.
Hafa flutt 26 milljón
farþega.
Boeing 707 er smíðuð í nokkr
urp mismunandi gerðum, sam-
kvæmt óskum og þörfum hinna
mismunandi flugfélaga. 27
bandarísk og erlend flugfélög
hafa tekið hana í notkun. Hún
er búin fjórum þrýstiloftshreyfl
um og kemst með nærri því
1000 km. hraða á klst. Hún get
ur tekið 110 til 189 farþega, allt
eftir þvi hvernig hún er innrétt-
uð og útbúin. Áhöfn hennar er
venjulega 10 manns. Flugþol er
7500 km. og þyngsta gerð vegur
fullhaíðin 137 tonn.
Flugvélin kostar nú um 400
milljónir króna. Um 300 flug-
vélar af þessari gerð eru í notk
un um heim allwi, en til við-
bótar er búiP iyrirfram að
selja um 170 stykki, sem verða
tilbúin á þessu og næsta ári.
Með. tilkomu þessarar full-
komnu farþegaþotu hafa alger-
lega ný viðhorf skapazt í flug-
málunum. Á einu til tveimur ár-
um jókst flutningageta flugfé-
laganna stórkostlega Og með
þotunum er auðvelt að fljúga
yfir Atlantzhafið í einum á-
fanga, þar sem eldri flugvélar
þurftu oft að koma við á ís-
landi.
Það er ekki heldur nóg með
það, að Boeing þoturnar taki
allt að 185 farþega eða þrefalt
fleiri en þær flugvélar sem á
undan þeim voru. Heldur sru
þær líka svo fljótar í ferðu.:i,
að þær geta jafnvel farið þrjár
eða fjórar ferðir yfir Atlants-
hafið á dag. Enda er næstum
ótrúlegt hve marga farþega
þær hafa flutt síðan 1958 er
þær voru fyrst teknar £ notkun.
Tala farþega þennan tima sem
ferðazt hafa með Boeing 707
nemur 26 milljónum.
Samt hefur það ekki verið
nóg, því að flutningagetan cr
orðin svo mikil, að oft hafa
þoturnar aðeins yerið hálfsetn-
ar á leiðinni yfir Atlantshafið.
Hefur þetta valdið harðnandi
samkeppni og fjáragserfiðleik-
um fyrir stóru fiugfélögin.
Það leið ekki á löngu þar til
Boeing 707 hlaut margs konar
viðurkenningu vegna hinnar frá
bæru smíði vélarinnar. Eisen-
hower forseti ákvað að fá sér
flugvél af þessari tegund sem
einkaflugvél. Hann kallaði hana
Columbine og ferðaðist á henni
víða um lönd.
Sorgarsaga.
En nú upp á síðkastið hafa
uggvænlegir hlutir gerzt, sem
valda Boeing-félaginu og flug-
félögunum mikium áhyggjum.
Menn hafa hevrt fréttirnar af
hverju stóru flugslysi á fætur
öðru.
Það hafa alls orðið 10 stór-
slys á Boeing 707. Sum þeirra
hafa stafað af galla á hjólaút-
búnaði, en Boeing-félagið hefur
nú mælt svo fyrir að allar Bo-
eing 707 þotur verði að koma
til Seattle í ákveðinni röð til að
láta breyta hjólaútbúnaðinum.
En svo hafa mestu slysin orð
ið upp á síðkastið og er ekki
fullljóst af hverju þau stafa.
Menn eru farnir að spyrja,
hvort hættulegt sé að ferðast
með þeim. Er e.t.v. um að ræða
málmþreytu. eins og grandaði
Cometunum á sínum tíma?
Þann 10. febrúar 1961 hófst
hinn svarti listi Boeing 707. Þá
var ein af þeim á Ieiðinni frá
New York til Prag. Skyldi hún
koma við hjá Brussel höfuðborg
Belgíu. En er hún var að lenda
og sþerti flugbrautina varð
skyndilega sprenging í henni og
allir sem voru um borð 73 tals-
ins Iétu lífið.
1. marz sl. varð eins og
menn muna mikið slys viðj
Framh. á 4. síðu