Vísir


Vísir - 27.09.1962, Qupperneq 10

Vísir - 27.09.1962, Qupperneq 10
Fimmtudagur 27. september 1962. 70 VISIR Víólutækifæri og fleira Alltaf ungur Nýlega hitti amerískur blaða- maður Adenauer og spurði hann þá m.a. hvort það væri ekki skynsamlegt fyrir hann að hafa það eins og Churchill þegar hann var orðinn gamalí, að benda á eftirmann sinn, en Churchill benti á slnum tíma á Sir Anthony Eden. Adenauer svaraði: — Nei, það held ég ekki. Munurinn á mér og Churchill er að Churc- hill var alltaf gamall maður, en ég er alltaf ungur. Óska eftir atvinnu Bette Davis, sem er ein af hinum eldri frægu leikkonum auglýsti nýlega í blaði 1 Los Angeles. Auglýsingin hljóðaði svo: Fráskilin kona, móðir þriggja barna 10, 11 og 15 ára með 30 ára reynslu sem kvik- myndaleikkona óskar eftir fastri atvinnu í Hollywood. í Argentínu sló knattspymu- dómarinn Juan Barquino niður fjóra knattspyrnumcnn sem. mótmæltu dómi hans um víta- spymu. Frekari mótmæli komu ekki fram í þelm kappieik. Á póstkorti Walter Ulbricht einræðis herra í Austur Þýzkalandi hefur nú í fyrsta skipti Iátið gefa út af sér póstkort, sem selt er I ,öllu Austur Þýzkalandi. Nú er ætlazt til þess, að góðir flokks- menn sendi vinum sínum póst- kort, ekki af fögru landslagi, heldur með skeggjaðri ásjónu flokksforingjans. Stórgjöf Michele Morgan heitir frönsk kvikmyndaleikkona, sem tekin er að reskjast en heldur þó frægð sinni frá fornu fari. Ný- lega vakti það athygli, þegar sonur hennar Mike Marshall- Morgan átti 18 ára afmæli, að móðir hans færði honum að gjöf ýmiss kohar íþróttatæki og útbúnað samtals að verðmæti um 300 þús. kr. Siðsöm Leslie Caron kvikmyndaleik- konan fræga hefur getið sér orð fyrir að lifa óspilltara lífi en flestar stjörnur. Hún dvelst nú um skeið í Parísarborg og hefur beitt sér fyrir stofnun félags, sem hefur það aðallega á stefnuskrá sinni að berjast gegn notkun bikini baðfata á baðströndum. Fótbrotin Elísabet drottningarmóðir í Englandi og fyrrverandi drottn- ing varð fyrir óhappi í sveita- höll sinni Balmoral. Hún mis- steig sig, féll og brotnaði á vinstra fæti. Fjórir læknar ann- ást hana nú. í 9 , ÍXv 'Í&ÍZZÍ. jS»cS Jl Það kom illa upp um „fransk an“ þjóf sem var handtekinn í Rómaborg. Þegar lögreglan ætlaði að yfirheyra hann skildi hann ekki orð í ítölskunni, þar sem hann sagðist vera fransk- ur. En skömmu síðar var einn lögregluþjónninn að segja fé- laga sínum skrítlu. Þá fór fang inn að skellihlæja og komst þannig upp um hann, að hann var af ítölsku þjóðerni og höfðu þetta verið Iátalæti hjá honum. Atómskýli Elísabet Bretadrottning er nú að láta byggja stórt loftvarnar- skýli sem er tryggt gegn atóm- árás. Verður það við hina frægu höll „Tower of London“. Ekki er skýlið ætlað henni sjálfri né öðru kóngafólki heldur á að geyma kórónu og krýningar- djásn í því, ef styrjaldarhætta kemur upp. Leiddist biðin Janet Leigh kvikmyndaleik- kdna er enn mikið umrædd vegna skilnaðarmáls hennar og Tony Curtis. Janet flaug nú í vikunni til Mexíkó til að fá hraðskilnað. Áður hafði banda- rískur dómstóll kveðið