Vísir - 22.08.1962, Blaðsíða 9

Vísir - 22.08.1962, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 22. ágúst 1962. VISIR Nokkuð algengt er að ökuferðir ölvaðra manna endi á svipaðan hátt og þessi ökuferð. Mjög algengt er að sjá böm að leik í bifreiðum. (Ljósm. S.Á.) tV Ökuleyfislaus ungíing- ur, drukkinn, á stolnum bíl, ekur með ofsahraða, missir stjórn á bílnum, bíllinn tekst á loft og skellur síðan á götuna. Eftir að hafa henzt eft- ir götunni 15 til 20 metra endar ökuferðin utan í ljósastaur. Þannig hljóðaði frásögn eins dagblaðs bæjarins fyrir nokkru og þetta er ekkert einsdæmi, því vart líður svo vika að við sjá- um ekki auglýst eftir stolnum bíl eða við lesum frásagnir um ökuferðir á stolnum bílum, sem enda margar með svipuðum er að mínum dómi vítavert, að foreldrar og aðrir gera sér að leik, að láta börn, hafast við ein síns liðs í ökutækjum og meðhöndla stjörnteki þeirra Fyrir það fyrsta skapar það vax andi löngun til að sækja æ fast ar I að fá að aka og iafnfram1 alger sljógvun fyrir l.agabók- stafnum og þeim reglum sem settar eru um ökuleyfi og rétt indi til aksturs ökutækja. Þú sérð foreldra með barn í fanginu við akstur, og barnið heldur um stýrið, þú sérð smá- börn sitja við stýri bifreiða, — jafnvel sem standa í brekku, þú sérð barn við hlið ökumanns og hann leyfir því að skipta um „gír“ og halda í stýrið. Og þú sérð sjálfan föðurinn við hlið „ökumannsins", sem er kannski 10 til 11 ára og miklast af af- reki sonarins, að kunna að aka bíl. Þessar aðfarir enda venju- lega með því, að þegar pabba þykir orðið alveg nóg um, tekur sonurinn til sinna ráða og bara stelur lyklunum frá kallinum og notar'drusluna eins og hann eigi hana, eins og strákarnir segja sjáifir. Hitt atriðið er eins og við komum nánar að seinna, að al- gerlega eftirlitslausir unglingar á prakkaraárunum, 10 til 15 ára sem haldnir eru ökulöngun og á huga fyrir vélum, sæta tækifæri að stela bílum, fikta í þeim og aka þeim svo og aka. Seinna, þegar svo þessir sömu unglingar fara að nota vín svífast þeir einskis í því að taka traustataki bíla og aka þeim í ölæði, og oft enda þær ökuferðir með skelfingu. En stundum kemur það fyrir að einstöku merki bera þess vott að bifreiðinni hafi verið stolið, t.d. þegar eigendurnir verða benzínlausir þegar þeir eru komnir hálfa leið til vinnu sinn- ar. ■— Er þá ekki bara búið að stela benzíninu? — Stundum er það, en svo er aftur hitt að sá sem stelur bíl er oft svo siðlegur f verki, að passa sig á því að setja bif- reiðina nákviemlega á sama stað aftur. Hvernig er hægí að fyrirbyggja þjófnaði. — Hvað telur þú vera hægt að gera til að fyrirbyggja bjófn aði á bifreiðum? — Fyrst og fremst það að foreldrar og þeir sem umráð hafa yfir bílum, skilji börn ekki eftir í bifreiðunum eða leyfi þeim að viðhafast í þeim. Held- ur læsi þeim tryggilega í hvert sinn sem þeir yfirgefa þær. Að Tjón upp á þúsundir geta hlotizt af bílþjófnuúum. (Ljósm.: Vísis I. V hætti og ofangreind lýsing. Við / ákváðum því að ræða um bíl- » þjófnaði í þessum umferðar- / þætti. f Tvenns konar afbort. Fyrst höldum við á fund Sigurðar Ágústssonar, varð- stjóra og spjöllum við hann. — Hvað heldurðu að valdi einkum þessum bílþjófnuðum, Sigurður? — Mér thefur skilizt að bíl- þjófnaðir hér séu tvenns konar. | Unglingar sem „stela“ bílum foreldra sinna og annarra venzlamanna, svo aftur beinir bílþjófnaði sem framdir eru af ökulöngun eða í ölæði. — Telurðu nokkurn ákveðinn grundvöll fyrir fyrra atriðinu, um „stuld“ á bílum foreldra? \ — Já, það vil ég meina. Það láta ekki börn og unglinga vaxa upp í þeirri trú að þeim séu all- ir vegir færir með ökutæki, — heldur hamla þeim frá því, að snerta þau þar til aldri hefur verið náð og ökupróf tekið. Og bifreiðir eiga að vera >æl læst- ar, svo þjófar og drukknir menn geti ekki án fyrirhafnar vaðið inn í bifreiðarnar og sett þær af stað. — Hvað segja umferðarlögin *um þetta?............• — í umferðarlögunum er mjög lítið vikið að þessu atriði: Aðeins lítil lokasetning 51. gr. og þá helzt lokaorð hennar. Setningin er þannig: Þegar öku- maður yfirgefur vélknúið öku- tæki skal stöðva vél þess og ganga svo tryggilega frá því, að það geti ekki runnið sjálf- krafa, né óviðkomandi menn flutt það úr stað. — Hvernig er svo haldið á þessum málum eftir að ungling ar hafa verið handsamaðir rétt- indalausir við akstur, eða fyrir að stela bílum — Það veltur á ýmsu, en ráð væri að við 'ræddum við nokkra aðila um þau mál t.d. Tómas Einarsson, þann mann sem með afbrot barna og unglinga hefur að gera hjá rannsóknarlögregl- unni. Framhald á bls. 13.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.