Vísir - 27.09.1962, Page 15

Vísir - 27.09.1962, Page 15
• :í. ■ VISIR 15 Friedrich Diirrenmatt GRUNUR5NN oo og allt þetta fyrir von um frelsi, sem Nehle hét þeim. Frelsi. — Mikið hlýtur maðurinn að elska frelsið, þegar hann vill allt til vinna fyrir það. Jafnvel sökkva sér sjálfviljugur ofan í slíkt log- andi víti, til þess eins að höndla þetta ömurlega frelsi, sem hon- um var boðið. Það er ekki sama hvert frelsið er. Það er mis- munandi eftir því, hver á í hlut. Frelsi var gyðingunum í Stutt- hof, Auschwitsch, Lublin, Maida nek, Natzweiler allt, sem lá ut- an fangabúðanna, en ekki að- eins hinn fagri heimur guðs, nei gamli vinur. Við vonuðum enda- laust að við yrðum fluttir á staði eins og hinar dásamlegu Buchenvald eða Dachau-fanga- búðir, þar sem við sáum frelsið í hyllingum. Þar þurfti maður ekki að eiga á hættu að verða kæfður með gasi, heldur aðeins barinn ti ldauða. Og þar var ef til vill nokkurra prómille von um að verða hólpinn, en í eyðingar- búðunum var dauðinn hins veg- ar öruggur. Guð minn, lögreglu- fulltrúi, við skulum berjast fyrir jöfnu frelsi allra, og fyrir því að enginn þurfi að skammast sín fyrir frelsi sitt. Er það ekki hlægilegt: að vonast svo ákaft eftir að verða fluttur í aðrar fangabúðir, að geta lagzt sjálf- viljugur á pyntingarborðið. Það ei hlægilegt (nú rak gyðingur- mm inn sjálfur upp æðisgenginn hlát ur hæðni og örvæntingar). Og einnig ég lagði mig á hið blóði drifna bretti og horfði á hníf | og tengur Nehles í ijósinu frá lampanum og sökk síðan niður í endalaust hyldýpi kvala og þjáninga. Ég fór þangað einnig af fúsum vilja, í þeirri von, að komast burt úr búðunum. Þessi Nehie var frábær sálfræðingur, og kom fram sem hjálpsamur og traustvekjandi maður. Þess vegna trúðu fórnarlömbin á hann, alveg eins og maður trúir á kraftaverk, þegar neyðin er stærst. Svo sannarlega stóð hann við orð sin. Eftir að ég hafði lifað af fáránlegan maga- skurð deyfingarlaust, lét hann hjúkra mér þar til ég var hraust- ur á ný og sendi mig fyrstu dag- ana : febrúar aftur til Buchen- wald, sem ég þó aldrei komst, þrátt fyrir endalausa flutninga. Og ég var á þessu ferðalagi, þegar upp rann hinn fagri, áður- nefndi maídagur með blómstur^ runnann. sem mér tókst að skríða undir. — Þetta er saga hins víðförla manns, sem hér situr við rúm þitt, lögreglufull- trúi, sagan af þjáningum hans og flækingi fram og aftur um hið úfna og blóðuga haf hinnar vitfirrtu samtíðar okkar, sem hrúgar saman milljónum og aft- ur milljónum og dæmir saklausa jafnt sem seka. En nú er þessi Vodka-flaska einnig tóm, og kominn tími til að Gulliver hugsi til að klifra aftur niður húshlið ina og halda síðan yfir í raka kjallarann hans Feitelbachs." Risinn reis upp og skuggi hans huldi herbergið til hálfs. Gamli maðurinn bað hann að fara ekki strax. „Hvers konar maður var Nehle?“ spurði hann og rödd hans heyrðist varla. „Kristni maður,“ sagði gyð- ingurinn, sem hafði stungið glös unum og flöskunum á ný í kyrt- ilinn: „Hver ætli gæti svarað þessari spurningu þinni'5 Nehle er dauður. Hann hefur sjálfur stytt sér aldur^ — Leyudarmál hans er geymt hjá guði, sem drottnar yfir himni og helviti, og guð segir engum hér á jörð- inni frá leyndarmálum, ekki einu sinni guðfræðingunum. — Hversu oft hef ég- ekki reynt að gægjast bak við grímu þessa læknis, sem sjaldan mælti orð frá munni, og sem umgekkst jafnvel engan í SS-hreyfingunni, né neinn hinna læknanna? — Hversu oft reyndi ég að finna út hvað byggi að baki gleraugun- um. Hvað gat vesæll gyðingur eins og ég gert, þegar hann sá kveljara sinn aldrei öðruvísi en með hálfhulið andlit og í sjúkra- sloppi? Og þegar ég hætti lífi mínu við að taka mynd af hon- um — ekkert var hættu-.egra PIB ’.nmu Vertu ekki með neinar ýkjur, Mai. Allir geta átt von á, að verða skipaðir kviðdómendur. en að taka myndir í fangabúð- um — var hann sama hold- granna, hvítklædda veran, sem hljóðlega og