Vísir - 10.09.1962, Side 9

Vísir - 10.09.1962, Side 9
.■ skáldsögu, þetta eilífa hljóm- leikahald, vöruskemmurnar og svo náttúrlega strompurinn. Þetta eru allt saman leikrænir hlutir sem hefðu tapazt meira og minna í sögu. — Þér hafið orðið þess var að fólk hefur lagt ýmsan skiln- ing i Strompleikinn? — Já, það er víst. Ég sá meira að segja einhvurs staðar að einn hafði fundið það út, að Ljóna og kennarinn, hvað heitir hann nú? í— Lambi? — Já, Lambi. Hann hafði fundið það út að Ljóna og Lambi væru sama persónan Menn fílósófera margt. — En hvað um fulltrúa and- ans frá Japan? ijiHjjiiiiijOjj Ég læt nægja að beygja mig fyrir einni og einni staðreynd i einu. Ljósm. Vísis, Bragi. Mánudagur 10. september 1962.- VISIR — Skáldsagan hefur tilhneig- — Ég veit ekki hvað ætti að — Höfundurinn hefur ekkert — Já, ég er mjög hrifinn aí — Ég hef ekki þá frásagnar- ingu til að teygjast í allar áttir. reka mig til að taka afstöðu til lyklakerfi að verkinu utan þess einföldu lífi hjá öðrum. hæfileika um mitt eigið líf sem Leikritið krefst sérstakrar ein- trúarbragða. Það eru mörg trú- sjálfs. Ef verkið er óskýrt er sumir höfundar hafa. beitingar sem er afskaplega arbrögð ágæt. ekki hægt að laga það með því # holl í skáldverki. að búa til útskýringar við það. Eg hef ekkert tilbúið skoðanakerfi" o Tjað skín sól inn um gluggann og leikur sér á borðinu. Hönd skáldsins fitlar við ofur- lítið smellt vínstaup úr einhverj- um málmi. Mózart berst til okk- , ar út úr útvarpinu. Það er mið- ur dagur. — Mér er sagt að fólk sé heldur óánægt með að þér skul- ið vera farinn að skrifa leikrit. - Já, er það. Fólk vill alltaf að maður sé að gera eitthvað annað en maður er að gera. Og ef maður gerir eitthvað vill fólk hafa það öðruvísi. — Og þér ætlið að halda leik- ritunum áfram og hætta skáld- sögunni? — Já, ætli það ekki. Það er svo sem ekkert prinsípmál að skrifa ekki skáldsögu en leikrits- formi' hefur verið mér afskap- lega hugléikið upp á síðkastið. Ég hef mörg leikritaefni í hug- anum, það getur allt eins verið að ég fari að byrja á einu núna bráðum. — Má spyrja eitthvað um það? — Nei, það er ekki hægt. — Þár talið aldrei um verk yðar fyrr en þeim er lokið? — Nei, aldrei nokkurn tíma, það er ekki liægt. Það eru ekki nema fifl sem gera það. — Og þér gerið ekkert til að fá leikrit yðar sýnd? — Nei, ekkert, ekki nokkurn skapaðan hlut. Ég bara skrifa þau og ef einhvurjir vilja' leika þau, þá þeir um það. — Yður finnst ekki að þessi ferhyrningur sem skapar ramma leikrita setja yður of þröngar skorður? — Nei, alls ekki. Það er til hjálpar. Skáldsagan hefur til- hneigingu til að teygjast í allar áttir. Það gerir leikritið ekki, það krefst sérstakrar einbeiting- ar sem er afskaplega holl í skáldverki. — En ljóðformið, yður hefur ekki dottið í hug að yrkja ljóð aftur? — Neinei, ljóð hafa aldrei verið nema aukaatriði hjá mér. Ljóðformið interesserar mig ekki. — Nú eru vandkvæði I sam- bandi við útgáfu á Ieikritum. — Já, þau eru yfirleitt alls ekki gefin út. Kannski er um er að ræða leikrit eftir fræga höf unda eða leikrit sem hafa náð mikilli frægð. Ég skrifa leikrit bara af því að þetta form heillar hug minn. © — Vður hefur ekki dottið í hug að skrifa Stromp- leikinn í skáldsöguformi? — Jú, mér datt það nú eigin- lega í hug. En það var svo margt sem mér fannst mundu koma betur fram á sviði en í Rætt við Laxness um strompa og prjóna- stofur — Zenbúddistann? Hann hefði svo sem getað verið eitt- hvað annað. En zenbúddistar hafa verið svo móðins. Þeir hafa verið nokkurs konar tizku- skrækur. Þeir hafa verið mikið á dagskrá hjá framúrstefnurit- höfundum og amrískum bítn- ikkum. . — Eruð þér hrifinn af búdd- isma? — Neinei, langt frá því. Hann hefði ekki þurft að vera búdd- isti, hann gat allt eins verið fulltrúi fyrir einhvur önnur trúarbrögð. En kúnstner Hansen er sjálfur þess konar maður að búddistinn er sá eini sem getur tekið á móti honum. Kúnstner Hansen er eiginlega eins konar bítnikk. — Þér hafið verið taóisti? — Já, ðg hef eiginlega alltaf verið taóisti: — En þér hafið ekki viljað nota taó? — Nei, það er ákaflega erfitt að nota taó f skáldverki, Taó leitar svo lágt. - Lágt? — Já, taó leitar lágt. Eins og vatn sem ....... Skáldið band- ar frá sér hendinni og Iýkur setningunni ekki. — Kúntsner Hansen segir að upphefð sín komi að utan. — Já, hann trúir á eitthvum leynilegan félagsskap, eitthvurt bræðralag. Hann trúir að ein- hvur leynileg hönd komi og lyfti sér upp og . jrður að trú sinni. — Getur þá venjulegur mað- ur lyft öðrum upp? — Já, náttúrlega er kúnstn- er Hansen á háu stigi eins og hann er. Hann er þarna utan síns heima. Hann er eins og gauksungi, af allt öðru sauða- húsi en afgangurinn af fólkinu. Það þarf svo sem ekki að end- urreisa hann siðferðilega. Hins vegar verður hann fyrst heima hjá sér innan um zenbúddista. — Viljið þér þá meina að það séu trúarbrögðin sem leysi manninn? — Nei, það er engin trú f Hansen. Það er bara ákveðið viðhorf til heimsins. — Þér viljið ekki taka af- stöðu til trúarbragða? — Ég veit ekki hvað ætti að reka mig til að taka afstöðu til trúarbragða. Það eru mörg trú- arbrögð ágæt. Þau eru bara ekki kölluð trúarbrögð lengur. Það er allt kallað fdeólógfa nú til dags. Þetta Ieynilega samfélag er fólk sem Hansen grunar að sé til, og hann eigi heima hjá. Eins og kallinn f Brekkukots- annál sem er að tala um konfer- ensráðið. — Þér hafið stundum boðað mönnum einfalt Iff. — Já, er það, já? Skáldið hallar undir flatt og handleikur lítið skrautker. — Já, ég er mjög hrifinn af einföldu lffi hjá öðrum. Skáldið brosir. — En þetta með Hansen er ekki endi- !ega það sama. — En Ljóna hverfur upp um strompinn. — Já, hún fer upp um strompinn til móður sinnar. Svo Framhald á bls. 10.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.