Vísir - 28.08.1962, Blaðsíða 9

Vísir - 28.08.1962, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 28. ágúst 1962. VISIR í Vesturbænum býr ung kona, sem margir hafa veitt athygli að undanfömu. Hún heitir Þórunn Ólafsdóttir og er söngkona. Hún er skag- firzk að ættemi, fædd á Akur eyri og uppalin í Reykjavík. Þórunn hefur sungið víða um land í sumar og hvarvetna við hinar beztu undirtektir. Hún er gift Gylfa Sigur- linnasyni og eiga þau tvö böm, 4 og 7 ára. Við gengum á fund Þórunnar og spurðum hana hvenær hún hefði fyrst byrjað að læra að syngja. — Ég byrjaði fyrir tveimur árum. Þá var auglýst námskeið í raddbeitingu, sem þeir Vin- cento Demetz og Ragnar Björns- son héldu. Mig langaði til að prófa þetta, þó að ég ætlaði ekki að gera neina alvöru úr þessu. — Þetta endaði með því að Demetz vildi endilega fá mig sem nemanda og ég ákvað að leggja í það. Ég hef svo verið í tímum hjá honum slðan. Hann er alveg dásamlegur kennari. Hann hefur verið á Ítalíu í sum- ar og ég hef saknað tímanna hjá honum mjög mikið. Hann byrjar að ker-'n aftur I sept- ember. — Hefur þú gert mikið af því að syngja áður en þú fórst að læra? — Ég hef verið að syngja frá því að ég man eftir mér. Ég Jom í fyrsta skipti fram opinberlega á skólaskemmtun, þegar ég var níu ára gömul, með Ester Kaldalóns, sonardóttur Sigvalda Kaldalóns. Við spiluð- um saman fjórhent á píanó og á - eftir söng ég lög eftir afa henn- ar. Eftir þetta kom ég ekki fram til að syngja. — Býst þú við að halda á- fram á þessari braut? — Þegar maður er kominn út í þetta er ekki svo gott að hætta. Þetta er ákaflega skemmtilegt. — Hvernig gengur að sam- ræma sönglistina og heimilis- ítörfin? — Það hefur gengið ágætlega fram að þessu, með hjálp manns ins míns og foreldra minna. Það getur þó stundum verið svolítið óþægilegt. — Hvernig taka börnin þessu? — Það kemur fyrir þegar ég er að æfa mig heima að þau þurfa eitthvað áríðandi að tala við mig. Þá segja þau gjarnan: „Æ mamma, þegiðu nú augna- blik“. Þau fengu einu sinni að fara með þegar ég var að syngja norður í Skagafirði. Þau voru ósköp róleg, en þegar ég gekk fram á sviðið heyrði ég framan úr salnum: „Mamma“. — Þarf að æfa mikið við söngnám? — Ef vel ætti að vera þyrfti ég að .æfa mig í tvo tíma á dag. Það fer nú allt eftir atvikum hvað mikið það verður. — Hvað er það sem þarf að æfa? Það er ákaflega margt. Maður þarf að opna munninn á réttan hátt. Það þarf að læra að nota tunguna rétt, þvi að fyrst gerir hún ekki annað en að þvælast Þórunn, Stefanía Björk, Ólafur Gylfi og Gylfi. Vantaði sex nótur fyrir. Þegar maður er að byrja verður maður að hugsa um hvernig maður á að anda, hvern- ig maður á að standa, hvemig maður á að opna munninn og .................•..........--------------------------------------------- Þórunn æfir sig við píanóið. margt fleira. Auk þess verður maður að muna hvað maður er að syngja og um hvað. — Þar að auki verður maður að muna í hvert skipti hvað á að gera þegar maður fer upp og niður. Maður veit lítið hvað mað ur er að gera í byrjun. Ég held að það hljóti að þurfa mjög mikla þolinmæði til að kenna söng. — Hefur þú komið víða fram síðan þú byrjaðir að læra? — Ég kom fram á nemenda- tónleikum hjá Demetz, þegar ég var búin að læra I 4—5 mán- uði. Síðan hef ég sungið á félaga skemmtunum og árshátíðum og svo hef ég verið tvisvar í út- varpinu í sumar. — 1 sumar hef ég einnig ferð- azt um með flokk, sem skemmt hefur á héraðsmótum hjí. Sjálf- stæðisflokknum víðsvegar um landið; í honum hafa verið Rúrik Haraldsson og Guðrún Ásmunds dóttir með leikþátt og svo höf- um við Kristinn Hallsson sung- ið, bæði einsöng og tvlsöng. Við höfum þegar verið vlða um Iand og eigum eftir að fara vfða enn, jafnvel alla leið austur I Höfn I Homafirði. Annar flokkur hefur einnig verið á ferð I sumar og eru I honum Valur Gíslason og Helga Valtýsdóttir með leikþátt og Guðmundur Jónsson og Sigur- ’ veig Hjaltested syngja. Hefur nú verið breytt til, þannig að við Kristinn erum núna með Helgu og Val. — Hvað vill fólk heyra á svona skemmtunum? — Ég hef aðallega sungið eft- ir Sigvalda Kaldalóns, Eyþór Stefánsson, létt ítölsk lög og svo úr My Fair Lady. Það fer alltaf kliður um salinn, er ég kynni lög úr My Fair Lady. Fólk virðist hafa mjög gaman Viðtal við Þórunni Ólafsdóttur söngkonu af þeim. Annars hefur mér virzt að nærri sé sama hvað sungið er, við' fáum alltaf mjög gott hljóð og er ákaflega vei tekið. — Er dansað á eftir þessum skemmtunum? — Yfirleitt er það. Þá þurfum við alltaf að flýta okkur heim og keyra og keyra. Annars hef ég lært mjög mikið á þessu. Þetta er svo reynt fólk sem ég hef ferðazt með og kann ráð við öllu. Kristinn er t. d. orðinn svo vanur svona skemmtunum að hann veit hvað fólk vill heyra á hverjum stað, sem getur verið breytilegt eftir því hvaða tón- skáld er fætt I héraðinu. Hann þekkir líka húsin og veit hvar er gott að standa framarlega á svið inu og hvar aftarlega til að vel heyrist. — Kemur ekki ýmislegt sér- kennilegt fyrir ykkur á þessum ferðum? — Það er margt sem kemur fyrir. Á einum staðnum vantaði sex nótur I píanóið. Undirleikari okkar er Skúli Halldórsson og hann reyndi sitt bezta, en það var ekki gott að gera. Það kom I Ijós á eftir að píanóið hafði frosið I vetur. Við sögðum í gríni að Skúli hefði spilað á hraðfryst planó. — Á einum stað var ekkert nema orgel. Við vorum hálf óá- nægð með það. Þá var okkur sagt að þeir hefðu heyrt að við gætum sungið með hvaða undir- leik sem væri, jafnvel þó að það væri ekki nema munnharpa. — Hvers vegna fórst þú að læra söng? \ - Fyrst og fremst af þvi að mér þykir svo ákaflega skemmti legt að syngja. Þegar ég heyri fallegt lag og fallegan texta og samræmi er á milli, langar mig til að syngja það. Það er einnig mjög gaman að syngja óperu- lög, þegar maður fer að kynnast söguþræðinum og persónunum. á píanóið 'HlJlllllUu ,111111 /

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.