Vísir - 16.08.1962, Side 5
Fimmtudagur 16. ágúst 1962.
Talið að
_ VISIR —
valdið
húsbruna
Það er talið að börn hafi í gær
orðið völd að íkveikju í húsi, sem er
í smíðum suður í Silfurtúni. Var
Slökkvilið Hafnarfjarðar kallað út
þegar eldur var laus þar. Viðbygg-
ing hússins, sem eldur logaði í er
talin vera ónýt en aðalbyggingunni
tókst að forða.
Hús það sem hér um ræðir er í
byggingu, eign Óttars Proppé og
er það að Faxatúni 23 í Silfurtúni.
Rafmagn er ekki komið í húsið svo
ekki getur verið um að ræða í-
Samningar —
Framhald af bls. 1.
ráðin í höndum Sameinuðu þjóð-
anna, og munu þau hafa þar 1000
—1500 manna gæzlulið og senda
þangað 150 embættismenn til þess
að taka við af hollenzkum. Kostn-
að af þessu bera sameiginlega
Holland og Nýja-Guinea.
íbúar nýju Vestur Guineu eiga
síðar að fá að greiða atkvæði um
framtíð sína og fari atkvæða-
greiðslan fram við eftirlit Samein-
uðu þjóðanna.
Samningar tókust á grundvelli
tiilagna Ellsworths Bunkers fyrr-
verandi bandarísks ræðismanns.
„Pólitísk spila-
mennska stórveldanna".
í Hollandi ríkir allmikil beizkja
út af þessum samningum. Þannig
segir hið frjálslynda blað Alge-
meen:
Þessir samningar leiða það í
ljós framar öðru, að enn er það
valdið sem ræður í heiminum.
Þessi samningsgerð á ekkert skylt
við réttlæti. Holland er lítið land,
hernumið í síðari heimsstyrjöld,
en Hollendingar börðust áfram og
lögðu bandamönnum til allan
verzlunarflota sinn, en nú eru það
stórveldin sem öllu ráða, og þessi
samningsgerð er einn hluti stjórn-
málalegrar spilamennsku þeirra,
og það skiptir þau engu þótt þeir
sem bíða tjón af þessu séu Hol-
lendingar og íbúar Hollenzku
Nýju Guineu — Papuanarnir.
r
I stolnum —
Framhald af 16. síðu:
Egilsstaða og áfram yfir Lagarfljót.
í iHróarstungu óku þeir af al-
faraleið inn á hliðarveg við Heið-
arsel. Virðist sem þeir hafi ekkert
vitað hvert þeir voru að fara,
því að hliðarvegur þessi er lok-
aður. Þeir komust þar að bæ, sem
heitir Fremra-Sel, en þar stöðvað-
ist bifreið þeirra vegna benzínleys-
is.
Þá gengu þeir að bænum og
stálu Rússajeppa, sem stóð þar á
hlaðinu og óku aftur til baka upp
að þjóðveginum. En bóndinn í
Fremra Seli hafði orðið þeirra var,
hringdi í Heiðarsel og bað bónd-
ann þar að stöðva þá. Tókst hon-
um að gera það. Jafnframt var
lögreglunni á Egilsstöðum gert við-
vart um ferðir þeirra.
Farið var nú aftur með piltana
að Fremra Seli. Þar settust þeir
upp í Skoda-bílinn. Komu þeir
honum aftur í gang og óku að
Heiðarseli, þar sem þeir keyptu
benzín, en rétt í því kom lögregl-
an og hirti þá. Voru þeir yfirheyrð
ir og viðurkenndu brot sín. Síðan
voru þeir fluttir til Seyðisfjarðar.
kveikju út frá því. Skömmu áður
höfðu börn sézt rétt hjá húsinu
með eldspýtur og er grunað að
þau geti í óvitaskap hafa valdið
íkveikjunni.
Kviknað hafði í hálmi og tómum
glerkistum, sem geymdar voru í
viðbyggingu hússins og ef dregizt
hefði lengur að slökkva eldinn gat
svo farið að allt húsið brynni.
Atburður þessir sýnir þörfina fyr-
ir að koma upp brunaboða 1 þessu
sem og fleiri vaxandi úthverfum f
grennd við Reykjavík og Hafnar-
fjörð. Nokkrar dýrmætar mínútur
glötuðust til slökkvistarfs vegna
þess að hringt var til slökkviliðsins
í Reykjavík, sem siðan hringdi til
slökkviliðsins í Hafnarfirði, þar sem
Silfurtún er á svæði þess.
Lítil síldveiði í nótt
Síldveiði var lítil s.l. sólarhring.
32 skip komu inn með samtals
13360 mál og tunnur, aðallega til
Austfjarðahafna.
Veiðin var mest út af Dalatanga
og Gerpi, en síldin var misjöfn og
sumt var smásíld. Reynt var þó
að salta eftir því sem hægt var.
Til Austfjarðahafna komu 25
Viðreisnin —
Framhald af bls. 1.
sú að þjóðin sem fengi erlent
f jármagn auðgaðist miklu meir á
því, í mynd vinnulauna o. fl. en
sú þjóð sem fjármagnið legði til.
