Tölvumál - 01.11.1992, Page 9
Nóvember 1992
Nýir möguleikar við sjóndeildarhring
* Pappír verður óþarfur í boðskiptum og gögn geymd á öðru
formi
* Fjarlægðir hætta að skipta máli, þar með einnig búseta.
* Tími nýtist betur, einkum í samskiptum.
* Borgarinn og neytandinn verða starfsmenn.
* Vinnuferli renna saman.
* Tækni við framsetningu efnis fleygir fram
almenna stefnu, nokkuð fáorða
en skorinorða. Og sem tæki til
jress að framkvæma þessa stefnu
nota þeir framkvæmdaáætlanir á
tilteknum sviðum. Eg ætla nú
eftir því sem mér gefst tími til að
drepa á nokkur atriði úr þessari
dönsku upplýsingastefnu.
Nýir möguleikar
Hvað meina þeir í fyrsta lagi með
nýjum möguleikum? Þetta er
náttúrlega mismunandi nærri í
tímanum, en þeir telja að pappír
geti orðið óþarfur í boðskiptum
og gagnageymslum, þ.e.a.s. að
menn hætti að geyma bréf, bréfa-
bækur, eins og nú tíðkast. Þeir
hafa samt ekki trú áþví að pappírs-
laus skrifstofa verði nokkurntíma
að raunveruleika vegna þess að
pappír er bara einfaldlega mjög
gott áhald til að vinna með og þeir
sjá ekki frain á að því verði hætt.
Fjarlægðir hætta að skipta máli
þar með búseta.
Tími nýtist betur, bæði í meðferð
mála og vegna þess að leiðir eru
hugsanlega færar til þess að not-
endur geti fengið ýmsa þjónustu í
fjartengingu allan sólarhringinn
eða hvenær sem þeim hentar.
Borgarinn og neytandinn verða
starfsmenn, hvað þýðir það? Það
þýðir að flutningur og endurnýting
gagna, eða beinn aðgangur að
gagnasöfnum, rnuni færa viss störf
frá stofnunum til neytenda. Surnt
af því sem við erum að gera í dag
í stofnunum mun neytandinn
sjálfur gera.
Vinnuferli renna saman. Við
þekkjum það hvemig bréfritun
og skjalavistun getur gerst sam-
tímis um leið og bréfið verður til,
Ríkiskerfið vel búið til að tileinka sér nýja möguleika
* Ríkiö er vel búiö upplýsingakerfum, sem eru langt frá því aö vera
fullnýtt
* Stofnanir og starfsfólk kunnugt tækninni.
* Útlit er fyrir áframhaldandi hagstæða þróun bæöi á efnahags- og
tæknisviöi.
9 - Tölvumál