Vísir - 10.09.1962, Page 8

Vísir - 10.09.1962, Page 8
8 Mánudagur 10. september 1962. VISIR Útgeíandi: Blaðaútgafan VISIR Ritstjórar Hersteinn Pálcson, Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsson Fréttastjóri: Porsteinn O Thorarensen Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi1178 Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3. Áskriftargjald er »5 krói.ur á mánuði. t lausasölu 3 kr. eint. — Sfmi 11660 (5 Unur). Prentsmiðja Vlsis. — Edda h.f. KONAN BAK VIÐ BEN GURION Að loknu verkfalli Prentarár eru aftur teknir til starfa að loknu viku verkfalli. Blaðaútgáfa er hafin eftir stutt hlé, og vinna við jólabækurnar getur haldið áfram af fullum krafti. Allt er á yfirborðinu, eins og það var áður en deila þessi hófst, en þó er allt í rauninni breytt. Grundvöllur- inn er breyttur, verðlag á þjónustu prentsmiðja hlýtur að hækka, og að því leyti er afleiðingin nákvæmlega hin sama og af hverju verkfalli, sem háð hefir verið | um árabil. Samkvæmt hinum nýju samningum bera prentar- ar mun meira úr býtum en þeir gerðu fyrir verkfallið, og þeir munu vitanlega líta svo á, að þeir hafi unnið mikinn sigur. Um það má þó deila, er til lengdar lætur, því að hækkanir þær, sem orðið hafa á launum undan- famar vikur og mánuði, umfram það, sem talið var að þjóðarbúskapurinn gæti staðið undir, geta aðeins haft einn árangur, hækkandi verðlag, er etur upp kiara- bæturnar að verulegu leyti. Framfærslukostnaður hlýt- ur að leita upp á við, og um leið verður klipið af þeim kjarabótum, sem verkalýðsfélögin hafa getað knúð fram í krafti þess valds, sem þau hafa skapað sér með samtökum sínum. Þá verðum við búin að fara næstum í hring, og stöndum nokkurn veginn í sömu sporum, og áður en deilurnar hófust. Hér verður vitanlega engu um það spáð, hver þró- unin verður í þessum málum, en hver hækkun, sem verklýðsfélag knýr fram með verkfalli eða án, og er úr hófi fram, hlýtur að verða orsök hækkandi verðlags, hættu á nýrri verðbólgu. Og þá kemur að hinu, sem skoða ætti í upphafi hverrar vinnudeilu, þegar jafn- vægið er svo viðkvæmt í þessum málum sem hér: Hvað neyðast stjórnarvöldin til að gera til að girða fyrir, að aftur fari í sama hættulega farið og áður, aft- ur fari að hallast á ógæfuhliðina? Mikill síldarafli Almennt mun nú talið, að síldveiðunum fyrir norð- an sé lokið, enda fjölmörg skip farin heim. Aflinn hefir orðið meiri en nokkru sinni fyrr, og áætla má, að hann færi þjóðinni 7-800 milljónir króna í erlendum gjaldeyri. Er það vissulega mikið fé, og mikils virði, að íslendingar fari skynsamlega með það, það verði ekki allt að eyðslueyri, sem skilji ekkert eftir. Ýmsir munu telja, að þetta geti orðið grundvöllur mikilla kauphækkana, og við ættum sú að geta Ieyft okkur ýmsan munað. Varlega skyldu menn trúa því, og aldrei hefir það verið hygginna manna háttur að eyða samstundis því fé, sem þeir hafa aflað með ærinni fyrirhöfn. Hyggilegra er að leggja nokkuð fyrir til mögru áranna, sem alltaf koma á milli. Það ættu ís- lendingar að muna'í lok þessa góða síldveiðisumars. Nú í vikunni er vænt- anlegur í heimsókn hing að til lands David Ben Gurion forsætisráðherra ísraels. En með honum kemur einnig eiginkona hans, frú Paula Ben Gurion, fædd Munwess, sem hefur verið föru- nautur hans, stoð og stytta í 45 hjúskaparár. Þáttur konunnar. Það er stundum sagt, að ekki megi gleyma konunum, sem standa að baki ýmsum fræg- um mönnum og hér gildir það ekki síður. Það er erfitt að lýsa því hve mikla þýðingu frú Paula hefur haft 1 forystuhlut- verki Davids. Hún hefur staðið með honum 1 meðlæti og mót- gangi, 1 útlegð og lífshættum. Eins og hann hefur sjálfur sagt hefu;' l'.