Vísir


Vísir - 27.09.1962, Qupperneq 4

Vísir - 27.09.1962, Qupperneq 4
4 VISIR Fimmtudagur 27. september 1962. 'Æi'í LÍF sem gerði út af við FÍL Spánn og Mallorca eru í augum margra íslend- inga ímynd þess munað- ar sem helzt er hægt að veita sér í lífinu. Því skal heldur ekki mótmælt, staðurinn hefur lokk- andi áhrif — sól og sum- ar, baðstrandir og vel- lystingar. En Mallorca hefur sínar slcugga hliðar og freistingar - og það svo að stúlkur frá Norðurlöndum eru eftirsóttustu og vinsæl- Ustu gestirnir í drauma- landinu. Og vitið þið af hverju? Jú, af því að þær eru auðveldasta bráð þeirra suðrænu senjóra sem spóka sig á ströndinni og lifa á sakleysi ferðamanna Þetta eru alsnauðir iðjuleysingj ar, sem reika um og eíga ekki einu sinni 90 aura fyrir bað- stól. Þeir leggja lag sitt við stúlkur og láta þær borga fyrir sig mat, vín og sígarettur í stað blíðu sinnar og fleðuláta. Þýzkar stúlkur reka þá kröftug lega í burt frá sér, frönsku stúlkurnar láta þá fá það óþveg- ið og þær spönsku virða þá ekki einu sinni viðlits. En þær skandinavisku — þær taka þeim opnum örmum í allra augsýn. Kannske standast þær ekki hið dökka útlit Spánverjans, kannske er það lauslæti eða bara einskær ævintýraþrá. En 4 ef það er það síðastnefnda, þá er það víst að sjaldan endar sú „vinátta“ eins og ævintýrin gera. Ýmist labba þeir sig í bdrt þegar þeir hafa fengið nægju sína eða stela frá stúlk- unum öllu því sem lauslegt er og oftar en einu sinni hefur það komið fyrir að stúlkur hafa orð- ið óléttar af völdum þessara samskipta við innfædda. Undanfarið hafa sænskir látið opinskáa vanþóknun sina á framferði dætra sinna og finnst léttúð þeirra ná engu tali. Einn virðulegur Svíi segir svo: Ég hafði alltaf þá trú að sögumar um framferði sænskra stúlkna í Mallorca væru meira og minna ýktar. En eftir að ég hafði dvalizt þar um nokkurn tíma, sá ég að svo var ekki og ég blygðast min blátt áfram þegar ég hugsa tii þess sem ég sá til stúlknanna þarna á baðströndinni". Svo mörg voru hans orð. Meinið er bara að stúlkurnar sjálfar blygðast sín ekki og það Framhaid á bis. 13 /

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.