Framkvæmdalán.
Þá kvað hann ekkert því til
fyrirstöðu að ísland fengi fjár-
hagslega aðstoð úr Fram-
kvæmdabanka Evrópu í Brussel
ef landið næði tengslum við
Efnahagsbandalagið. Það væri
hlutverk bankans að veita þjóð-
um bandalagsins lán til þess að
byggja upp atvinnuvegi sína og
auka velmegun.
Gruoað—
Framh. af 16. síðu:
annars staðar. Er þar um að ræða
níu tegundir og hver þeirra með
ýmsum afbrigðum. Tetracyclin er
að öðrum talið mikilvægt og gott
efni í baráttunni gegn bólgusýklum.
Vísir hefur aflað sér upplýsinga
um að fúkkalyfið tetracyclin hefur
verið mörg ár til sölu í lyfjabúðum
hér á landi. Það er einnig selt und-
ir heitunum achromycin og steclin.
Það hefur verið talið mjög gott og
áhrifaríkt og var litið á það sem
nokkurs konar undralyf, þegar það
kom fyrst fram. Það sýnir nokkuð
hve mikilvægt það er talið, að
sjúkrasamlagið hefur borgað % af
verði þess.
skip með 11250 mál og tunnur, 4
skip fengu smáslatta af síld við
Kolbeinsey í nótt og fóru með
hana til Siglufjarðar, samtals 910
mál og tunnur. Þrjú skip komu til
Raufarhafnar með 1200 mál og
tunnur, en þangað hefur lítil sem
engin síld borizt undanfarna sól-
arhringa og megnið af söltunar-
fólkinu er farið þaðan á brott.
Eftirtalin skip fengu 500 mál og
tunnur eða meira: Freyja GK 500,
Steinunn 650, Sigrún 700, Seley
750, Guðmundur Þórðarson RE
500, Skírnir AK 500, Hvanney
500, Sigurbjörg 500, Hafrún 1000,
Höfrungur II 800, Hrönn II 500
og Gjafar 750.
í morgun var yfirleitt hægviðri
á miðunum, samt nokkur kvika á
suðursvæðinu fyrir Austfjörðum
og á Grímseyjarsvæðinu var þoka.
lldur I skála
og skúr
Slökkviliðið í Reykjavík var
kvatt upp að Geithálsi í fyrrinótt
vegna elds í sölu- eða veitinga-
skála sem þar er.
Kvaðningin barst nokkru eftir
kl. 1 í fyrrinótt, en þegar slökkvi-
liðið kom á staðinn var búið að
kæfa eldinn. Skálinn hafði sviðn-
| að mikið að innan og bæði eldur
og reykur valdið talsverðum
skemmdum. ,
Talið var að eldsupptökin hafi
verið út frá olíuo'fni sem oltið
hafði um koll.
í gærdag var slökkviliðið í
Hafnarfirði beðið um aðstoð við
að slökkva eld í bílskúr f Silfur-
túni. Skúrinn var alelda þegar
slökkviliðið kom á staðinn og
brann hann með því sem í honum
var. Þarna var talið að kviknað
hafi £ hálmi f skúrnum.
► Aðalritari Kommúnistaflokksins
í Rostovhéraði, Sovétríkjunum, A.
Basov að nafni hefur verið vikið frá
störfum, að því er frétt í Pravda
hermir.
iorðntenn fylgfast mei
viðræðuns unt fiskimúl
Utanríkisráðuneyti Noregs hefur stofa Efnahagsbandalagsins leggur
sent skrifstofu Efnahagsbandalags- áherzlu á að hér sé um algerar
ins í Briissel orðendingu þess efn- undirbúningsviðræður að ræða. Ekk
is, að Norðmenn óski þess að fá að ert uppkast og engar tillögur hafa
fylgjast með viðræðum þeim sem enn komið fram um það hvernig
fram eiga að fara á næstunni um eigi að haga þessum málum, en
meðhöndlun fisksöluvandamálanna viðurkennt er að sjávarútvegsmál
í Efnahagsbandalaginu. j hljóti að fá sérstaka afgreiðslu í
Áður hafði verið tilkynnt að1 bandalaginu með líkum hætti og
fiskimálaviðræðurnar hæfust f, landbúnaðarmálin.
haust, sennilega í október. Skrif-1
5
Hafnfirzkir slökkviliðsmenn sprauta á eldínn í húsinu í
Silfurtúni.
Flugvélin —
Framhald af bls. 16.
irhugaðar á vélinni. Bæta þarf
í hana ýmsum tækjum, sem
nauðsynleg eru við gæzlustörf.
Er ætlunin að taka úr henni
mikið af sætunum og nota það
rúm sem þannig fæst undir ný
tæki og kortaklefa.
Til þess að aðstaða sé góð
til mælinga, þarf mikið pláss
undir kortaklefa. Telur Land-
helgisgæzlan að ekki nægi
minni vél en þessi ef vel á að
vera.