úr, gert nonum lífið þess virði að lifa þvf. Ben Gurion tekur á l.verjum morgni Yoga-æfingar, stendur m. a. á höfði f lengri tíma og er sagt að þannig hafi hann stælt sig bæði Hkamlega og and lega, en ætli það hafi þó ekki verið meiri yoga-kraftur í um- hyggju frú Paulu fyrir honum. Auðvitað hefur hún innt sitt hlutverk af höndum í uppbygg- ingu landsins, en stærst hefur hlutverk hennar orðið sem hús- móður og gestgjafa eða fylgdar- manns á hinum mörgu og löngu ferðum eiginmanns hennar. í kofanum í eyðimörkinni. Hún hefur kunnað að skapa honum þægilegt heimili, hvort serr. það var í bústað forsætis- ráðherrans f Tel Aviv eða í kof- anum litla í Negev-eyðimörk- inni, sem Ben Gurion hefur oft- sinnis horfið til inn 1 drauma sína um að pálmalundir rísi upp úr hinum beru klettum, en það yrði tákn allrar viðreisnar ísra- els. Það verður auðvelt að kynn- ast frú Paulu þegar hún kemur hingao og ræða við hana, þvf að hún er vingjarnleg, hjarta- hlý kona og hún talar ensku reiprennandi, enda bjó hún mörg ár í Bandaríkjunum. Flýði frá Póllandi. Hún er fædd f borginni Minsk í Póllandi. Hún og fjölskylda hennar flýði land, þegar miklar Gyðingaofsóknir stóðu yfir og fluttist til Bandaríkjanna. Var hún þá 13 ára. Þar bjuggu þau í Brooklyn, einu hverfi New York-borgar og er Paula óx upp lærði hún hjúkrun á Gyðingasjúkrahúsi. Seinna starfaði hún á aðal- sjúkrahúsi Gyðinga f New York Beth Israel. Þá hitti hún David Ben Guri- on, sem hafði setzt að í New York eftir að honum hafði ver- ið vfsað úr landi í Palestínu sem hættulegum undirróðurs- manni. Það varð ást við fyrstu sýn og þann 5. desember 1917 voru þau gefin saman í hjóna- band í ráðhúsi New York. Opinská kona. Eftir það varð hún fyrst og fremst að gegna húsmóður- störfunum, en hún er þó ætíð mikill og sjálfstæður persónu- leiki. Hún varð þekkt f Banda- ríkjunum og síðar í ísrael fyrir samtalshæfileika sína og hefur um f öðrum löndum. Einu sinni sat hún í hádegisverði alllangt frá manni sínum. Allt í einu hrópaði hún til hans: — Davíð, Davíð, gleymdu ekki kjúklingnum þínum! — Ég var neydd til þess, sagði hún seinna, því að ef ég ekki minni hann á matinn, getur farið svo að hann tali og tali og gleymi að borða nokkuð. Og þegar þingfundir standa svo langt fram á nótt, að Paula getur ekki vakað eftir manni sínum, gleymir hún ekki að hafa til fyrir hann á eldhúsborð inu stóran hitabrúsa með uppá- haldsdrykk hans, svörtu kaffi og tilheyrandi samlokum. Hún vakir myndugleg og mild yfir fjölskyldu sinni, en í henni Paula Ben Gurion hún stundum verið kölluð opin- skáasta kona heims. Þegar hún var fyrir nokkrum árum f heimsókn í Bandaríkjun- um með manni sfnum, hitti hún gamla Gyðingavinkonu þar og sagði við hana: — Ég skil ekki hvemig þú getur fengið af þér að lifa þessu innihaldslausa lífi f Bandaríkjunum, þegar þú get- ur komið til Israels og lifað þar auðugri tilveru. Gleymdu ekki kjúklingnum. En hún gleymir ekki heldur húsmóðurskyldum sfnum f veizl eru auk Davids einn sonur, tvær dætur og sex fjörmikil barna- börn. Oftast er fjölskyldan saman komin heima hjá gömlu hjón- unum. Þó hafa þau þann sið að snæða hádegisverð á föstudög- um hjá einhverju barna sinna. Þrjú böm. Sonur þeirra, Amos, er fædd- ur í Bandaríkjunum. Hann er nú lögreglustjóri í Tel Aviv. Eldri dóttir þeirra Geula, er fædd f London og starfar sem barna- kennari í ísrael, yngri dóttirin heitir Renana og er líffræðing- ur að menntun. Hún er eina barnið þeirra, sem er fætt í ísrael og kallast því „sabra“ eða kaktusblóm. Það eru líka þyrnar á henni út á við, þó hún geti einnig verið blíð og góð. Hún er nýlega gift. Við eigum eftir að kynnast Paulu Ben Gurion. Hún er vissu- lega heimskona, sem klæðir sig í glæsilega kjóla; Framhald á bls. 10. ! M H l 1 ‘ i t I t ,,i \ / ' y

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.