Vísir - 27.09.1962, Síða 8

Vísir - 27.09.1962, Síða 8
„Löngum voru vígðir menn vorrar þjóðar sómi“. (M. Jochumss.). í dag eru liðin 100 ár frá fæð- ingu séra Sigtryggs Guðlaugs- sonar, en hann var fæddur að Þröm í Garðsárdal, Eyjafirði, 27. sept. 1862. Foreldrar hans voru: Guðný Jónasdóttir og Guðlaugur Jó- hannesson, búendur að Þröm í Kaupangssveit. Snemma mun hafa borið á félagshyggju og fróðleiksþrá séra Sigtryggs. Lærði hann undir skóla hjá séra Jónasi á Hrafnagili, og að loknu guð- fræðinámi gerðist hann prestur að Svalbarði í Þistilfirði, síðar að Þóroddsstað í Köldukinn og síðast að Núpi í Dýrafirði (Dýra fjarðarþingum). 1899 kvæntist hann Ólöfu Sigtryggsdóttur frá Steinkirkju í Fnjóskadal, en missti hana eftir stutta sambúð. Síðari kona hans varð Hjalt- lína Guðjónsdóttir frá Brekku á Ingjaldssandi. Synir þeirra hjóna eru: Hlyn- ur veðurstofustjóri á Keflavík- urflugvelli og Þröstur stýrimað- ur hjá landhelgisgæzlunni. Skömmu eftir komu sína tii Fimmtudagur 27. september 1962. VÉSIR Otgeíandi: Blaðaútgátan VlSIR. Ritstjórar Hersteinn Pálcson, Gunnar G. Schram Aðstoðarritstjóri: Axe) Thorsteinsson. Fréttastjóri: Þorsteinn O. Thorarensen. Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178 Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Áskriftargjald er 45 króuur á mánuði. f lausasölu 3 kr. eint. — Simi 11660 (5 linur). Prentsmiðja VIsis. — Edda h.f. Nýir síldarsamningar Vísir skýrði frá því í gær að viðræður um nýju síldarsamningana myndu væntanlega hefjast um helg- ina. Gerðardómslögin í sumar voru nauðsynleg. Ótækt var með öllu að þref um kjör stöðvaði allan síldveiði- flotann eftir að veiðitíminn hófst. Ef til vill var það sönnun þess að gerðardómurinn rataði meðalhófið að báðir deiluaðilar voru óánægðir með úrskurðinn. En síldveiðideilan í sumar sýndi enn áþreifanlegar en áður að vinnulöggjöf okkar er úrelt og þarfnast bráðr- ar endurskoðunar. Nú má búast við að báðir aðilar setji fram svip- aðar kröfur og í sumar. Ætla verður þó að gerðar- dómurinn í sumar fái því áorkað að aðilar verði fúsari til þess að teygja sig lengra ! samkomulagsátt en ella. Útgerðarmenn hafa haldið fram þeirri skoðun sinni, og rökstutt hana, að við borð liggi að bátur sé rekinn með tapi þótt vel veiðist, sökum hins mikla aukna kostnaðar við ný tæki. f frjálsu efnahagsþjóðfélagi hlýtur að verða að miða við það að fyrirtækin beri sig. Of lengi hefir tapinu verið skellt á ríkiskassann og litlu um það skeytt að spara og reka skip með hag- sýni. Sá tími er nú úr sögunni að mestu og vonandi kemur hann aldrei aftur. Sjómenn hafa borið vel úr býtum á vertíðinni í sumar, enda eiga jieir skilið góð laun. Vonandi tekst í komandi samningum að finna meðalhófið með frjáls- um samningum. Það er affarasælast fyrir báða aðila Kirkjan og fólkið Rannsókn á kirkjurækni fólks fór nýlega fram í V estur-Þýzkalandi I ljós kom að um 96% þjóðarinnar töldu sig kristna. En aðeins 0,9% af þessu fólki sótti kirkju að jafnaði. Tölur þessar vöktu mikla athygli í Þýzkalandi. Kirkjan spurði: Erum við að missa sam- bandið við fólkið? Höfum við brugðizt hlutverki okk- ar? Fróðlegt væri ef fyrir lægju sambærilegar tölur héðan frá íslandi. Væntanlega væru þær ekki ýkja ólíkar hinni þýzku niðurstöðu. Þýzka kirkjan leitast nú við að laga sig að kröfum tímans í starfi sínu. Það þýðir ekki að tala við almenn- ing á sama hátt og við gerðum um aldamótin, segja prestar. í Gedáchtniskirkjunni í Vestur-Berlín fara fram tvær 10 mínútna messugerðir á hverjum degi eftir að verzlunum og skrifstofum hefir verið lokað. Þannig reynir kirkjan að nálgast fólkið, Lærðir sem leikir telja kirkjuna of fjarlæga fólk- ínu hér á landi. Það er því ekki ófróðlegt að kynnast því hvernig við þessu vandamáli er brugðizt hjá ná- grannaþ j óðunum. Séra Sigtryggur á Núpi. Aldarafmæli sr. Guðlaugssoaar Dýrafjarðar vorið 1905 