eilítið hokinn gelck um þessar búðir hörmulegrar eymdar og volæðis, eins og hann væri hræddur um að smit- ast. Hann var þannig af varúð- arráðstöfunum, held ég. Senni- lega tók hann ætíð með > reikn- inginn, að einn góðan veðurdag hlyti hinn djöfullegi hryllingur fangabúðanna að vera úr sög- unni. Þess vegna hlaut hann að hafa undirbúið flótta sinn til sið menningarinnar á ný. Út frá þeirri niðurstöðu minni reiknaði ég, þegar ég tók myndina, og ég hitti í mark. Þegar myndin birtist í LIFE, hefur Nehle skot- ið sig. Það að heimurinn þekkti nafn hans var nóg. Lögreglu- foringi, sá sem vill vera varlcár, Ieynir nafni sínu (Þetta var það síðasta, sem gamli maðurinn heyrði Gulliver segja. Það hljóm aði eins og högg í málmklukku og drundi óhugnanlega í eyrum sjúklingsins), nafni sínu, nafni sínu.“ Nú gerðu áhrif Vodkans vart við sig. Sjúklingurinn gerði sér T A R Z A N amo Mkm6 WITH CATLIKE SWIPT-* WESSiTAKZAN STOFFEF THE ■ SFANIAK.7 FKOM KECOVEKINS HIS K.IFLE. ’NOW TALK!" HE EXCLAIANEF- "X VVAMT THE WHOLE STOKY ASOUT THIS TKEASUgg—ANF THE INF’IANSÍ'''' Veky WELL, SEN'ÖK,4' SAIFJUAM KESlSNEP’LY "5UT WE MUST FIKST <50 SACK, FOUK \ HUNFKE7 YEAKS!' Liðugur sem köttur Tarzan Spánverjanum aftur rifflinum. varnaði „Leystu frá skjóðunni“, sagði að ná hann. „Ég vil fá að heyra allt um þennan fjársjóð.... og Indíánana". „Allt í lagi herra“, sagði Juan undirgefinn, „en fyrst verðum við að hverfa fjögur aftur í tímann“. hundruð ár larnasagan KALLI »g græm púfa- pukur- mn Þegar stýrimaðurinn á Krák íá áhöfnina á Græna Páfagauknum ganga á land, varð hann dauð- skelkaður. — Hvað á ég-nú að gera, hrópaði hann, elsku vinur- inn hann Jakob er i höndum sjó- ræningjanna. Kalli verður ekki hrifinn af þessu, ætti ég að að- vara hann? Eftir stutt viðtal við Mester, ákvað hann að fara inn á eyjuna og segja Kalla hvað hefði gerzt. — Því að, sagði Mester, hafi ræningjarnir páfa- gaukinn okkar, hefur Kalli ekki nokkra von um að finna fjár- sjóðinn. Siðan reru þeir inn að ströndinni. en um leið og þeir stigu á land, kom grænn páfa- gaukur fljúgandi til þeirra og tók að segja þeim með hásri röddu, heilmikið á máli sjómanna aðeins óljósa grein fyrir blakt- andi gluggatjöldunum, eða skrjáfinu í rúllugardínunni, þeg- ar hún var dregin upp. Og hann varð jafnvel enn minna var við, þegar hinn risavaxni líkami smaug út í nóttina. En þegar gamli maðurinn sá alla stjörnu- mergðina á himninum í gegnum galopinn gluggann, fylltist hann ákafri þrjózku og löngun til að halda áfram að lifa í þessum heimi, og til að berjast fyrir nýjum og betri heimi. Berjast með þessum ömurlega líkama, sem krabbinn bjóst til að rífa í sig, gráðugur sem endranær, þessum líkama, sem aðeins var veittur eins árs frestur. Og þeg- ar Vodkað tók að brenna í lík- ama hans, hóf gamli maðurinn upp hrjúfan söng. Hann kyrjaði Bernermarsinn í kyrrð sjúkra- hússins, svo að sjúklingarnir urðu órólegir. Honum gat ekki dottið neitt kröftugra í hug. — Samt var hann steinsofnaður, þegar sjúkrasystirin kom ask- vaðandi til þess að þagga niður í honum. VANGAVELTUR. Næsti morgun, sem var fimmtudagsmorgun, vaknaði Bárlach ekki fyrr en undir há- degi, eins og við mátti búast. Honum var að vísu nokkuð þungt yfir höfði, en annars var hann hressari en hann lengi hafði verið og hugsaði með sér, að ekkert jafnaðist á við góðan snaps svona af og til, ekki sízt þegar maður lá í rúmmu og mátti ekki drekka. Á náVborð inu lá pósturinn. Lutz hafði lát- ið senda honum upplýsingar um Nehle. Áður en gamli maðurinn gat komizt til að lesa þær, kom systirin með hádegisverðinn. Það var systir Lína, sem hon- um geðjaðist yfirleitt svo vel að. En í dag virtist honum hún fráhrindandi, og það fannst Bárlach ískyggilegt, Éinhvern veginn hlaut hún að hafa kom- izt að því, sem skeði um nótt- ina. Hann minnti að vísu, að Strauborð verð aðeins kr. 345.-

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.