Vísir - 29.08.1962, Blaðsíða 3

Vísir - 29.08.1962, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 29. ágúst 1962. VISIR Þetta hefur irerið hyggt á einni öltf Myndsjá Vísis birtir í dag að- eins eina mynd. Það er loft- mynd af Akureyri tekin fyrir nokkrum dögum yfir hinn blóm- Iega bæ. Mynd þessi sýnir bæði gamla bæjarhlutann, sem er á hinni upprunalegu Akureyri inn með firðinum, en þar eru Iand- þrengsli svo að eðlilegt var að bærinn færðist með tímanum út á Torfunef og Oddeyri. svæði yfir alla Oddeyrina og upp eftir öllum brekkum. Það er hið mikla undur, sem gerzt hefur á Akureyri. Fyrir hundrað árum var íbúatalan um 300, nú nálgast hún tíu þúsund og Ak- ureyri hefur breytzt í fegursta bæ Iandsins, sem er frægur fyr- ir garðrækt og trjágróður. Fyrir hundrað árum var fyrsta húsið byggt á Oddeyrinni. Lítið nú á myndina og sjáið þau und- ur sem gerzt hafa á einni öld. Framhald af bls. 2. verið ákveðið, að ef svo fari að ísland sigri með tveggja marka mun, þá verði framlengt í 2x15 mínútur. Ef ekki fást úrslit þá, verður varpað hlutkesti um hvor skuli halda áfram f keppninni, íslenzka liðið verður skipað þann ig á sunnudaginn: Helgi Daníelsson ÍA, Árni Njálsson Val, Bjarni Felixson KR, Garðar Árnason KR, Hörð- ur Felixson KR, Sveinn Jóns- son KR, Skúli Ágústsson ÍBA, Þórólfur Beck St. Mirren, Rík- harður Jónsson ÍA, Ellert Schram KR, Sigurþór Jakobsson KR. Eins og sjá má er aðeins ein breyting á liðinu. Sigurþór kemur inn í stað Þórðar JónsSonar sem meiddist í landsleiknum gegn Ir- um f Dublin. ► Finnski stangarstökkvarinn Pentii Nikula vann Bandaríkja- manninn Ron Morris á móti í Sví- þjóð á sunnudag og stökk 4.90, — 10 sentimetrum hærra en Morris. írska landsliðið: Irska landsliðið hefur nú verið valið úr hópi 22ja manna, sem upphaflega voru valdir. Fjórar breytingar eru á liðinu, sem líta þannig út: Kelly (Preston) NcNally (Luton) Traynor (Southampton) Nolan (Sharmrock Rovers) Hurley (Sunderl) Saward (Huddersfield) Fogarty (Sunderl) Cantwell (Manch. United) Reyton (Leeds) Curtis (Ipswich) Tuohy (Newcastle) Það eru þeir bakvörðurinn Dunne (Manch. United), framvörð- urinn McGrath, útherjinn Hale og innherjinn Giles, sem fara úr írska liðinu, en í stað þeirra koma aðrir menn lftt lakari og vart við veikara liði að búast en því sem vann okkur 4:2 í Dublin 12. ágúst s. 1. Einn leikmannanna að þessu sinni leikur með írsku liði, framvörðurinn Nolan frá Shamrock Rovers. Ókeypis á EM í Belgrad Eftir fáa daga verður dregið í happdrætti FRl, en vinningar í því eru glæsilegar ferðir á EM nú í september, en keppnin þar fer fram í hinni fallegu Belgrad. Aðrir vinningar eru íerðir á Norðurlandamótið í Stokkhólmi á næsta ári. Eru þeir sem hafa miða undir höndum beðnir að gera skil hið allra fyrsta, dregið verður 1. september, EKKI DEGI SÍÐAR. Verzlunarhúsnæði fyrir nýlenduvörur óskast til kraups eða leigu nú þegar Tilboð, er tilgreini stærð og staðsetningu í bænum sendist afgreiðslu Vísis fyrir 5 september merkt „V erzlunarhúsnæði “. Vélritunarstarf Piltur eða stúlka, sem getur skrifað ensk og dönsk bréf óskast strax. Upplýsingar milli kl. 2—3. (Ekki í síma). VÁTRYGGINGARSKRIFSTOFA SIGFÚSAR SIGHVATSSONAR Lækjargötu 2 (Nýja Bíó) 3 hæð.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.