upp skilnaðardóm, en hann átti ekki að fá gildi fyrr en eftir eitt ár. Svo lengi gat Janet ekki beðið því að hún vill nú giftast hið bráðasta kaupha”arbraskara að nafni Bob Brandt. Beethoven góður Harry S. Truman forseti Bandarikjanna þegar Kóreu- styrjöldin stóð yfir réðst nýlega á Eisenhower og sagði að hann hefði verið latasti maður, sem setið hefði f forsetastól vestan hafs. Nýlega skýrði Truman fréttamönnum frá því að hann hefði breytt um uppáhaldstón- skáld. Ég hef haldið mest upp á Mozart, en nú er ég kominn á þann aldur að.mér líkar betur við Beethoven. Ökuferð Michael prins af Kent, frændi Elísabetar Bretadrottningar sem nú er um tvítugt, fór nýl. í langa og ævintýralega bílferð. Hann ók sjálfur á bíl sinum til Aþenu Iandveg yfir Jugóslaviu og sömu leið til baka upp að Erm- arsundi. Hann' háfði þt'i ökið um 10 þúsund km. ....... vl' 1 ; Hvatning í London hefur starfsfólki flughafnar borgarinnar verið gefin fyrirmæli um að taka ekki að sér að bera úr flugvélunum börn farþega. Stafar þetta af því að nýlega varð ílugvallar- stjórnin að greiða miklar skaða bætur, | gar reifabarn slasaðist hjá einum starfsmanninum. Sukarno forseti Indónesíu hefur gefið út nýja tilskipun í menningarmálum, sem talið er að muni fljótlega bæta ástand- ið í menntun þjóðarinnar. Efni tilskipunarinnar er í stuttu máli, að bannað er að það fólk gangi í hjúskap, sem ekki hefur lært að lesa og skrifa. Heiðursmerki Jacqueline Kennedy forseta- frú var nýlega sæmd æðsta heiðursmerki bandarísku kvenna samtakanna. Rökstuðningur fyr ir veitingunni er sá, að hún hafi unnið mest allra kvenna að bví að ika 31it og virðíngu fyrir banHarískum konum ' öðrum löndum. DANDARÍSKI „LaSalIe" strengjakvartettinn hélt fyrstu tónleika sína hér fyrir Tónlistarfélagið í Austurbæjar- bíói í fyrrakvöld. Mozart, Schull er og Brahms sameinuðust þá í eftirminnilegu kvartetthljóði. — Þar var gengið hreint til verks. Eftirtektarverðasta verkefnið var Kvartett nr. 1 eftir Gunther Schuller, og vildi ég gjarnan heyra þá leika meira af slíku. Veit ég, að þeir eiga sitthvað nýstárlegt í pokahorninu. I verki Schullers komu hæfileik- ar leikaranna skýrast í ljós, þá er þeir Iéku óstuddir hefðinni. Tækni þeirra og hjartalag hélt áheyrandanum í eftirvæntingu, því að fátt-er jafn hrífandi og þakkarvert og að heyra lítt þekkta nýsmíð. Fátt er' jafn hollt áheyrandanum og að kynnast sem margvíslegustum tónlistrænum hugsunarhætti, slíkt getur af sér „víðheyrn". Leikur fjórmenninganna var ágætur allt frá flöktandi „ör- Iagafrumi“ upphafsins til hinn- ar þrælerfiðu „kadensu" í nið- urlaginu. Hafi þeir þökk fyrir. Ekki er þetta skrifað til að kasta rýrð á þær tvær perlur kvartettbókmenntanna, d-moli kvartett Mozarts K. 421 og B- dúr kvartett Brahms op. 67, sem fram voru bornar fyrst og síðast á efnisskránni. Þar horfir aðeins annað við. Þar er hefðin. Áheyrandinn kemur í tónleika- salinn með sínar ákveðnu hug- myndir um það, hvernig þessi vel þekktu verk skulu hljóma. Hans reynsla verður að Iíða úr minni, ef hann á að geta notið þess fyllilega að heyra nýjan flutning á „gömlu kunn- ingjunum." — ★ - í.