Vísir - 27.09.1962, Page 6

Vísir - 27.09.1962, Page 6
6 Fimmtudagur 27. september 1962. VISIR // Þetta hefir aldrei gerzt /✓ J)AÐ er ekki á hverjum degi sem svo stórmerkt fólk sem forsætisráðherra Israels og kona hans heimsækir ísland. Og það er heldur ekki á hverjum degi, sem við heyrum sagt um krossfestingu Krists: „Þetta hefur aldrei gerzt.“ Þessi orð eru höfð eftir frú Paulu Ben taurion, konu forsætisráðherra ísraels. Sennilega veit frúin ekki, eða þá að hún vill ekki trúa því, þar sem hún er sósíalisti, að krossfesting Jesú Krists er, sagnfræðilega séð, betur sönnuð en gifting hennar og Davíðs Ben Gurions. Gifting þeirra hjóna mun hafa verið skrásett 1 einhverri skrif- stofu, þar sem hún hefur farið fram. En maðurinn, sem fram- kvræmdi hana, mun naumast hafa sent æðsta manni rfkisins skýrslu um hana. Það gerði Pontíus Pílatus, þegar hann hafði látið krossfesta Jesúm Krist. Hann sendi Tíberlusi keisara skýrslu um þessa af- töku, og var hún geymd í opin- beru skjalasafni í Róm, eins og sjá má af ritum fornra krist- inna trúverjenda. Auk þess var sagan af krossfestingunni skráð fjórum sinnum eftir heimildum sjónarvotta. Eru þær frásagnir geymdar í guðspjöllunum fjór- um til þessa dags. t TjAÐ hefur aldrei heyrzt, að einhver maður hafi ekki viljað trúa því, að þau frú Paula og Ben Gurion væru til og væru hjón og að sá maður hafi gert allt, sem í valdi hans stóð, til að afsanna það, svo að hann hafi jafnvel kvalið og myrt fólk, sem hefur trúað þessum stað- réyndum. En slíkan andstæð- ing átti trúin á dauða og upp- risu sonar Guðs, Jesú Krists, fljótt eftir upphaf sitt. Flug- gáfaður, fullur af vandlæti og hatri, ofsótti Sál frá Tarsus kristna menn. Hvers vegna hætti hann því? Af því að Jesús Kristur birtist honum í himn- esku ljósi, sem bjartara var en sólin sklnandi I hádegisstað. Þá sannfærðist hann og snerist svo fullkomlega, að krossfesting og upprisa Krists varð meginkjarn- inn I boðskap hans. Það er ekki unnt að skilja Krist og krossfestingarsöguna að, né heldur hinn krossfesta Krist og Sál frá Tarsus, öðru nafni postulann Pál. „Ég er krossfestur með Kristi," ritaði hann. „Sjálfur lifi ég ekki fram- ar, heldur lifir Kristur f mér. En það, sem ég þó enn lifi f holdi, það lifi ég í trúnni á Guðs son, sem elskaði mig og lagði sjálfan sig I sölurnar fyrir mig.“ (Galatabréfið 2. kap. 20. vers). t CTAÐHÆFINGIN, að kross- festing Guðs sonar hafi aldrei átt sér stað, er stað- leysa ein. Hún er studd af hleypidómum eða fáfræði, en sagnfræðileg rök styrkja hana ekki, heldur rífa hana niður. Reynsla sumra lærisveina Krists andmælir henni einnig. Þeir eru enn ærið margir mennirnir í heiminum öllum, sem trúa á hinn krossfesta Krist, þekkja hann af persónulegri reynslu afturhvarfs og samlífs við hann, og segja með Páli: „Ég lifi í trúnni á Guðs son, sem elskaði mig og lagði sjálfan sig í söl- urnar fyrir mig.