Tölvumál - 01.11.1992, Qupperneq 19
Nóvember 1992
stofnunar sem notar útboðsleiðir.
Hafa þarf það alveg á hreinu frá
upphafi hver ætlun stofnunarinnar
og markmið hennar eru. Það
þýðir ekki að korna löngu seinna
og segja við verktakann að þetta
hafi ekki verið meiningin og það
hafi verið eitthvað annað sem
menn hafi óskað eftir. Það þarf
hins vegar jafnframt að hafa í
huga að hönnun kerfa þarf að
vera sveigjanleg. Ofmikiðerum
það að það korni fyrirvaralitlar
breytingar og nauðsynlegt er að
stofnanir séu undir það búnar
með því að hafa kerfin þannig úr
garði gerð.
Þarfagreining hjá RSK
Það er mat RSK að þarfagreining
og lágmarksviðhald hugbúnaðar
eigi að vera hjá embættinu.Er þá
gengið út frá því að hugbúnaður
sé þannig úr garði gerður að
ekki þarf að eyða verulegum tíma
í viðhald. Það er út af fyrir sig
grundvallaratriði að framleiðsla
hugbúnaðar sé þannig að það sé
unnt að gera á honum lág-
marksbreytingar án mikils til-
kostnaðar. Því miður er það svo
að sá hugbúnaður sem ríkisskatt-
stjóri notar hjá miðlægri tölvu-
miðstöð er m. a. þannig úr garði
gerður að verja þurfi fleiri þús-
undum klukkustunda í slíkt
viðhald.
Kostnaðaráætlun við að taka upp
nýtt ár í ákveðnu kerfi sem við
erum með er 1600 klst., og það
árlega. Spurningar hljóta að
vakna - e. t. v. vissu menn ekki
um það að skattheimtan væri
ekki bundin við eitt ár, - voru
ekki önnur verkfæri fyrirliggjandi
eða veitti hugbúnaðurinn ekki
möguleika til annars en að hönnun
væri með þessum hætti?
Umsjón netkerfis
Daglegt viðhald netkerfis - víð-
nets - á að okkar mati að vera hjá
RSK og skattstjórum. Hins vegar
kemur alveg til greina að bjóða
það út ef menn hafa áhuga á að
bjóða í slíkt og ljóst er að unnt er
að ná hagkvæmni þannig.
Reynsla af miðlægri
tölvumiðstöð
Þjónustan of dýr
Því næst verður gerð grein fyrir
reynslu RSK af miðlægri tölvu-
miðstöð. Aðalatriðið er að
þjónustan er frá sjónarhóli ríkis-
skattstjóra dýrari en hún þarf að
vera. Það er of mikil yfirbygging
til dæmis og það er hægt að ná
fram lækkun kostnaðar með því
að laga það.
Misjöfn hugbúnaðargerð
Hugbúnaðargerðin er í heild
sinni ákaflegamisjöfn. Þaðfyrir-
tæki sem RSK skiptir mest við
hefur 7 yfirkerfisfræðinga og útlit
kerfanna er því miður ekki sam-
ræmt. Hver kerfisfræðingur
virðist hafa haft sína stefnu í fram-
leiðslu kerfa þannig í reynd erum
við með tvenns til þrenns konar
mismunandi útlit í kerfum RSK.
Með það er óánægja af hálfu
ríkisskattstjóra því að það á að
vera fyrirtækið sem ræður útliti
kerfanna í heild sinni en ekki
einstakir starfsmenn. Að þessu
leyti hefur verið um skort á
samræmingu að ræða. Nú er
ástandið hins vegar þannig að
ákveðinn nýr staðall er kominn í
notkun. Úrbætur eru því hafnar.
Framleiðslan er einnig misjöfn
að því leyti til að sum kerfin eru
góð í þeim skilningi að þau kalla
ekki á mikið viðhald, önnur eru
síðri og eru viðhaldsfrek.
Erfiðlega gengur að fá
upplýsingar
Þá er það eilíft vandamál hve
erfiðlega gengur að fá upplýs-
ingar. í fyrsta lagi gengur erfið-
lega að fá upplýsingar um hvað
hlutirnir kosta hverju sinni og
það gengur einnig erfiðlega að
fá upplýsingar úr fyrirliggjandi
kerfum. Það koma fyrirspumir
frá Alþingi um tiltekið mál í
skattalegu atriði þá þarf jafnvel
að framleiða forrit til að ná upp-
lýsingum fram og keyra í gegnum
allar skrárnar. Svona sérvinnslur
eru mjög dýrar. Þetta er sérstak-
lega slæmt þegar umræða er í
þjóðfélaginu um skattamál, eink-
um hjá stjórnvöldum þar sem at-
hugun á tiltekinni skattfram-
kvæmd stendur fyrir dyrum.
Forsjárhyggja
Þá er eitt vandamál við að hafa
svona mikil viðskipti á einum
stað, að tilhneiging verður til
afskipta af stefnu, þörfum og
jafnvel óskum viðskiptavinarins.
Við viðskiptavininn er jafnvel
sagt óumbeðið: ”þú þarft ekki á
þessu að halda, veldu frekar
eitthvert annað". Umþettahefur
ríkisskattstjóri þurft að gera
ágreining að það sé viðskipta-
vinurinn sjálfur sem fái að ráða
hvað hann vill. Viðhöfumdæmi
um það að það séu jafnvel
afskipti eða hindrun á fjárfest-
ingum viðskiptavinarins. Fyrir
nokkrum árum síðan voru jafnvel
ekki keyptar einmenningstölvur
nema að tölvufyrirtækið hefði
um það að segja.
Hver á aö skilgreina
landskerfi
Þá hefur það einnig komið fyrir
að tölvufyrirtækið skilgreini
kerfi án samráðs eða vitundar
eiganda. Það atriði má reyndar
19 - Tölvumál