Tölvumál - 01.11.1992, Qupperneq 3
Nóvember 1992
TÖLVUMÁL
TÍMARIT SKÝRSLUTÆKNIFÉLAGS ÍSLANDS
5. tbl. 17. árg. Október 1992
Frá ritstjóra
Efnisyfirlit
Uppistaðan í þessu hefti tölvumála
erefni frá ráðstefnu SI, 24. september s.l.
þar sem fjallað var um ríkið og stefnu
þess í tölvumálum.
Varð af þessari ráðstefnu talsvert
fjölmiðlafár. Því taldi ritstjórn Tölvumála
sérstaka ástæðu til að birta greinar
fyrirlesaranna svo þeir félagsmenn sem
ekki voru viðstaddir gætu betur fylgst
með. Því miður varð reyndin sú að tveir
fyrirlesaranna skoruðust undana að skila
inn greinum, en sá þriðji hafði þá þegar
birt grein í DV, um sama efni og er ekki
ástæða til að endurbirta hana. Eftirtekjur
ritstjóra urðu aðeins þrjú erindi og birtast
þau hér í þessu blaði.
Annað efni er sitt úr hvorri áttinni,
m.a. eldgömul sænsk hrollvekja (úr
tímaritinu Databehandling 11/1969), sem
einn ritnefndarmanna þýddi og lagaði
lítillega til. Boðskapurinn sem hún flytur
er enn í fullu gildi.
Enn hefur fjölgað í ritstjórn
Tölvumála þar sem Hjálmtýr Hafsteinsson
hefur slegist í hópinn. Við bjóðum
Hjálmtý velkominn.
Ritnefnd 5. tölublaðs 1992
Ágúst Úlfar Sigurðsson, ritstjóri og ábm.
Daði Jónsson, ritstjóri
Dagný Halldórsdóttir
Jóhann Haraldsson
Hjálmtýr Hafsteinsson
Magnús Hauksson
Frá formanni
Halldór Kristjánsson ......................5
Faghópar SÍ ................................ 7
Ríkið og tölvumálin
Jóhann Gunnarsson .........................8
PC tölvur og ríkið
Rúnar Sigurðsson .........................12
Framkvæmd upplýsingastefnu
Skúli Eggert Þórðarson ...................16
Opin kerfi sem valkostur við stórtölvur
Frosti Bergsson ..........................21
HUMM .......................................24
Punktar ...........................6, 7, 15, 23
3 - Tölvumál