Á vélinni verður sex manna
áhöfn. Verða það tveir flug-
menn, einn vélamaður, einn loft
skeytamaður og tveir skip-
stjórnarmenn. Þrír þeir síðast-
nefndu, munu verða til skiptis
á varðskipum og flugvélinni,
eins og tíðkast hefur.
Kostnaður eykst lítið.
Kostnaður við rekstur vél-
arinnar er ekki talinn verða að
ráði meiri en við rekstur Rán-
ar. Stafar það meðal ánnars
af því að sjóflugvélar eru dýr-
ari í rekstri en aðrar, auk þess
sem þessi flugvél lýkur sömu
störfum og Rán á mun skemmri
flugtíma. Er áætlað að rekstur
flugvélarinnar muni kosti álíka
mikið og að gera út 200 tonna
varðskip.
Vél þessi er byggð í Banda-
ríkjunum árið 1944 og var
upphaflega notuð af United
Airlines. Var kaupverð hennar
hingað 127 þúsund dollarar.
Flugstjórar á vélinni á leið-
inni heim, voru þeir Bragi
Norðdahl frá Flugfélagi Is-
lands og Guðjón Jónsson frá
Landhelgisgœzlunni. Loft-
skeytamaður var Garðar Jóns-
son og vélamenn þeir Gunnar
og Ingi Loftssynir.
Vélin hefur einkennisstafina
TF —SIF og má geta þess að
Sif var kona Þórs, en Rán var
hins vegar gyðja sjávarins.
Myndin sem fylgir greininni er
af flugstjóranum á nýju vélinni,
Guðjóni Jónssyni. Vélin sést í bak-
sýn og inni í skýlinu sést gamlá ;
vélin Rán.
StoS 2p isr.
peningum
Brotizt var í nótt inn í bygg-
ingavöruverzlun J. Þorlálcsson &
Norðmann í Skúlagötu.
Þjófurinn hafði komizt mn með
því að brjóta glugga. Það eina
sem hann hafði upp úr krafsinu
voru um 50 tveggja krónu pen-
ingar. Annars var ekki saknað úr
verzluninni
Iþróttir —
Framhald af bls. 2.
hjá Heimi, sem reyndi allt hvað
hann gat til að bjarga með úthlaupi,
en of seint.
Valsmenn áttu eina tækifærið, er
eftir var og var það þegar Skúli
komst upp kantinn en skaut í stað
þess að leggja boltann út á mið-
herja eða innherja, sem voru vel
staðsettir.
KR-INGAR ÓHEPPNIR
Ekki verður annað sagt en að
KR-ingar hafi verið óheppnir í leik
þessum. Fyrst að missa 4 varnar-
menn sína og síðan að tapa leik,
sem þeir áttu að mestu og „rnissa"
þar með ,,af vagninum", eða svo
gott sem í fslandsmótinu.
Vörn KR verður ekki sökuð um
mörkin, samt sem áður, hún stóð
sig mjög vel. Ellert Schram lék
framvörð fyrir Garðar og var hann
langbezti maður vallarins, lék mjög
yfirvegað og lagði góða bolta fyrir
vörnina. Heimir var og góður í
markinu og bakverðirnir Hreiðar og
Kristinn voru góðir. Framlínan var
sundurlausari og náði einhvern veg
inn ekki saman. Örn Steinsen var
aftur með og er greinilega f fram-
för. Gunnar Felixson var annars
hættulegasti framlínumaðurinn með
mörg góð skot, en Sigurþór var á
köflum allgóður.
Valsmenn áttu ekki góðan leik
megnið af leiktímanum, en síðustu
mínúturnar voru góðar og baráttu-
viljinn ótakmarkaður. Björgvin Her
mannsson átti oft góð tilþrif en var
óöruggur. Vörnin var góð, og fram-
verðirnir í síðari hálfleik. I fram-
línunni var Skúli beztur.
Dómari var Baldur Þórðarson og
dæmdi vel, en átti oft til að flauta
of snemma með þeim afleiðingum
að andstæðingarnir högnuðust á
brotum. — jbp —
Mrnlm sigraði
léiss ieðkina
Eins og sagt var frá í blaðinu í
gær, eru nokkrir leikir eftir í hinu
skemmtilega og spennandi íslands-
j móti í knattspyrnu (yngri flokkarn-
ir) í gærkveldi léku Valsmenn við
| Víking í 2. flokk og sigraði Valur
í með 3:0.- Þeir verða því að Ieika
; aukaleik í riðlinum við Vestmanna
| eyjar, sem eru jafnir þeim að stig-
um. Sá leikur fer fram fljótlega,
þvf ekki má draga þetta mót leng-
ur en gert hefur verið. I 3. flokk,
lék Valur einnig við Víking og sigr
uðu með 6:0 og tryggðu sér þar
með sigur í sínum riðli, og rétt til
að leika ' úrslitaleikinn. Þessi 3.
flokkur Vals varð Reykjavíkur- og
Islandsmeistari 1961.