Vísir - 16.08.1962, Page 1

Vísir - 16.08.1962, Page 1
52. árg. - Fimmtudagur 16. ágúst -1962. — 191. tbl. Boeing 707 nauBlemlir á Lundúnaflugvelli Þýzka Lufthansavélin af Boeing 707 gerð sem nauðlenti í fyrradag á Lundúnaflugvelli. Nef- hjól hennar höfðu bilað og óttuðust menn að stórslys yrði, en flugmanni hennar Walter Dofel tókst að lenda henni á nefinu eins og myndin sýnir. Humarveiðin framlengd báðir þar upp. Er talið eðlilegt sumar. Tveir til þrír bátar á hverj með tilliti til atvinnu í þorpinu að um stað hafa þó fengið áminn- þeir fái að halda áfram. Alls voru ingu, ef hlutfall annars fisks en veitt 74 humarveiðileyfi og hefur humars hefur farið fram úr því enginn bátur verið sviptur því í, sem reglur segja til um. Samningar undirritaðir um Vestur Nýju Guíneu Humarveiðileyfin, sem út runnu þann 15. ágúst, hafa nú verið fram lengd til 31. ágúst, hjá þeim sem þess hafa óskað. Hafa milli 20 og 30 bátar fengið framlengingu. Samkvæmt upplýsingum er Torfi Þórðarson, fulltrúi í sjávarútvegs- málaráðuneytinu, gaf Vísi í morg- un, hefur veiði yfirleitt verið góð að undanförnu. Eru leyfin fram- lengd til að koma í veg fyrir að mikið hlé verði hjá bátunum. Ekki er reiknað með að leyfin verði framlengd meira en þetta. Tveir bátar á Hornafirði hafa þó fengið framlengingu til 15. sept. Þessir bátar eru þeir tveir einu sem gerðir eru út þaðan og leggja Samningar hafa verið undirrit- aðir um Vestur Nýju-Guineu af fulltrúum Holiands, Indonesiu og Sameinuðu þjóðanna. Fyrir þeirra hönd skrifaði sjálfur U Thant und- ir. Samkvæmt samningunum láta Hollendingar af yfirráðum í þess- ari nýlendu sinni, sem lengstum var kölluð Hollnezka Nýja- Guinea, og fá Indonesar þau í hendur 1. maí 1963, en frá 1. okt- óber n. k. til þess tíma verða yfir- Framhald á bls. 5. Fréttin barst út um Lundúnaflugvöll, að uppi í loftinu yfir flug- brautinni sveimaði risa- stór farþegaflugvél af gerðinni Boeing 707 frá þýzka flugfélaginu Luft- hansa með biluð fram- hjól, sem ekki vildu fara niður fyrir lendingu. Með vélinni voru 42 farþegar, fullorðnir og börn og níu manna áhöfn. Það yrði óhjákvæmilegt að reyna neyðarlendingu, reyna að renna flugvélinni á nefinu eft ir flugbrautinni. Eina bótin var að flugmaðurinn Walter Dofel var talinn frábær flugmaður. ★ Allt slökkvilið og hjálparlið flugvallarins var kallað út. — Slökkviliðsbílar og sjúkrabílar stilltu sér úpp meðfram flug- brautinni. Á meðan flaug Dofel yfir autt svæði í grenndinni og hellti afgangsbenzíni niður. ★ Svo kom þessi risaþota inn yfir brautarendann lækkaði flug- ið og stóru hjólin undir vængj- unum snertu brautina. 65 tonn komu þungt niður og á hverju augnabliki mátti búast við að vélin steyptist yfir sig og spreng ingar og stórslys yrðu. En fyrst tókst flugmanninum að halda hinu hjólarlausa nefi vélarinnar upp í loftið. Þá bremsaði hann bæði með hjólbremsum og með lofthemlum hreyflanna. Þotan hægði ferðina og þá loks steypt- ist hún á nefið að framanverðu með ægilegum skruðningum, og neistaflugi. En hún staðnæmdist og innan fárra mfnútna hafði öllum verið bjargað heilum á húfi út úr henni. Viðreisnin hefír tekiit vel Dómur eins fremsta efna- hagssérfræðings ólfunnar ★ Þróunin í íslenzkum efnahagsmálum hefir verið mjög hagstæð síðustu tvö árin. ★ Tvímælalaust er rétt og sjálfsagt að halda þeim viðreisnarráðstöfunum áfram sem gerðar hafa ver- ið unz fullt jafnvægi er fengið. ★ Ef ísland nær tengslum við Efnahagsbandalagið er ekkert því til fyrirstöðu að því verði veitt framkvæmdalán úr Evrópubankanum til aukinna framkvæmda hér á landi. Þannig fórust von Mangoldt, varaforseta Evrópubankans orð á blaðamannafundi í gær. Von Mangoldt hefir undanfarinn ára- tug verið helzti forvígismaður- inn í efnahagssamstarfi Evrópu- þjóðanna. Árið 1952—1958 var hann forstjóri framkvæmda- stjórnar Greiðslubandalags Evrópu (E. V. R.) og þegar Gjald eyrissjóður Evrópu tók við af Greiðslubandalaginu varð hann forseti hans þar til hann tók við núverandi starfi. Sem forseti Gjaldeyrissjóðsins (European Monetary Agreement) fylgdist von Mangoldt náið með viðreisn aráformum íslendinga 1960— 1962 og stofnun hans veitti þau nauðsynlegu erlendu lán til ís- lands í sambandi við viðreisnina. Traustur efnahagur. Á fundinum benti von Man- goldt á að 1958 hefðu Frakk- land og Tyrkland komið efnahag sínum á fastan grundvöll með hjálp Greiðslubandalagsins og ári seinna hefði Spánn fram- kvæmt viðreisn á efnahag sín- um. Hinar nýju efnahagslegu að- gerðir hefðu að sínum dómi tekizt mjög vel, eins vel og unnt hefði verið að búast við á svo stuttum tíma. Það er sjálfsagt að halda þeim áfram, sagði ] I hann einnig. Þannig ná þær loka tilgangi sínum. Halda verður dýr j tíðinni í skefjum og treysta efna hag þjóðarinnar. Það er tvímæla ! laust rétta stefnan. Von Mangoldt kvað ekki á- stæðu til að óttast flutning fjár- magns milli landa. Reyndin væri Framhald á bls. 5. i Dr. H. K. von Mangoldt , > * ! í I i I.IJt', i.i i. l.l

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.