hóf Sig- tryggur að brjóta. laM..Jindir trjáreitinn „Skrúð" Landið fékk hann hjá Kristni bróður sínum, er var hans önnur hönd í öllu félags- og menningarstarfi. Undirrituðum er hugstæð sú áreynsla, er Sigtryggur lagði á sig við grjótnámið í „Skrúð“, til þess að breyta mætti grjót- mel í gróðurfeld, með frumstæð- um verkfærum handaflsins. Við slíkar aðstæður varð sköpunar- gleði hins „vígða“ manns „un- aðssæld" í prédikun gróandans, „sem bólfesti bládaggar nætur sem batt niður fjallanna rætur og hagvandi skúrir og skin“. Veturinn 1907 stofnsetti séra Sigtryggur ungmennaskólann að Núpi, er starfaði þá aðeins í þrjá mánuði. Varð sú stofnun afl- vaki æskulýðs Vestfjarðar og víðar. Allur andi skólans var þrung- inn af „eldkveikju" hins kristi- Iega uppbyggingarstarfs, með þjóðlífsreisn hugsjónamannsins, — þar stóðu rætur djúpt í sögu og samtíð. Yfir inngöngudyrum skóla- stofunnar voru letruð þessi orð: „Gleðjið yður ávallt í Drottni“, og áfram á veggnum til vinstri: „Kenn hinum unga þann veg, sem hann á að ganga“, o. s. frv. Þessar setningar, er séra Sig- tryggur skrásetti með pensli sín- um þegar hann málaði skólastof- una, skýra gFunntón skólastofn- unarinnar betur en löng ræðu- höld — sýna hina jákvæðu hlið uppeldisstarfsins, er skyldi vera kjarni og vaxtarbroddur skóla- menningarinnar. Eins og að líkum lætur, lét Sigtryggur bindindismálið mjög til sín taka. Honum duldist ekki hin „meinlegu örlög“, er oftast fylgja í kjölfar áfengisnautnar- innar, og valda drepi í þjóðar- líkamanum. Var hann sókndjarfur og ráð- hollur forystumaður í stúkunni „Gyðu“, er starfaði lengi í Mýrahreppi og hélt uppi ógleym anlegum skemmtiatriðum, svo sem: gamanþáttum í leikrits- formi, fræðsluerindum og söng. í skóla sínum lagði Sigtrygg- ur áherzlu á söngæfingar nem- enda. Hann vildi ala upp syngj- andi æskufólk, trúði því með skáldinu, að „þar sem gróðrarskúrir söngsins sitra, síðast andinn marki sínu gleymir". Sjálfur var hann mjög fróður á tónfræðisviðinu, eins og glögg lega lýkir sér í sönglagasafni ■.".V.V.V.V.V.V.WAV.VA Álíka vont að fá skóla- vist og síldarskiprúm Allir héraðsskólar landsins eru nú fullsetnir, og má heita nær ógerlegt að fá skólavist, hvar sem er á landinu. Eftir- spurnin eftir skólavist í héraðs skólunum er svo mikil, að skól- unum berast helmingi fleiri um- sóknir en nokkur leið er að sinna. Sömu sögu er að segja um menntaskólana, þeir eru full setnir, og jafnve! hugsanlegt, að þeir verði að vísa nemendum frá. Menntaskólinn á Akureyri stefnir nú að þv, að ieggja nið- hans, er gefið var út fyrir all- mörgum árum. I dag munu tugir gamalla nemenda hópast um minningu séra Sigtryggs. En því miður verður ekki hægt að afhjúpa minnismerki þeirra hjóna í „Skrúð“, eins og upphaflega var ætlað. Það verður að bíða gró- anda næsta vors. Frú Hjaltlína var manni sín- um mikil stoð og stytta við alla umhirðu í „Skrúð“, er Sigtrygg þraut krafta og ellin mæddi. Fyrir það á hún heiður og þökk skilið. Séra Sigtryggur varð fast að því 97 ára. Hann andaðist 3. ágúst 1959 í Sjúkrahúsi ísa- fjarðar. Þegar litið er yfir langan og farsælan ævidag, dylst ekki, að þar sem séra Sigtryggur fór, var heilsteyptur skapgerðarmað ur á ferð — maður, sem vildi lyfta þjóð sinni í æðra veldi. Honum auðnaðist að ryðja mannræktarbrautina og gefa samferðamönnunum' ,,tóninn“, sem lyftir upp og fram. Þann grunntón sló hann gifturíkum höndum. Og gróandinn hóf sókn i vormanns löndum. Bjarni ívarsson. ur miðskóladeild skólans, og verður nú enginn 1. bekkur i skólanum í vetur. Vaxandi eftirspurn er eftir skólavist i héraðsskólum frá kaupstöðum landsins, einkum Reykjavík, en skólarnir láta innanhéraðsmenn ganga fyrir skólavist, svo sem eðlilegt er. en þessi gifurlega aðsókn sýnir, hversu alvarlget ástan er að- verða i skólamál- um þjóðarinnar. I

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.