“ — Þetta er mín trú og reynsla. Sæmundur G. Jóhannesson, Akureyri. Ben Gurion í Þjóðminjasafninu. Gleraugu töpuðust fyrrá fimmtu dag á leiðinni frá Tónabíó að Skip holti 24. Vinsamlegast hringið í síma 19938. (0646 Lítill plastpoki með náiapúðum, gárni og litlum bjúgskærum tap- aðist sennilega á Laugarvegi. Finn- andí vinsamlegast snúi sér til Helgu Jónsdóttur Vífilsstöðum. Sími 15610. Fundarlaun. (0663 Grænt seðlaveski tapaðist á sunnudag I eða við Fæðingardeild Landspítalans. Finnandi vinsam- legast hringi í síma 16674 gegn fundarlaunum. ______________ (598 Kvengullúr tapaðist fyrir utan eða inni á Hótel Borg föstudags- kvöldið 7. sept. Finnandi vinsam- legast hringi I síma 18523 gegn fundarlaunum. (666 Lítil model-bíll, hvítur og grænn, tapaðist í hljómskálagarðinum I gær kl. 4.30. Finnandi vinsamleg- ast skili honum I Blindraskólann á Bjarkargötu 8. Brúnir kvenskinnhanzkar töpuð- ust í gær. Finnandi vinsamlegast hringið 1 síma 23075. STÚLKA óskast til afgreiðslustarfa í nýlenduvöru- verzlun. Til greina gæti komið húsnæði á sama stað. Uppl. í síma 13809. Bílstjóri Bílstjóri óskast á sendiferðabíl. Tilboð legg- ist inn á afgreiðslu blaðsins merkt „Bílstjóri“ fyrir fimmtudagskvöld. Rekkjan Rekkjan sýning í Austur bæjarbíói, laugardags- kvöld kl. 11,30 aðgöngu- miðar seldir frá kl. 2 á föstudag og laugardag. Síðasta sinn. Félag ísl. leikara Glaumbær í kvöld, hljómsveit Gunnars Ormslev. allir salirnir opnir * Borðpantanir í síma 22643 og 19330. Glaumbær Fótsnyrting Guðfinna Pétursdóttir Nesveg 31. Sími 19695. Martinus Framhald af bls. 9. að drepa aðra menn, og hann mnu einnig hætta að drepa sér dýr til matar. Eftir því sem maðurinn fær fíngerðari hugs- un og fíngerðara taugakerfi, mun hann hverfa frá því að eta þá grófu fæðu, sem hann nú nærist á. Þetta vitum við, að hefur alltaf gerzt. Okkur hryll- ir við ýmsu því, sem forfeður okkar höfðu sér til matar. Við munum aldrei leggja okkur til munns úrgang úr öskutunnum, en það gæti hinn frumstæðasti maður gert. Það eru margir sem líta svo á, að bænin sé eins og hvert annað stagl, merkingarlaust tuldur út í loftið. Þetta er mis- skilningur. Bænin hefur að geyma hinn mesta magíska kraft, sem manneskjan ræður yfir. Þetta er ósjálfrátt og kem- ur fram sem neyðaróp dýrsins á banastund. Maður heyrir dýr öskra angistarfullum hljómi út I nóttina og myrkrið, en hjá manninum birtist þessi frum- hvöt I formi bænar. Guðdómur- inn er öll veröldin og allt hið skapaða er tæki hans. Þegar við biðjum til guðs eru andleg- ar verur, sem geta heyrt okkur og hálpað. Þessi máttur er hjá öllum, og það er bæði hægt að nota hann til góðs og ills. Svarti galdur er eitt dæmi um misnotkun þessa máttar. Maðurinn endurfæðist sífellt aftur og aftur. Þetta stafar af þvl, að maðurinn getur aðeins hlotið þroska sinn í þessum heimi. Maðurinn lærir einungis af árekstrum og þjáningum og erfiðleikum, en í hinni andlegu veröld er ekki um að ræða neina árekstra. Þar hlýðir efnið huga mannsins. Menn spyrja svo oft um markmið mannlegs Iífs. Maðurinn er ekki skapað- ur, og þess vegna er í rauninni 'ekkert- markmið með tilveru hans. Sálin hefur alltaf verið til og mun alltaf verða til. Það er bara hið skapaða, sem hefur eitthvað