þessum sígildu verkum var leikur kvartettsins töluvert hlut lægur og óneitanlega heilsteypt- ur á sína vísu. Samspil var gott. Samt hefði ég viljað heyra meiri andstæður, þegar tæki- færi gáfust, ekki aðeins í leik heildarinnar, heldur sérstaklega hjá einstaklingunum. Brahms gaf þarna t.d. víóluleikurum ógleymanleg tækifæri í þessum B-dúr kvartett, hvað skyldu þeir nota þau oft? Gaman verð- ur að kynnast „LaSalle" kvart- ettinum betur á næstu tónleik- um. Þorkell Sigurbjörnsson. Austurbæjarbíó sýnir nú mikið umtalaða mynd, en lítið umdeilda, þar sem flestir hafa komizt að þeirri niðurstöðu, að hún sé góð. Mynd þessi nefnist Never on a Sunday, eða Aldrei á sunnúdög- um. Mynd þessi fjallar um gríska gleðikonu, sem nefnist Illia (Mel- ina Mercouri), og samskipti henn- ar við ungan, sakleysislegan Am- eríkumann, Hómer að nafni (Jules Dassin). Hann er kominn til Grikk- lands til að finna sannleikann, og kynnist henni fljótlega. Hann getur ekki fellt sig við að hún skuli vera hamingjusöm með það líf, sem hún lifir, og vill fyrir hvern mun kenna henni muninn á ímyndun og veruleika. Áður en hann kom til, var hún mjög hamingjusöm og ó- siðsöm. Honum tekst að gera hana hreinlífa, mennta hana talsvert, en einnig að gera hana mjög óham- ingjusama. Af þessu skyldu menn ekki draga þá ályktun, að mynd þessi boði vændislifnað sem leið- ina til hamingjunnar, heldur það, að það getur orkað tvímælis, að troða í fólk meira af menntun, lær- dómi og listum en það hefur nokkra hæfileika eða vilja til að meðtaka. Myndin er mjög skemmtilega gerð af Jules Dassin, sem leikur aðalhlutverkið, skrifaði handritið og stjórnaði henni, aðallega vegna þess, að hann hafði ekki efni á að fá neina aðra til þess. Myndin geld ur þó ekki þessara vanefna, því að Dassin er öllum hlutverkunum vax- inn. Melina Mercouri, sem leikur gleðikonuna, sem tekur sér frí frá störfum á sunnudögum og heldur opið hús fyrir vini sína, sem sumir eru viðskiptavinir á virkum dög- um, er mjög sérkennileg. Hún hefur óvenju stór augu, stóran munn og óreglulegt andlitsfall. Samí er hún töfrandi kona og svo full af lífi, að unun er á að horfa. Mynd þessi er sérkennileg og ó- venju skemmtileg. ós Reyðarvatn til sölu „Eitt af stærstu og beztu silungs veiðivötnum suðvestanlands er til sölu“ segir í auglýsingu i dagblaði í gær. Vísir hefir aflað sér upp- lýsinga um að hér er um að ræða Reyðarvatn, en það er stórt vatn upp af Lundarreykjadal, í raun- inni uppi á Uxahryggjum norðan Uxahryggjavegar. Mikið hefir veiðzt af bleikju í þessu vatni. Skipstjórar á síldveiðiflotanum Skipstjórar á síldveiðiflotanum frá í sumar halda samfagnað með borðhaldi fyrir Jakob Jakobsson fiskifræðing og skipstjóra á síld- arleitarskipunum í Lido n.k. föstudag kl. 19. Þeir skipstjórar, sem ekki hafa gefið sig fram, geta látið skrá sig til þátttöku í dag (fimmtu- dag) kl. 16—18 á skrifstofu skipstjóra- og stýrimannafélagsins Aldan, Bárugötu 11, sími 23476.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.