Tölvumál - 01.11.1992, Page 24
Nóvember 1992
HUMM
Fyrir 23 árum birti tölvutímaritið Databehandling grein eftir Gunnar Forenhed, BulllGE (nóv. 1969).
Höfundurinn sá ástœðu til að vara við víðtœkum samtengingum á gögnum um einkahagi fólks og notaði
til þess dœmisögu, samtal við tölvukerfið TICS (Total Information Computer System).
Einn ritnefndarmanna fann íslenska kerfið HUMM, sem líkist hinu sœnska TICS kerfi mjög mikið. Honum
tókst að komast inn íHUMM ogfá nú lesendur Tölvumála að sjá dœmi úr upplýsingunum sem þar leynast.
Góðan dag! Þetta er Heildar Upplýsingakerfi Miðlægu Mannskráningarinnar (HUMM).
í dag er 1. rnars 1997, klukkan er 14:20:57.
Notandanafn: EYS4475-2213
J, »1* íjí ^
Velkominn Eyþór. Þú skráðir þig seinast inn 22.02.1997, kl 23:27.
Aðgangsheimild þín er X-2
Mögulegir valkostir:
1. Persónuupplýsingar
2. Urtakskannanir
3. Leit og samsömun
Hvað viltu gera: 1
Persónuupplýsingar
Kennitala viðfangs: 290250-3469
Trúnaðarskýrslur HUMM, þjöppuð útgáfa, 1. mars 1997
Nafn:
Kennitala:
Starfsheiti:
Heimilisfang:
Bankareikningur:
Lífeyrissjóður:
Stéttarfélag:
Jón Jónsson
290250-3469
Tölvuður
Grástræti 13, 120 Reykjavík
013-34-112234
Ófélagsbundinn
Stéttarfélag Tölvuða
Samneysla:
1992 1993 1994 1995 1996
Skattframlag 483.200 417.710 367.800 308.840 230.760
Félagslegir styrkir 18.175 62.450 161.700 167.600 170.430
Eignir:
Bankareikningur 87.400
Innlend verðbréf 212.443 Innlend hlutabréf 723.300
Erlend verðbréf 0 Erlend hlutabréf 198.600
Fasteignamat 7340.000 Aðrar eignir 1640.000
Aætlað reiðufé 16.700
Samtals: 10.218.433 ISK
24 - Tölvumál