sérstakt markmið. En þróunin heldur stöðugt áfram og leitar æ hærra. Lífsmyndin stefnir ekki í hring, heldur teygist upp á við eins og gorm- ur. Á þessari leið mannsins skiptast á Ijós og skuggar, allt er byggt upp af andstæðum. Það er ekki hægt að mála mynd á hvítt léreft með hvftum lit. Þannig er það einnig með lífið. Hið illa er nauðsynlegt til að skapa hið góða. Við göngum á hverju tilverustigi frá hinu illa til hins góða, og þegar við hefjum för okkar á því næsta, byrjum við aftur í myrkrinu þar og höldum síðan til ljóss- ins. Þannig endurnýjast lffs- skynjnunin að eilffu." Kenni á fiðlu og píano. Viðtals- tími 6-9 á kvöldin á Vfðimel 43 í kjallara. Erica Pétursson. (565 ÖKUKENNSLA. Kennt á nýjan bíl. Uppl. f síma 37520. Kenni á fiðlu og píanó. Viðtals- tímí milli kl. 6-9 á kvöldin á Víðimel 43 kjallara. Erika Péturson Áðalsafnaðarfundur Aðalsafnaðarfundur Kópavogssóknar verður haldinn eftir messu sunnudaginn 30. sept. í V Barnaskólanum við Digranesveg. Dagskrá venjuleg aðalfundarstörf. , Sóknarnefnd. SELUR a/^fS0A/ Volvo Stadion '55 gullfallegui bíll kr. 85 þús. útborgað Vauxhal) ’58. Góður níll kr 100 bús Vauxhal! '49 Mjög góðu standi kr 35 bús. Samkomulag Dodge Weapon í góðu standi, vill skipta á Ford eða Chevro- let, Dodge kemur til greina, verðmunur greiðist strax. Volkswagen ’59, fallegur bfll kr. 80 þús. Samkomulag. Ford Consul ’57 í góðu standi vill skipta á nýlegum bíl. Opel, Record, Taunus o. fl. Mercides Benz, gerð 180, 190, j 220, árgangar ’55—’58, verð j og greiðslur samkomulag. Crval af öllum gerðum. Gjörið svo vel að koma og skoða bílana. ÍlfttilÐASALAN dorgartOm (. Simar 18085 19615 Heim? eftir kl 18 20048 i- og búvélasolan Sýning miðvikudag kl. 20. Aðgöngumiðasalan opin frá kl. 13:15 til 20. — Sími 1-1200. SELUR: Opel Caravan ’61. Opel Caravan ’60 Opel Record ’60, ’61 4ra dyra Volkswagen ’56, '59, ’60, ’61 og ’62 Volkswagen Mikrobuz ’60 Sem nýr bfll. Höfum kaupendur að nýleg- um vörubflum. Komið. — Skoðið. — Kaupið. Örugg þjónusta. I Laugavegi 146, sfmi 1-1025 f dag og næstu daga bjóðum við yður: Allar gerðir og árgerðir af 4ra, 5 og 6 manna bifreiðum. Auk þess. f fjölbreyttu úrvali: Station, sendi- og vörubifreiðir. Við vekjum athygli yðar á Volkswagen 1962, með sérstak- iega hagstæðum greiðsluskil- málum. Chevrolet fólksbfll 1955, 6 syl beinskiptur. Chevrolet station ’55 6 syl. beinskiptur, óvenju glæsilegur bíll. Volks;agen allar árgerðir frá 1954 Opel Rekord 1955 1958, 1960, 1961, 1962. Ford Taunus 1959, 1962. Opel Caravan frá 1954 — 1960. Moskwltch allar árgerðir. Skoda fólks- og stailon-bifreiðir aliar árgerðir. Mercedes-Benz 1955, 1957, 1958 og 1960. Opel Kapitan 1955, 1956,1960. Renault, 1956, 6 manna, fæst fyrir 5 — 10 ára skuldabréf. Höfum kaupendur að vöru- og sendiferðabifreiðum. | Komið og látið okkur skrá og selja fyrir yður bflana. Kynnið yður hvort RÖST hefur ekki rétta bfla fyrir yður RÖST leggur áherzlu á lipra og Örugga þjónustu. Röst s.f. Laugavegi 146, sími 1-1025

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.