Tölvumál - 01.11.1992, Side 5
Nóvember 1992
Frá formanni
Halldór Kristjánsson, formaöur SÍ
Vetrarstarfiö
Þegar þetta er ritað eru tvær
ráðstefnur að baki á vetrarmisseri
og báðar vel sóttar og vel
heppnaðar. Ekki skal því neitað
að ég hafði af því nokkrar áhyggjur
að sú urnræða sem verið hefur urn
efnahagsástandið myndi hafa áhrif
ásóknáráðstefnurfélagsins. Það
sem af er bendir ekki til að svo
verði.
Engu að síðurhefur stjórn ákveðið
að halda þátttökugjöldum
óbreyttum á þessu starfsári eins
og því síðasta, þannig að þau hafa
þá ekki breyst í tvö ár. Er það von
okkar að félagsmenn kunni að
meta þetta og láti þátttökugjald
ekki aftra sér frá þátttöku í
atburðum á vegum félagsins.
ET-dagurinn 1992
Framundan er ET-dagur SÍ, en
hann verður haldinn 4. desember
næstkomandi. Þessi ráðstefna er
orðinn fastur liður í lífi fjölmargra
félagsmanna og ekki hægt að loka
árinuánhennar! Dagskráin verður
fjölbreytt að vanda og hún og
léttu veitingarnar í lok
ráðstefnunnar eiga að stuðla að
því að þátttakendur fari bjartsýnni
af ráðstefnunni en þeir komu.
Ársfundur 1993
Við undirbúning ráðstefnunnar
hefurkomið í ljós að mikil gróska
er í srníði hugbúnaðar og kerfa til
útflutnings og ástæða til þess að
geraþví skil sérstaklega. Það væri
því verðugt verkefni að kynna á
næsta ársfundi okkar þann
vaxtarbrodd sem er í smíði og
útflutningi á hugbúnaði og
þekkingu í tölvugeiranum og fjalla
um þá möguleika sem kunna að
leynast þar fyrir nýtt framtak.
Faghópar um
meginverkefni
Stjórn hefur samþykkt að leggja
áherslu á stofnun faghópa um
sérstök málefni upplýsinga-
tækninnar. Þegar hefur verið
stofnaður hópur um hlutbundna
hugbúnaðargerð og 22. október
síðastliðinn hélt stofnfund
faghópur um öryggi og end-
urskoðun tölvukerfa. Hafinn er
undirbúningurað stofnun faghóps
um einmenningstölvunotkun og
verður fljótlega boðað til
stofnfundar hans.
Þá er stjórn ávallt tilbúin til þess
að standa að stofnun faghópa með
félagsmönnum sem hafa áhuga á
að mynda hóp um ákveðið
málefni. Reglur fyrir slíka
faghópaeru birtaríþessutölublaði
Tölvumála.
Það er mat okkar í stjórninni að
með stofnun faghópa náist betur
að sinna sérþörfum félagsmanna
og eru reglurnar sniðnar að því.
Er samtakagleðin
okkur fjötur um fót?
Því er ekki að neita að ég hefi
nokkrar áhyggjur af því hvað við,
sem störfum að upplýsingatækni,
erum dugleg við að stofna alls
kyns samtök um stór málefni sem
smá. í sumar hafa verið stofnuð
tvenn eða þrenn ný samtök um
málefni upplýsingatækninnar og
á liðnum árum hafa verið stofnuð
nokkur samtök.
Ekki vil ég dærna um gildi allra
þeirra samtaka sem stofnuð hafa
verið en óneitanlega er kröftum
okkardreiftmeðþessu. Aðmínu
mati hefðu sum þessara samtaka
rúmast sem faghópar innan
Skýrslutæknifélagsins og styrkt
það sem félag.
Á hinn bóginn er og á það að líta
að Skýrslutæknifélagið getur ekki
verið allt fyrir alla innan
upplýsingatækninnar. Það leiðir
af þeirri breidd sem er í félaginu
að stundum stangast hagsmunir
á. Þessi breidd er urn leið
aðalstyrkur félagsins og hægt er
að leiða saman andstæða póla
innan vébanda þess.
Skýrslutæknifélagið
25ára1993
Á næsta ári verður SI 25 ára.
Skipuð hefur verið afmælisnefnd
og sitja í henni eftirtaldir
einstaklingar:
Anna Kristjánsdóttir, varafor-
maður SI
Vilhjál mur Þorsteinsson, stjómar-
maður í SI
Páll Jensson, fyrrverandi for-
maður SÍ
Sigurjón Pétursson, fyrrverandi
formaður SÍ og
Lilja Ólafsdóttir, fyrrverandi
gjaldkeri SÍ og fyrrverandi
formaður NDU
Stefnt er að því að gera árið
5 - Tölvumál